Báru ljúgvitni um nauðgun 21. mars 2005 00:01 MYND/Vísir Átján ára stúlka hefur hlotið sjö mánaða fangelsisdóm fyrir að hafa borið ljúgvitni með jafnöldru sinni og vinkonu sem kærði ungan Varnarliðsmann fyrir að hafa nauðgað sér í fyrra. Sú hlaut níu mánaða fangelsisdóm og óttast sýslumaður að málið kunni að hafa áhrif á nauðgunarmál í framtíðinni. Tildrög voru þau að stúlkurnar áttu einhver orðaskipti við Varnarliðsmanninn rétt fyrir utan Akranesbæ í fyrra sem leiddi til þess að nokkru síðar kærði önnur stúlkan hann fyrir nauðgun og hin bar vitni um að það væri rétt. Þegar til átti að taka var Varnarliðsmaðurinn farinn í frí til Bandaríkjanna en bandaríska herlögreglan hafði strax uppi á honum og flutti hann hingað til lands. Aðeins nokkrum klukkustundum áður en réttarhald átti að hefjast yfir honum, í samvinnu sýslumanns á Akranesi og íslenskra og bandarískra yfirvalda á Keflavíkurflugvelli, barst sýslumanni vísbending um að ekki væri allt með felldu og þegar gengið var á stúlkunrar kom í ljós að kæran átti ekki við rök að styðjast. Málið var þar með fallið um sjálft sig. Að sögn Ólafs Þórs Haukssonar sýslumanns var sérstaklega kannað hvort hótanir kynnu að hafa haft áhrif á framburð stúlknanna en svo var ekki. Varnarliðsmanninum var þá sleppt en stúlkan sem kærði dæmd í níu mánaða fangelsi, þar af sjö skilorðsbundna, en sú sem bar ljúgvitni í sjö mánaða fangelsi skilorðsbundið. Þrátt fyrir að þessu tiltekna máli sé þannig lokið kunna áhrif þess að verða langvinn, að sögn Ólafs Þórs. Í svona málum séu þungar sönnunarkröfur sem menn hafi velt mikið fyrir sér í ljósi fjölda sýknudóma. „Þetta mál sýnir að fyllsta ástæða er til að gera ríka sönnunarkröfu í þessum málum og kannaður sé vel grundvöllur svona áskana þegar þær koma fram,“ segir Ólafur Þór. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Átján ára stúlka hefur hlotið sjö mánaða fangelsisdóm fyrir að hafa borið ljúgvitni með jafnöldru sinni og vinkonu sem kærði ungan Varnarliðsmann fyrir að hafa nauðgað sér í fyrra. Sú hlaut níu mánaða fangelsisdóm og óttast sýslumaður að málið kunni að hafa áhrif á nauðgunarmál í framtíðinni. Tildrög voru þau að stúlkurnar áttu einhver orðaskipti við Varnarliðsmanninn rétt fyrir utan Akranesbæ í fyrra sem leiddi til þess að nokkru síðar kærði önnur stúlkan hann fyrir nauðgun og hin bar vitni um að það væri rétt. Þegar til átti að taka var Varnarliðsmaðurinn farinn í frí til Bandaríkjanna en bandaríska herlögreglan hafði strax uppi á honum og flutti hann hingað til lands. Aðeins nokkrum klukkustundum áður en réttarhald átti að hefjast yfir honum, í samvinnu sýslumanns á Akranesi og íslenskra og bandarískra yfirvalda á Keflavíkurflugvelli, barst sýslumanni vísbending um að ekki væri allt með felldu og þegar gengið var á stúlkunrar kom í ljós að kæran átti ekki við rök að styðjast. Málið var þar með fallið um sjálft sig. Að sögn Ólafs Þórs Haukssonar sýslumanns var sérstaklega kannað hvort hótanir kynnu að hafa haft áhrif á framburð stúlknanna en svo var ekki. Varnarliðsmanninum var þá sleppt en stúlkan sem kærði dæmd í níu mánaða fangelsi, þar af sjö skilorðsbundna, en sú sem bar ljúgvitni í sjö mánaða fangelsi skilorðsbundið. Þrátt fyrir að þessu tiltekna máli sé þannig lokið kunna áhrif þess að verða langvinn, að sögn Ólafs Þórs. Í svona málum séu þungar sönnunarkröfur sem menn hafi velt mikið fyrir sér í ljósi fjölda sýknudóma. „Þetta mál sýnir að fyllsta ástæða er til að gera ríka sönnunarkröfu í þessum málum og kannaður sé vel grundvöllur svona áskana þegar þær koma fram,“ segir Ólafur Þór.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira