Ráðningin rædd í útvarpspredikun 13. mars 2005 00:01 Margir í þjóðfélaginu eru orðnir þreyttir á þessum yfirgangi, segir séra Örn Bárður Jónsson sem í morgun gerði ráðningu á nýjum fréttastjóra Útvarpsins að umræðuefni í predikun sinni. Hann vonast til að deilurnar verði leystar í sátt og samlyndi og aldrei að vita nema fyrsta skrefið í þá átt verði tekið þegar útvarpsstjóri ræðir loks málin við fréttamenn í fyrramálið. „Nú verða sagðar fréttir.“ Með þessum orðum hófst útvarpspredikunin í morgun . Séra Örn Bárður sagðist þar skilja vel ólguna í starfsmönnum Ríkisútvarpsins, þeim sé heitt í hamsi og það líklega með réttu. Um leið vildi þessi þjónn Guðs minna á í hve erfiðum sporum fréttamenn Útvarps væru þessa dagana - að fjalla um eigin hagsmuni í fréttum. „Fjölmiðlar eru aldrei hlutlausir. Það er enginn hlutlaus; ég er það ekki og get ekki verið það vegna þess að við höfum öll einhvern sjónarhól sem við horfum af,“ segir Örn. Spurður hvort hann sé að taka afstöðu í málinu segir Örn svo ekki vera, alla vega ekki beint, heldur sé hann að minna á að í þjóðfélaginu sé gengið fram með vissu offorsi. Og hann kveðst telja að margir séu orðnir þreyttir á þessum yfirgangi. Aðspurður hvort ráðning nýs útvarpsstjóra hafi átt erindi við kirkjugesti í morgun segist Örn hafa nefnt tengingu starfs síns við starf fréttamanna, sem sé að boða tiltekin gildi og vera frjáls og óháður. Hins vegar hafi hann talað um margt annað í predikuninni, t.a.m. fátækt í heiminum og mörg önnur vandamál, en oft sé það þannig með fréttamenn að þeir hafi áhuga á því sem varði þeirra áhugamál en ekki þau djúpu mál sem hann hafi talað um. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri hefur loks fundið tíma til að ræða við fréttamenn Ríkisútvarpsins um óánægju þeirra með þá ákvörðun hans að ráða í stöðu útvarpsstjóra, Auðun Georg Ólafsson. Þórdís Arnljótsdóttir, varaformaður Félags fréttamanna, segir að löngu boðaður félagsfundur verði annað kvöld þar sem greidd verði atkvæði um kjarasamning ríkisins og BHM og hún gerir ráð fyrir að þá verði ráðning Auðuns einnig rædd. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira
Margir í þjóðfélaginu eru orðnir þreyttir á þessum yfirgangi, segir séra Örn Bárður Jónsson sem í morgun gerði ráðningu á nýjum fréttastjóra Útvarpsins að umræðuefni í predikun sinni. Hann vonast til að deilurnar verði leystar í sátt og samlyndi og aldrei að vita nema fyrsta skrefið í þá átt verði tekið þegar útvarpsstjóri ræðir loks málin við fréttamenn í fyrramálið. „Nú verða sagðar fréttir.“ Með þessum orðum hófst útvarpspredikunin í morgun . Séra Örn Bárður sagðist þar skilja vel ólguna í starfsmönnum Ríkisútvarpsins, þeim sé heitt í hamsi og það líklega með réttu. Um leið vildi þessi þjónn Guðs minna á í hve erfiðum sporum fréttamenn Útvarps væru þessa dagana - að fjalla um eigin hagsmuni í fréttum. „Fjölmiðlar eru aldrei hlutlausir. Það er enginn hlutlaus; ég er það ekki og get ekki verið það vegna þess að við höfum öll einhvern sjónarhól sem við horfum af,“ segir Örn. Spurður hvort hann sé að taka afstöðu í málinu segir Örn svo ekki vera, alla vega ekki beint, heldur sé hann að minna á að í þjóðfélaginu sé gengið fram með vissu offorsi. Og hann kveðst telja að margir séu orðnir þreyttir á þessum yfirgangi. Aðspurður hvort ráðning nýs útvarpsstjóra hafi átt erindi við kirkjugesti í morgun segist Örn hafa nefnt tengingu starfs síns við starf fréttamanna, sem sé að boða tiltekin gildi og vera frjáls og óháður. Hins vegar hafi hann talað um margt annað í predikuninni, t.a.m. fátækt í heiminum og mörg önnur vandamál, en oft sé það þannig með fréttamenn að þeir hafi áhuga á því sem varði þeirra áhugamál en ekki þau djúpu mál sem hann hafi talað um. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri hefur loks fundið tíma til að ræða við fréttamenn Ríkisútvarpsins um óánægju þeirra með þá ákvörðun hans að ráða í stöðu útvarpsstjóra, Auðun Georg Ólafsson. Þórdís Arnljótsdóttir, varaformaður Félags fréttamanna, segir að löngu boðaður félagsfundur verði annað kvöld þar sem greidd verði atkvæði um kjarasamning ríkisins og BHM og hún gerir ráð fyrir að þá verði ráðning Auðuns einnig rædd.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira