Cesar vill fara aftur til Íraks 2. mars 2005 00:01 Cesar Arnar Sanchez, íslenski hermaðurinn sem særðist í sprengingu í Írak fyrr á þessu ári, vill fara þangað aftur. Hann kom hingað til lands í dag að hvíla sig eftir læknisaðgerðir. Han stefnir á að vera hér í u.þ.b. mánuð. Um atburðinn örlagaríka segir Cesar að hann og nokkrir félaga hans hafi verið sendir til að leita að sprengjum á götum Bagdad einn eftirmiðdag. Hann var fremstur í flokki og þegar þeir hafi verið búnir að leita í um klukkustund hafi þeir fundið eina sprengju. Þeir vöktuðu hana í um fjórar klukkustundir eða þar til sprengjusveitin mætti svæðið til að gera hana óvirka. Á leiðinni til baka á herstöðina gengu þeir hins vegar fram á aðra sprengju og áttaði Cesar sig ekki á því fyrr en hann var nánast kominn alveg upp að sprengjunni. Hann kveðst líklega hafa rotast því hann muni ekki eftir því að hafa kastast upp í loftið eins og félagar hans segja að hann hafi gert. „Ég vaknaði á jörðinni og fann ekki mikið fyrir sársauka en vissi að ég var stórslasaður,“ segir Cesar og kveðst ekki hafa fundið fyrir öðrum fætinum strax í kjölfar sprengingarinnar. Hann gat heldur ekki opnað á sér vinstra augað og fann að það blæddi úr því. Það er sjálfsagt erfitt fyrir flesta Íslendinga að ímynda sér hvernig maður bregst við undir svona kringumstæðum. Cesar segist aðallega hafa fundið fyrir reiði yfir því að hafa særst. Hann hafi ekki verið búinn að vera nema tæpan mánuð í Írak. En enn erfiðara hafi verið að yfirgefa félaga sína sem hann hafi verið í þjálfun með í tvö ár. „Gleðin yfir að vera lifandi kom yfir mig eftir sprenginguna. Ég fann fyrir sársauka og sársauki segir að maður sé lifandi. Það hjálpar mjög mikið,“ segir Cesar. Cesar slapp ótrúlega vel miðað við aðstæður. Líkami hans er alsettur litlum götum eftir sprengjubrot og á höfuðkúpunni er langur skurður. Óvíst er hvort hann fær sjón á vinstra auganu. Aðspurður um framhaldið segir Cesar það allt velta á honum. Hann verður á herstöð í Bandaríkjunum þangað til hann fær bót meina sinna sem verður að líkindum eftir 5-8 mánuði að hans sögn. En helst segist hann vilja fara aftur til Íraks, enda séu vinir hans úr herdeildinni þar enn. Cesar verður í Íslandi í dag annað kvöld. Fréttir Innlent Írak Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fleiri fréttir Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjá meira
Cesar Arnar Sanchez, íslenski hermaðurinn sem særðist í sprengingu í Írak fyrr á þessu ári, vill fara þangað aftur. Hann kom hingað til lands í dag að hvíla sig eftir læknisaðgerðir. Han stefnir á að vera hér í u.þ.b. mánuð. Um atburðinn örlagaríka segir Cesar að hann og nokkrir félaga hans hafi verið sendir til að leita að sprengjum á götum Bagdad einn eftirmiðdag. Hann var fremstur í flokki og þegar þeir hafi verið búnir að leita í um klukkustund hafi þeir fundið eina sprengju. Þeir vöktuðu hana í um fjórar klukkustundir eða þar til sprengjusveitin mætti svæðið til að gera hana óvirka. Á leiðinni til baka á herstöðina gengu þeir hins vegar fram á aðra sprengju og áttaði Cesar sig ekki á því fyrr en hann var nánast kominn alveg upp að sprengjunni. Hann kveðst líklega hafa rotast því hann muni ekki eftir því að hafa kastast upp í loftið eins og félagar hans segja að hann hafi gert. „Ég vaknaði á jörðinni og fann ekki mikið fyrir sársauka en vissi að ég var stórslasaður,“ segir Cesar og kveðst ekki hafa fundið fyrir öðrum fætinum strax í kjölfar sprengingarinnar. Hann gat heldur ekki opnað á sér vinstra augað og fann að það blæddi úr því. Það er sjálfsagt erfitt fyrir flesta Íslendinga að ímynda sér hvernig maður bregst við undir svona kringumstæðum. Cesar segist aðallega hafa fundið fyrir reiði yfir því að hafa særst. Hann hafi ekki verið búinn að vera nema tæpan mánuð í Írak. En enn erfiðara hafi verið að yfirgefa félaga sína sem hann hafi verið í þjálfun með í tvö ár. „Gleðin yfir að vera lifandi kom yfir mig eftir sprenginguna. Ég fann fyrir sársauka og sársauki segir að maður sé lifandi. Það hjálpar mjög mikið,“ segir Cesar. Cesar slapp ótrúlega vel miðað við aðstæður. Líkami hans er alsettur litlum götum eftir sprengjubrot og á höfuðkúpunni er langur skurður. Óvíst er hvort hann fær sjón á vinstra auganu. Aðspurður um framhaldið segir Cesar það allt velta á honum. Hann verður á herstöð í Bandaríkjunum þangað til hann fær bót meina sinna sem verður að líkindum eftir 5-8 mánuði að hans sögn. En helst segist hann vilja fara aftur til Íraks, enda séu vinir hans úr herdeildinni þar enn. Cesar verður í Íslandi í dag annað kvöld.
Fréttir Innlent Írak Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fleiri fréttir Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjá meira