Báru ljúgvitni um nauðgun 21. mars 2005 00:01 MYND/Vísir Átján ára stúlka hefur hlotið sjö mánaða fangelsisdóm fyrir að hafa borið ljúgvitni með jafnöldru sinni og vinkonu sem kærði ungan Varnarliðsmann fyrir að hafa nauðgað sér í fyrra. Sú hlaut níu mánaða fangelsisdóm og óttast sýslumaður að málið kunni að hafa áhrif á nauðgunarmál í framtíðinni. Tildrög voru þau að stúlkurnar áttu einhver orðaskipti við Varnarliðsmanninn rétt fyrir utan Akranesbæ í fyrra sem leiddi til þess að nokkru síðar kærði önnur stúlkan hann fyrir nauðgun og hin bar vitni um að það væri rétt. Þegar til átti að taka var Varnarliðsmaðurinn farinn í frí til Bandaríkjanna en bandaríska herlögreglan hafði strax uppi á honum og flutti hann hingað til lands. Aðeins nokkrum klukkustundum áður en réttarhald átti að hefjast yfir honum, í samvinnu sýslumanns á Akranesi og íslenskra og bandarískra yfirvalda á Keflavíkurflugvelli, barst sýslumanni vísbending um að ekki væri allt með felldu og þegar gengið var á stúlkunrar kom í ljós að kæran átti ekki við rök að styðjast. Málið var þar með fallið um sjálft sig. Að sögn Ólafs Þórs Haukssonar sýslumanns var sérstaklega kannað hvort hótanir kynnu að hafa haft áhrif á framburð stúlknanna en svo var ekki. Varnarliðsmanninum var þá sleppt en stúlkan sem kærði dæmd í níu mánaða fangelsi, þar af sjö skilorðsbundna, en sú sem bar ljúgvitni í sjö mánaða fangelsi skilorðsbundið. Þrátt fyrir að þessu tiltekna máli sé þannig lokið kunna áhrif þess að verða langvinn, að sögn Ólafs Þórs. Í svona málum séu þungar sönnunarkröfur sem menn hafi velt mikið fyrir sér í ljósi fjölda sýknudóma. „Þetta mál sýnir að fyllsta ástæða er til að gera ríka sönnunarkröfu í þessum málum og kannaður sé vel grundvöllur svona áskana þegar þær koma fram,“ segir Ólafur Þór. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Átján ára stúlka hefur hlotið sjö mánaða fangelsisdóm fyrir að hafa borið ljúgvitni með jafnöldru sinni og vinkonu sem kærði ungan Varnarliðsmann fyrir að hafa nauðgað sér í fyrra. Sú hlaut níu mánaða fangelsisdóm og óttast sýslumaður að málið kunni að hafa áhrif á nauðgunarmál í framtíðinni. Tildrög voru þau að stúlkurnar áttu einhver orðaskipti við Varnarliðsmanninn rétt fyrir utan Akranesbæ í fyrra sem leiddi til þess að nokkru síðar kærði önnur stúlkan hann fyrir nauðgun og hin bar vitni um að það væri rétt. Þegar til átti að taka var Varnarliðsmaðurinn farinn í frí til Bandaríkjanna en bandaríska herlögreglan hafði strax uppi á honum og flutti hann hingað til lands. Aðeins nokkrum klukkustundum áður en réttarhald átti að hefjast yfir honum, í samvinnu sýslumanns á Akranesi og íslenskra og bandarískra yfirvalda á Keflavíkurflugvelli, barst sýslumanni vísbending um að ekki væri allt með felldu og þegar gengið var á stúlkunrar kom í ljós að kæran átti ekki við rök að styðjast. Málið var þar með fallið um sjálft sig. Að sögn Ólafs Þórs Haukssonar sýslumanns var sérstaklega kannað hvort hótanir kynnu að hafa haft áhrif á framburð stúlknanna en svo var ekki. Varnarliðsmanninum var þá sleppt en stúlkan sem kærði dæmd í níu mánaða fangelsi, þar af sjö skilorðsbundna, en sú sem bar ljúgvitni í sjö mánaða fangelsi skilorðsbundið. Þrátt fyrir að þessu tiltekna máli sé þannig lokið kunna áhrif þess að verða langvinn, að sögn Ólafs Þórs. Í svona málum séu þungar sönnunarkröfur sem menn hafi velt mikið fyrir sér í ljósi fjölda sýknudóma. „Þetta mál sýnir að fyllsta ástæða er til að gera ríka sönnunarkröfu í þessum málum og kannaður sé vel grundvöllur svona áskana þegar þær koma fram,“ segir Ólafur Þór.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira