Marimekko-föt loksins á Íslandi 3. mars 2005 00:01 Það var líf og fjör í verslunarhúsnæðinu Iðu laugardaginn 26. febrúar þegar Marimekko-verslun var opnuð þar í kjallaranum. Marimekko er finnsk hönnun og hefur verið seld að einhverju leyti í versluninni Epal hingað til og verður seld þar áfram. Verslunin í Iðu sérhæfir sig í Marimekko-fatnaði á meðan Epal er með töskur og ýmislegt til heimilisins frá merkinu. Marimekko var stofnað árið 1951 og hefur síðan þá verið í sífelldri sókn og er merkið þekkt um heim allan. Á laugardaginn var haldin Marimekko-tískusýning í tilefni opnunarinnar þar sem vor- og sumartískan var sýnd. Í versluninni eru eingöngu kvenföt, bæði á börn og fullorðna. Einnig er þar að finna efni, handklæði, töskur, buddur og sængurverasett svo eitthvað sé nefnt. Marimekko-fatahönnunin er afar glæsileg og einföld en munstrin eru eins mismunandi og þau eru mörg. Fötin frá Marimekko eru litrík og má segja að grænn sé tískulitur vorsins og sumarsins. Tískusýningin í Iðu vakti mikla lukku meðal viðstaddra og greinilegt að verslunin er kærkomin viðbót í tískuflóru miðbæjarins.Grænt er greinilega litur sumarsins.PjeturLitirnir eru allsráðandi. Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Það var líf og fjör í verslunarhúsnæðinu Iðu laugardaginn 26. febrúar þegar Marimekko-verslun var opnuð þar í kjallaranum. Marimekko er finnsk hönnun og hefur verið seld að einhverju leyti í versluninni Epal hingað til og verður seld þar áfram. Verslunin í Iðu sérhæfir sig í Marimekko-fatnaði á meðan Epal er með töskur og ýmislegt til heimilisins frá merkinu. Marimekko var stofnað árið 1951 og hefur síðan þá verið í sífelldri sókn og er merkið þekkt um heim allan. Á laugardaginn var haldin Marimekko-tískusýning í tilefni opnunarinnar þar sem vor- og sumartískan var sýnd. Í versluninni eru eingöngu kvenföt, bæði á börn og fullorðna. Einnig er þar að finna efni, handklæði, töskur, buddur og sængurverasett svo eitthvað sé nefnt. Marimekko-fatahönnunin er afar glæsileg og einföld en munstrin eru eins mismunandi og þau eru mörg. Fötin frá Marimekko eru litrík og má segja að grænn sé tískulitur vorsins og sumarsins. Tískusýningin í Iðu vakti mikla lukku meðal viðstaddra og greinilegt að verslunin er kærkomin viðbót í tískuflóru miðbæjarins.Grænt er greinilega litur sumarsins.PjeturLitirnir eru allsráðandi.
Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira