Förum varlega í frekari stóriðju 21. mars 2005 00:01 Það er full ástæða til þess að hafa nokkrar áhyggjur af þróun efnahagsmála að undanförnu. Þenslueinkenna sér víða stað í efnahagskerfinu og Seðlabankinn mun þurfa að hækka stýrivexti af fullum þunga til að sporna gegn ójafnvægi í þjóðarbúskapnum. Afleiðingin er sífellt sterkari króna sem ógnar útflutnings- og samkeppnisgreinum. Í uppgjörum sjávarútvegsfyrirtækja er styrks krónunnar farið að gæta svo um munar. Reyndar sjást enn góðar hagnaðartölur vegna erlendra skulda fyrirtækjanna, en rekstrarafkoman rýrnar nú dag frá degi. Iðnfyrirtæki í samkeppnisrekstri við innflutning hafa að undanförnu flúið land og sprotafyrirtæki eiga undir högg að sækja. Nú er í sjálfu sér eðlilegt að góð lífskjör og hár kaupmáttur verði til þess að ekki reynist framtíðargrundvöllur fyrir mannfrekan iðnað sem á sitt undir samkeppnishæfum launum. Sú þróun að fyrirtækin sem borga lægstu launin flytji starfsemi annað er óhjákvæmileg eigi lífskjör eftir að batna hér á landi. Spurningin er fyrst og fremst sú á hve löngum tíma þetta gerist og hvort niðurstaða hraðra breytinga verður kröftug niðursveifla með tilheyrandi atvinnuleysi. Verra er að framkvæmdir við stóriðju gera sprotafyrirtækjum erfitt fyrir sem hafa til framtíðar möguleika á að borga há laun og krefjast menntaðs starfsfólks. Hröð uppbygging orkufreks iðnaðar á næstu árum kann að leiða til þess að nýgræðingur af slíku tagi verður kæfður í fæðingu. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra boðaði á Iðnþingi frekari uppbyggingu stóriðju. Norðlendingar hafa horft til slíkrar fjárfestingar um árabil. Víst er að ráðherrann er undir pólitískum þrýstingi í eigin kjördæmi um að næsta stóriðja rísi á Norðurlandi. Byggðasjónarmið hafa verið ríkur þáttur í röksemdafærslu þeirra sem vilja auka fjárfestingu Íslendinga í stóriðju. Ráðamönnum ber hins vegar fyrst og fremst að gæta þjóðarhags við slíkar ákvarðanir. Of hröð uppbygging slíks iðnaðar mun verða á kostnað annarrar nýsköpunar í landinu. Fjárfestingar í stóriðju munu ryðja burt fjárfestingum í öðrum greinum. Greinum sem leiða til meiri hagsældar og þjóna betur langtímahagsmunum þjóðarinnar. Fjölmörg dæmi eru um það í hagsögunni að þjóðum sem byggja á mannauð fremur en náttúruauðlindum hefur vegnað betur í efnahagslegu tilliti. Skjótfenginn gróði af náttúruauðlindum hefur hins vegar dregið allan frumkvöðlamátt úr samfélögunum og valdið efnahagstjóni sem ríkulegar náttúruauðlindir hafa ekki megnað að bæta. Hið opinbera gengur nú um stundir ekki á undan með góðu fordæmi og vinnur gegn þeim þensluáhrifum sem stóriðjufjárfestingin veldur. Seðlabankinn mun að öllum líkindum hækka vexti á morgun samhliða útgáfu Peningamála. Fróðlegt verður að lesa í skilaboð bankans til stjórnvalda. Stjórnvöld voru heppin í niðursveiflunni árið 2001 og sluppu með skrekkinn. Óábyrgt væri að reiða sig á slíkt glópalán að nýju og gera ekki það sem vitað er að þarf til að viðhalda jafnvægi við núverandi kringumstæður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Hafliði Helgason Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun
Það er full ástæða til þess að hafa nokkrar áhyggjur af þróun efnahagsmála að undanförnu. Þenslueinkenna sér víða stað í efnahagskerfinu og Seðlabankinn mun þurfa að hækka stýrivexti af fullum þunga til að sporna gegn ójafnvægi í þjóðarbúskapnum. Afleiðingin er sífellt sterkari króna sem ógnar útflutnings- og samkeppnisgreinum. Í uppgjörum sjávarútvegsfyrirtækja er styrks krónunnar farið að gæta svo um munar. Reyndar sjást enn góðar hagnaðartölur vegna erlendra skulda fyrirtækjanna, en rekstrarafkoman rýrnar nú dag frá degi. Iðnfyrirtæki í samkeppnisrekstri við innflutning hafa að undanförnu flúið land og sprotafyrirtæki eiga undir högg að sækja. Nú er í sjálfu sér eðlilegt að góð lífskjör og hár kaupmáttur verði til þess að ekki reynist framtíðargrundvöllur fyrir mannfrekan iðnað sem á sitt undir samkeppnishæfum launum. Sú þróun að fyrirtækin sem borga lægstu launin flytji starfsemi annað er óhjákvæmileg eigi lífskjör eftir að batna hér á landi. Spurningin er fyrst og fremst sú á hve löngum tíma þetta gerist og hvort niðurstaða hraðra breytinga verður kröftug niðursveifla með tilheyrandi atvinnuleysi. Verra er að framkvæmdir við stóriðju gera sprotafyrirtækjum erfitt fyrir sem hafa til framtíðar möguleika á að borga há laun og krefjast menntaðs starfsfólks. Hröð uppbygging orkufreks iðnaðar á næstu árum kann að leiða til þess að nýgræðingur af slíku tagi verður kæfður í fæðingu. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra boðaði á Iðnþingi frekari uppbyggingu stóriðju. Norðlendingar hafa horft til slíkrar fjárfestingar um árabil. Víst er að ráðherrann er undir pólitískum þrýstingi í eigin kjördæmi um að næsta stóriðja rísi á Norðurlandi. Byggðasjónarmið hafa verið ríkur þáttur í röksemdafærslu þeirra sem vilja auka fjárfestingu Íslendinga í stóriðju. Ráðamönnum ber hins vegar fyrst og fremst að gæta þjóðarhags við slíkar ákvarðanir. Of hröð uppbygging slíks iðnaðar mun verða á kostnað annarrar nýsköpunar í landinu. Fjárfestingar í stóriðju munu ryðja burt fjárfestingum í öðrum greinum. Greinum sem leiða til meiri hagsældar og þjóna betur langtímahagsmunum þjóðarinnar. Fjölmörg dæmi eru um það í hagsögunni að þjóðum sem byggja á mannauð fremur en náttúruauðlindum hefur vegnað betur í efnahagslegu tilliti. Skjótfenginn gróði af náttúruauðlindum hefur hins vegar dregið allan frumkvöðlamátt úr samfélögunum og valdið efnahagstjóni sem ríkulegar náttúruauðlindir hafa ekki megnað að bæta. Hið opinbera gengur nú um stundir ekki á undan með góðu fordæmi og vinnur gegn þeim þensluáhrifum sem stóriðjufjárfestingin veldur. Seðlabankinn mun að öllum líkindum hækka vexti á morgun samhliða útgáfu Peningamála. Fróðlegt verður að lesa í skilaboð bankans til stjórnvalda. Stjórnvöld voru heppin í niðursveiflunni árið 2001 og sluppu með skrekkinn. Óábyrgt væri að reiða sig á slíkt glópalán að nýju og gera ekki það sem vitað er að þarf til að viðhalda jafnvægi við núverandi kringumstæður.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun