Glæislegur árangur 13. október 2005 18:54 Íslendingur er nú í fyrsta skiptið í hópi 500 ríkustu einstaklinga veraldar, en Björgólfur Thor Björgólfsson vermir sæti 488 á lista tímaritsins Forbes. Það er glæsilegur árangur. Auðæfi Björgólfs Thors hafa ekki orðið til á löngum tíma og eru afrakstur markvissrar vinnu og útsjónarsemi í viðskiptum. Auðæfi hans eru af tímaritinu metin á 1,4 milljarða Bandaríkjadala eða ríflega 80 milljarða króna. Ef eignir Björgólfs Thors eru settar í samhengi við íslenskt samfélag er auður hans tíu prósent af landsframleiðslu þjóðarinnar og um átta prósent af öllum eignum íslenskra lífeyrissjóða. Ef öllu afli þessara eigna væri beitt hér á landi væru áhrifin umtalsverð. Björgólfur Thor skilgreinir sig sem kaupsýslumann og alþjóðlegan fjárfesti sem leitast við að hámarka arðsemi fjárfestinga sinna. Hann hefur komið fram sem talsmaður þess að menn skilji á milli viðskipta annars vegar og pólitíkur hins vegar. Rökin eru einföld; pólitík er vondur bisness. Hann fer því fremstur í flokki nýrrar kynslóðar sem kaupir og selur eignir sínar, án þess að hugsa um stjórnmálaskoðanir viðskiptavinanna. Innkoma þessarar kynslóðar í íslenskt viðskiptalíf hefur haft góð áhrif á efnahagslíf þjóðarinnar. Hinu verður þó ekki neitað að þeir sem lesa í allar hræringar samfélagsins með gleraugum stjórnmálanna eiga erfitt með að meðtaka breyttan heim. Þannig reyna stjórnmálaflokkar enn að merkja sér menn í viðskiptalífinu og telja til tryggðarvina. Staðreyndin er hins vegar sú að þau ítök hafa verið á svo hröðu undanhaldi að ekkert er að verða eftir af þeim. Eftir sitja þeir ringlaðir sem lifa enn í heimi samofinna hagsmuna stjórnmála og viðskipta. Það er ekki bara rof milli stjórnmála og viðskipta sem einkennir breytta tíma. Íslenskir kaupsýslumenn líta heldur ekki til landamæra þegar þeir ákveða hvar þeir fjárfesta. Þeim ákvörðunum ráða þekking, sambönd og væntingar um arðsemi. Björgólfur Thor hefur sjálfur varað við orðinu útrás um alþjóðavæðingu viðskipta. Heimavöllur alþjóðlegra fjárfesta sé heimurinn, en ekki tiltekið land. Nú, þegar Forbes beinir sjónum sínum að Björgólfi Thor og auðlegð hans, þá er Íslenskt viðskiptalíf á fullri ferð í að leita tækifæra um allan heim. Björgólfur Thor hefur þegar náð glæsilegum árangri og fleiri munu feta í fótsporin. Ánægjulegt er einnig að fylgjast með því að ný kynslóð skilgreinir það sem hlutverk sitt að leggja samfélaginu lið. Þannig var afhending Björgólfs Thors á Háskólasjóði Eimskipafélagsins til Háskóla Íslands táknræn fyrir meðvitund um að menntun og menning þjóðarinnar skiptir máli fyrir lifandi samfélag og gróskumikla framtíð. Fleiri munu vonandi fylgja í kjölfarið og birtast á framtíðarlistum Forbes. Djarft hugarfar, dugnaður, útsjónarsemi og þekking eru lyklarnir að því að komast á slíkan lista. Að komast á listann er ekki markmið í sjálfu sér en birtingarmynd þess undraverða árangurs sem náðst hefur á skömmum tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Hafliði Helgason Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun
Íslendingur er nú í fyrsta skiptið í hópi 500 ríkustu einstaklinga veraldar, en Björgólfur Thor Björgólfsson vermir sæti 488 á lista tímaritsins Forbes. Það er glæsilegur árangur. Auðæfi Björgólfs Thors hafa ekki orðið til á löngum tíma og eru afrakstur markvissrar vinnu og útsjónarsemi í viðskiptum. Auðæfi hans eru af tímaritinu metin á 1,4 milljarða Bandaríkjadala eða ríflega 80 milljarða króna. Ef eignir Björgólfs Thors eru settar í samhengi við íslenskt samfélag er auður hans tíu prósent af landsframleiðslu þjóðarinnar og um átta prósent af öllum eignum íslenskra lífeyrissjóða. Ef öllu afli þessara eigna væri beitt hér á landi væru áhrifin umtalsverð. Björgólfur Thor skilgreinir sig sem kaupsýslumann og alþjóðlegan fjárfesti sem leitast við að hámarka arðsemi fjárfestinga sinna. Hann hefur komið fram sem talsmaður þess að menn skilji á milli viðskipta annars vegar og pólitíkur hins vegar. Rökin eru einföld; pólitík er vondur bisness. Hann fer því fremstur í flokki nýrrar kynslóðar sem kaupir og selur eignir sínar, án þess að hugsa um stjórnmálaskoðanir viðskiptavinanna. Innkoma þessarar kynslóðar í íslenskt viðskiptalíf hefur haft góð áhrif á efnahagslíf þjóðarinnar. Hinu verður þó ekki neitað að þeir sem lesa í allar hræringar samfélagsins með gleraugum stjórnmálanna eiga erfitt með að meðtaka breyttan heim. Þannig reyna stjórnmálaflokkar enn að merkja sér menn í viðskiptalífinu og telja til tryggðarvina. Staðreyndin er hins vegar sú að þau ítök hafa verið á svo hröðu undanhaldi að ekkert er að verða eftir af þeim. Eftir sitja þeir ringlaðir sem lifa enn í heimi samofinna hagsmuna stjórnmála og viðskipta. Það er ekki bara rof milli stjórnmála og viðskipta sem einkennir breytta tíma. Íslenskir kaupsýslumenn líta heldur ekki til landamæra þegar þeir ákveða hvar þeir fjárfesta. Þeim ákvörðunum ráða þekking, sambönd og væntingar um arðsemi. Björgólfur Thor hefur sjálfur varað við orðinu útrás um alþjóðavæðingu viðskipta. Heimavöllur alþjóðlegra fjárfesta sé heimurinn, en ekki tiltekið land. Nú, þegar Forbes beinir sjónum sínum að Björgólfi Thor og auðlegð hans, þá er Íslenskt viðskiptalíf á fullri ferð í að leita tækifæra um allan heim. Björgólfur Thor hefur þegar náð glæsilegum árangri og fleiri munu feta í fótsporin. Ánægjulegt er einnig að fylgjast með því að ný kynslóð skilgreinir það sem hlutverk sitt að leggja samfélaginu lið. Þannig var afhending Björgólfs Thors á Háskólasjóði Eimskipafélagsins til Háskóla Íslands táknræn fyrir meðvitund um að menntun og menning þjóðarinnar skiptir máli fyrir lifandi samfélag og gróskumikla framtíð. Fleiri munu vonandi fylgja í kjölfarið og birtast á framtíðarlistum Forbes. Djarft hugarfar, dugnaður, útsjónarsemi og þekking eru lyklarnir að því að komast á slíkan lista. Að komast á listann er ekki markmið í sjálfu sér en birtingarmynd þess undraverða árangurs sem náðst hefur á skömmum tíma.