Ráðningin rædd í útvarpspredikun 13. mars 2005 00:01 Margir í þjóðfélaginu eru orðnir þreyttir á þessum yfirgangi, segir séra Örn Bárður Jónsson sem í morgun gerði ráðningu á nýjum fréttastjóra Útvarpsins að umræðuefni í predikun sinni. Hann vonast til að deilurnar verði leystar í sátt og samlyndi og aldrei að vita nema fyrsta skrefið í þá átt verði tekið þegar útvarpsstjóri ræðir loks málin við fréttamenn í fyrramálið. „Nú verða sagðar fréttir.“ Með þessum orðum hófst útvarpspredikunin í morgun . Séra Örn Bárður sagðist þar skilja vel ólguna í starfsmönnum Ríkisútvarpsins, þeim sé heitt í hamsi og það líklega með réttu. Um leið vildi þessi þjónn Guðs minna á í hve erfiðum sporum fréttamenn Útvarps væru þessa dagana - að fjalla um eigin hagsmuni í fréttum. „Fjölmiðlar eru aldrei hlutlausir. Það er enginn hlutlaus; ég er það ekki og get ekki verið það vegna þess að við höfum öll einhvern sjónarhól sem við horfum af,“ segir Örn. Spurður hvort hann sé að taka afstöðu í málinu segir Örn svo ekki vera, alla vega ekki beint, heldur sé hann að minna á að í þjóðfélaginu sé gengið fram með vissu offorsi. Og hann kveðst telja að margir séu orðnir þreyttir á þessum yfirgangi. Aðspurður hvort ráðning nýs útvarpsstjóra hafi átt erindi við kirkjugesti í morgun segist Örn hafa nefnt tengingu starfs síns við starf fréttamanna, sem sé að boða tiltekin gildi og vera frjáls og óháður. Hins vegar hafi hann talað um margt annað í predikuninni, t.a.m. fátækt í heiminum og mörg önnur vandamál, en oft sé það þannig með fréttamenn að þeir hafi áhuga á því sem varði þeirra áhugamál en ekki þau djúpu mál sem hann hafi talað um. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri hefur loks fundið tíma til að ræða við fréttamenn Ríkisútvarpsins um óánægju þeirra með þá ákvörðun hans að ráða í stöðu útvarpsstjóra, Auðun Georg Ólafsson. Þórdís Arnljótsdóttir, varaformaður Félags fréttamanna, segir að löngu boðaður félagsfundur verði annað kvöld þar sem greidd verði atkvæði um kjarasamning ríkisins og BHM og hún gerir ráð fyrir að þá verði ráðning Auðuns einnig rædd. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Margir í þjóðfélaginu eru orðnir þreyttir á þessum yfirgangi, segir séra Örn Bárður Jónsson sem í morgun gerði ráðningu á nýjum fréttastjóra Útvarpsins að umræðuefni í predikun sinni. Hann vonast til að deilurnar verði leystar í sátt og samlyndi og aldrei að vita nema fyrsta skrefið í þá átt verði tekið þegar útvarpsstjóri ræðir loks málin við fréttamenn í fyrramálið. „Nú verða sagðar fréttir.“ Með þessum orðum hófst útvarpspredikunin í morgun . Séra Örn Bárður sagðist þar skilja vel ólguna í starfsmönnum Ríkisútvarpsins, þeim sé heitt í hamsi og það líklega með réttu. Um leið vildi þessi þjónn Guðs minna á í hve erfiðum sporum fréttamenn Útvarps væru þessa dagana - að fjalla um eigin hagsmuni í fréttum. „Fjölmiðlar eru aldrei hlutlausir. Það er enginn hlutlaus; ég er það ekki og get ekki verið það vegna þess að við höfum öll einhvern sjónarhól sem við horfum af,“ segir Örn. Spurður hvort hann sé að taka afstöðu í málinu segir Örn svo ekki vera, alla vega ekki beint, heldur sé hann að minna á að í þjóðfélaginu sé gengið fram með vissu offorsi. Og hann kveðst telja að margir séu orðnir þreyttir á þessum yfirgangi. Aðspurður hvort ráðning nýs útvarpsstjóra hafi átt erindi við kirkjugesti í morgun segist Örn hafa nefnt tengingu starfs síns við starf fréttamanna, sem sé að boða tiltekin gildi og vera frjáls og óháður. Hins vegar hafi hann talað um margt annað í predikuninni, t.a.m. fátækt í heiminum og mörg önnur vandamál, en oft sé það þannig með fréttamenn að þeir hafi áhuga á því sem varði þeirra áhugamál en ekki þau djúpu mál sem hann hafi talað um. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri hefur loks fundið tíma til að ræða við fréttamenn Ríkisútvarpsins um óánægju þeirra með þá ákvörðun hans að ráða í stöðu útvarpsstjóra, Auðun Georg Ólafsson. Þórdís Arnljótsdóttir, varaformaður Félags fréttamanna, segir að löngu boðaður félagsfundur verði annað kvöld þar sem greidd verði atkvæði um kjarasamning ríkisins og BHM og hún gerir ráð fyrir að þá verði ráðning Auðuns einnig rædd.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira