Skapandi samstarf 17. mars 2005 00:01 Domenico Dolce og Stefano Gabbana hafa fyrir löngu fest sig í sessi í hópi flottustu og ferskustu hönnuða tískuheimsins. Þetta ítalska par sem fyrir stuttu sleit sambúð sinni byrjaði ferilinn fyrir tuttugu árum en það var á Sikiley sem leiðir þeirra lágu saman og menning Sikileyjar hefur verið þeim innblástur alla tíð síðan. Gabbana hefur mjög listrænt og leikrænt auga á meðan smáatriðin og nákvæmni skipta öllu máli hjá Dolce. Sameining þessara ólíku póla hafa svo skapað frábæra samsuðu af kynþokkafullum, litríkum og spennandi fatnaði sem selst eins og heitar lummur um allan heim. Tvíeykið hefur séð um tónleikabúninga fyrir stórstjörnur á borð við Madonnu og Kylie Minoque og kvikmyndastjörnurnar á rauða dreglinu skarta iðulega fallegum flíkum frá D&G. Sem fyrr segir skildu leiðir þeirra Dolce og Gabbana í einkalífinu ekki alls fyrir löngu en þeir hyggjast halda samstarfinu áfram og ætla hvergi að slaka á í framleiðslu á hátískufatnaði fyrir heimsbyggðina. Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Domenico Dolce og Stefano Gabbana hafa fyrir löngu fest sig í sessi í hópi flottustu og ferskustu hönnuða tískuheimsins. Þetta ítalska par sem fyrir stuttu sleit sambúð sinni byrjaði ferilinn fyrir tuttugu árum en það var á Sikiley sem leiðir þeirra lágu saman og menning Sikileyjar hefur verið þeim innblástur alla tíð síðan. Gabbana hefur mjög listrænt og leikrænt auga á meðan smáatriðin og nákvæmni skipta öllu máli hjá Dolce. Sameining þessara ólíku póla hafa svo skapað frábæra samsuðu af kynþokkafullum, litríkum og spennandi fatnaði sem selst eins og heitar lummur um allan heim. Tvíeykið hefur séð um tónleikabúninga fyrir stórstjörnur á borð við Madonnu og Kylie Minoque og kvikmyndastjörnurnar á rauða dreglinu skarta iðulega fallegum flíkum frá D&G. Sem fyrr segir skildu leiðir þeirra Dolce og Gabbana í einkalífinu ekki alls fyrir löngu en þeir hyggjast halda samstarfinu áfram og ætla hvergi að slaka á í framleiðslu á hátískufatnaði fyrir heimsbyggðina.
Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira