Sölumenn óttast um hag sinn 20. mars 2005 00:01 Sölumenn á fasteignasölum óttast að löggiltir fasteignasalar séu að reyna að bola þeim út úr starfsgreininni. Það er ekki rétt, að sögn fasteignasala, en báðir aðilar eru sammála um að breyta þurfi lögunum um fasteignaviðskipti. Í miðopnu Fréttablaðsins í dag má sjá heilsíðuauglýsingu þar sem skorað er á starfsmenn á fasteignasölum að bindast samtökum. Ástæðan er úrskurður sem Félag fasteignasala samþykkti á aðalfundi þess efnis að það væri góð fasteignasöluvenja að löggiltir fasteignasalar sæju um flest það er lýtur að sölu fasteignar. Guðmundur Andri Skúlason, sem starfar sem sölumaður á fasteignasölu, segir að sölumenn séu einungis að benda á málflutning löggiltra fasteignasala um að sölumönnum sé ekki treystandi á fasteignasölum. Ragnar Thorarensen, löggiltur fasteignasali, segir alls ekki ætlunina að bola ófaglærðum starfsmönnum út en það sé eðlilegt að hvetja til þess að löggildir fasteignasalar sjái um sem mest. Hann segir að undanfarin ár hafi mjög margir komið inn á markaðinn og það hafi verið mikið um svokallað leppun, það er að menn hafi fengið aðila til þess að bera ábyrgð á fasteignasölum, og ýmis leiðinleg mál hafi komið upp. Vilji sé fyrir því að auka menntun og fagmennsku í greininni og þess vegna sé stefnan að einhvern tíma vinni eingöngu löggiltir fasteignarsalar við sölu fasteigna. Það er þó ómögulegt samkvæmt lögum því þar segir að til þess að mega hefja nám til löggildingar verði viðkomandi að hafa starfað á fasteignasölu í tólf mánuði. Og ekki bara við að horfa á. Lögin um fasteignasölu eru dálítið misvísandi þar sem segir annars vegar að fasteignasalar megi ráða starfsfólk til að sinna störfum á ábyrgð fasteignasalans en hins vegar segir að fasteignasalinn eigi að sjá um nær allt saman sjálfur. Guðmundur og Ragnar eru sammála um að það þurfi að endurskoða löggjöfina. Hús og heimili Innlent Viðskipti Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Sjá meira
Sölumenn á fasteignasölum óttast að löggiltir fasteignasalar séu að reyna að bola þeim út úr starfsgreininni. Það er ekki rétt, að sögn fasteignasala, en báðir aðilar eru sammála um að breyta þurfi lögunum um fasteignaviðskipti. Í miðopnu Fréttablaðsins í dag má sjá heilsíðuauglýsingu þar sem skorað er á starfsmenn á fasteignasölum að bindast samtökum. Ástæðan er úrskurður sem Félag fasteignasala samþykkti á aðalfundi þess efnis að það væri góð fasteignasöluvenja að löggiltir fasteignasalar sæju um flest það er lýtur að sölu fasteignar. Guðmundur Andri Skúlason, sem starfar sem sölumaður á fasteignasölu, segir að sölumenn séu einungis að benda á málflutning löggiltra fasteignasala um að sölumönnum sé ekki treystandi á fasteignasölum. Ragnar Thorarensen, löggiltur fasteignasali, segir alls ekki ætlunina að bola ófaglærðum starfsmönnum út en það sé eðlilegt að hvetja til þess að löggildir fasteignasalar sjái um sem mest. Hann segir að undanfarin ár hafi mjög margir komið inn á markaðinn og það hafi verið mikið um svokallað leppun, það er að menn hafi fengið aðila til þess að bera ábyrgð á fasteignasölum, og ýmis leiðinleg mál hafi komið upp. Vilji sé fyrir því að auka menntun og fagmennsku í greininni og þess vegna sé stefnan að einhvern tíma vinni eingöngu löggiltir fasteignarsalar við sölu fasteigna. Það er þó ómögulegt samkvæmt lögum því þar segir að til þess að mega hefja nám til löggildingar verði viðkomandi að hafa starfað á fasteignasölu í tólf mánuði. Og ekki bara við að horfa á. Lögin um fasteignasölu eru dálítið misvísandi þar sem segir annars vegar að fasteignasalar megi ráða starfsfólk til að sinna störfum á ábyrgð fasteignasalans en hins vegar segir að fasteignasalinn eigi að sjá um nær allt saman sjálfur. Guðmundur og Ragnar eru sammála um að það þurfi að endurskoða löggjöfina.
Hús og heimili Innlent Viðskipti Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Sjá meira