Mörg fórnarlömb netsvika á Íslandi 27. febrúar 2005 00:01 Vonin um skjótfenginn gróða verður til þess að fjölmargir láta gabba sig á Netinu. Íslensk fórnarlömb netsvindls af ýmsu tagi skipta tugum á hverju ári. Fjöldi fólks hefur haft samband við fréttastofuna í kjölfar fréttar af netsvindli og það er greinilegt að fjölmargir hafa orðið glæpamönnum að bráð sem stunda iðju sína á Netinu. Dæmi eru um fólk sem hefur tapað hundruðum þúsunda og lent í vandræðum eftir að hafa gefið upplýsingar um kortanúmer, leyniorð og fleira. Með sívaxandi netnotkun fjölgar glæpum af þessu tagi. Hjá greiðslukortafyrirtækjunum þekkja menn vinsælustu svindlleiðirnar. Bergþóra Ketilsdóttir, forstöðumaður upplýsingatækni hjá Kreditkortum, segir það gjarnan þannig að fólk fái tilkynningu í tölvupósti um að það hafi dottið í lukkupottinn. Það þurfi hins vegar að gefa upp kortanúmer og gildistíma og þurfi kannski að inna litla greiðslu af hendi til að geta veitt hinum „háu verðlaunum“ viðtöku. Reyndin er aftur á móti sú að það er einhver annar að detta í „lukkupottinn“ ef korthafi veitir þessar upplýsingar. Til að komast hjá því að lenda í vandræðum af þessu tagi má hafa nokkur einföld ráð í huga:: - að huga vel að því hvaðan tölvupósturinn kemur, - að gefa aldrei upplýsingar um aðgangsorð, leyninúmer eða aðrar sambærilegar upplýsingar í tölvupósti eða öðrum álíka hætti, - að kanna vel öryggisyfirlýsingar og tryggingar þeirra fyrirtækja á Netinu sem skipt er við, og varast ýmiss konar gylliboð. Einn viðmælandi fréttastofunnar orðaði það sem svo að hljómaði eitthvert tilboð of gott til að vera satt, væru mestar líkur á að það væri heldur ekki satt. Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Vonin um skjótfenginn gróða verður til þess að fjölmargir láta gabba sig á Netinu. Íslensk fórnarlömb netsvindls af ýmsu tagi skipta tugum á hverju ári. Fjöldi fólks hefur haft samband við fréttastofuna í kjölfar fréttar af netsvindli og það er greinilegt að fjölmargir hafa orðið glæpamönnum að bráð sem stunda iðju sína á Netinu. Dæmi eru um fólk sem hefur tapað hundruðum þúsunda og lent í vandræðum eftir að hafa gefið upplýsingar um kortanúmer, leyniorð og fleira. Með sívaxandi netnotkun fjölgar glæpum af þessu tagi. Hjá greiðslukortafyrirtækjunum þekkja menn vinsælustu svindlleiðirnar. Bergþóra Ketilsdóttir, forstöðumaður upplýsingatækni hjá Kreditkortum, segir það gjarnan þannig að fólk fái tilkynningu í tölvupósti um að það hafi dottið í lukkupottinn. Það þurfi hins vegar að gefa upp kortanúmer og gildistíma og þurfi kannski að inna litla greiðslu af hendi til að geta veitt hinum „háu verðlaunum“ viðtöku. Reyndin er aftur á móti sú að það er einhver annar að detta í „lukkupottinn“ ef korthafi veitir þessar upplýsingar. Til að komast hjá því að lenda í vandræðum af þessu tagi má hafa nokkur einföld ráð í huga:: - að huga vel að því hvaðan tölvupósturinn kemur, - að gefa aldrei upplýsingar um aðgangsorð, leyninúmer eða aðrar sambærilegar upplýsingar í tölvupósti eða öðrum álíka hætti, - að kanna vel öryggisyfirlýsingar og tryggingar þeirra fyrirtækja á Netinu sem skipt er við, og varast ýmiss konar gylliboð. Einn viðmælandi fréttastofunnar orðaði það sem svo að hljómaði eitthvert tilboð of gott til að vera satt, væru mestar líkur á að það væri heldur ekki satt.
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira