Innlent

Hæstiréttur felldi niður refsingu

Hæstiréttur felldi niður refsingu gegn manni sem hafði, að mati héraðsdóms, gerst sekur um alvarlega líkamsárás. Með þessu snéri Hæstiréttur við dómi Héraðsdóms Reykjaness sem hafði dæmt manninn í 30 daga skilorðsbundið fangelsi. Maðurinn bar því við að sá sem hann handleggsbraut hefði gripið svo harkalega um hreðjar hans að hann brást við með því að snúa manninn niður til að fá hann til að sleppa takinu, en við hafi þeir báðir fallið í gólfið. Mennirnir voru einir til frásagnar og atvikið með þeim hætti að dómnum þótti rétt að fella refsinguna niður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×