Börnum með átröskun fjölgar 14. mars 2005 00:01 Barna- og unglingageðdeild Landspítalans þurfti að fást við tvöfalt til þrefalt fleiri tilfelli átröskunar í fyrra en næstu ár á undan. Nýjar beiðnir vegna sjúkdómsins hafa verið tíu til fimmtán á ári að meðaltali þar til á síðasta ári þegar þær voru þrjátíu talsins. Meðferð vegna átröskunar tekur mörg ár og stundum reynist hún árangurslaus, þannig að sjúkdómurinn leiðir viðkomandi með einum eða öðrum hætti til bana. Fjöldinn hefur verið nokkuð svipaður undanfarin ár á fullorðinsgeðdeildinni segir Eydís Sveinbjarnardóttir, sviðsstjóri geðsviðs Landspítala - háskólasjúkrahúss. "Tölur á barna- og unglingageðdeild sýna einkum fjölgun milli 2003 og 2004," segir Eydís en bætir við. "Það ber að varast að oftúlka þær tölur þar sem þær sýna einungis breytingu milli tveggja ára en ekki á lengra tímabili. Eydís segir marga fá vægar átraskanir og þeir sæki ekki þjónustu á geðsviði. "Fólk fær þá þjónustu á heilsugæslustöðvum, á stofnunum sálfræðinga og annarra fagmanna úti í bæ. Jafnvel skoða sumir lífsstíl sinn sjálfir og sækja enga þjónustu. Hjá þeim sem sækja þjónustu á geðsviði er sjúkdómurinn kominn á alvarlegra stig." Spurð hversu mörgum slíkum sjúklingum geðsviðið gæti tekið á móti á hverjum tíma segir Eydís að fjármagn vanti til þess að hægt sé að sinna þeim einstaklingum sem leita til geðsviðsins eins og þarf. "Við sinnum öllum bráðakomum. Það sem þarf er að það starfsfólk sem hefur þjálfað sig og sérmenntað sig til að sinna þessum sjúklingahóp fái að gera það nær eingöngu," segir Eydís en bætir við að ef slíkt yrði gert nú myndi önnur þjónusta á geðsviði líða fyrir það. Að undanförnu hefur verið unnið að því að koma upp göngudeildarþjónustu fyrir átröskunarsjúklinga á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Eydís sagði að það þyrfti 16 - 18 milljónir króna á ári til að koma upp viðunandi göngu - og dagdeildarþjónustu. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fleiri fréttir Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Sjá meira
Barna- og unglingageðdeild Landspítalans þurfti að fást við tvöfalt til þrefalt fleiri tilfelli átröskunar í fyrra en næstu ár á undan. Nýjar beiðnir vegna sjúkdómsins hafa verið tíu til fimmtán á ári að meðaltali þar til á síðasta ári þegar þær voru þrjátíu talsins. Meðferð vegna átröskunar tekur mörg ár og stundum reynist hún árangurslaus, þannig að sjúkdómurinn leiðir viðkomandi með einum eða öðrum hætti til bana. Fjöldinn hefur verið nokkuð svipaður undanfarin ár á fullorðinsgeðdeildinni segir Eydís Sveinbjarnardóttir, sviðsstjóri geðsviðs Landspítala - háskólasjúkrahúss. "Tölur á barna- og unglingageðdeild sýna einkum fjölgun milli 2003 og 2004," segir Eydís en bætir við. "Það ber að varast að oftúlka þær tölur þar sem þær sýna einungis breytingu milli tveggja ára en ekki á lengra tímabili. Eydís segir marga fá vægar átraskanir og þeir sæki ekki þjónustu á geðsviði. "Fólk fær þá þjónustu á heilsugæslustöðvum, á stofnunum sálfræðinga og annarra fagmanna úti í bæ. Jafnvel skoða sumir lífsstíl sinn sjálfir og sækja enga þjónustu. Hjá þeim sem sækja þjónustu á geðsviði er sjúkdómurinn kominn á alvarlegra stig." Spurð hversu mörgum slíkum sjúklingum geðsviðið gæti tekið á móti á hverjum tíma segir Eydís að fjármagn vanti til þess að hægt sé að sinna þeim einstaklingum sem leita til geðsviðsins eins og þarf. "Við sinnum öllum bráðakomum. Það sem þarf er að það starfsfólk sem hefur þjálfað sig og sérmenntað sig til að sinna þessum sjúklingahóp fái að gera það nær eingöngu," segir Eydís en bætir við að ef slíkt yrði gert nú myndi önnur þjónusta á geðsviði líða fyrir það. Að undanförnu hefur verið unnið að því að koma upp göngudeildarþjónustu fyrir átröskunarsjúklinga á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Eydís sagði að það þyrfti 16 - 18 milljónir króna á ári til að koma upp viðunandi göngu - og dagdeildarþjónustu.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fleiri fréttir Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Sjá meira