Vafasamar yfirlýsingar 22. febrúar 2005 00:01 Forystumenn Framsóknarflokksins hafa að undanförnu farið mikinn í umræðum um þróun efnahagsmála. Við lestur á sumu sem þar hefur komið fram er ekki hægt að verjast þeirri hugsun að þingmenn flokksins sæki þekkingu sína í skóla fyrrverandi formanns síns, sem hagfræðiprófessor sagði frægan víða um lönd fyrir yfirgripsmikla vanþekkingu sína á efnahagsmálum. Þannig skrifar þingflokksformaður Framsóknarflokksins, Hjálmar Árnason, grein á heimasíðu sinni þar sem hann dustar rykið af gömlum marxisma og skýrir hækkun húsnæðisverðs út frá þeim kenningum. Síðast þegar fréttist njóta þær kenningar engrar viðurkenningar meðal helstu fræðimanna á sviði hagfræði, nema ef vera skyldi í Norður-Kóreu og á Kúbu. Lækkun langtímavaxta hefur að óbreyttum öðrum þáttum þau áhrif að húsnæðisverð hækkar. Lækkun fjármagnskostnaðar fer því að hluta til í hækkun húsnæðisverðs. Þegar aðrir þættir eru óhagstæðir, svo sem að framboð er takmarkað, getur húsnæðisverð hækkað meira en hagsaukinn af lækkandi vöxtum. Þannig virkar markaður og lögmál hans gilda í samfélagi okkar hvort sem okkur líkar betur eða verr. Hjálmar Árnason er miðað við greinina á heimasíðunni sannfærður um að hagkerfinu sé meira og minna handstýrt. Formaður flokksins og forsætisráðherra hefur bent á að lækkandi húsnæðisvextir hafi ýmis jákvæð áhrif, þótt ljóst sé að þeir hafi kynt undir þenslu. Þá megi ekki gleyma að þeir sem þegar eiga njóti hækkandi eignaverðs. Árni Magnússon félagsmálaráðherra hefur eins og Halldór tekið hófstilltari og skynsamlegri afstöðu til hækkana á húsnæðismarkaði en formaður þingflokksins. Sjálfsagt er að skoða afleiðingar húsnæðishækkana og mikilvægt að huga að þeim hópi í samfélaginu sem lokast úti vegna þeirra. Eitt af því sem þar þarf að ræða er breytt hlutverk Íbúðalánasjóðs. Þar geta stjórnmálamenn beitt sér til að tryggja aðgengi þeirra sem minnst hafa milli handanna að öruggu húsnæði. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hættir sér þó út á hálli ís í öðrum yfirlýsingum. Yfirlýsing hans um að frekari stýrivaxtahækkanir Seðlabankans en þegar eru ákveðnar ættu ekki að vera nauðsynlegar, var ekki snjöll. Hagfræðingar eru almennt þeirrar skoðunar að stýrivextir muni hækka í nokkrum áföngum á þessu ári. Skoðun forsætisráðherra er því á skjön við væntingar helstu sérfræðinga í efnhagsmálum. Í annan stað er gagnrýnivert að forsætisráðherra láti frá sér afgerandi skoðun á framtíðarvaxtaákvörðunum Seðlabankans. Bankinn er sjálfstæð stofnun sem hefur skilgreint hlutverk. Ekki verður séð að forsætisráðherra hafi forsendur til að vita betur en sérfræðingar bankans. Ólíklegt verður að telja að kollegar Halldórs í löndum sem við viljum bera okkur saman við myndu gefa slíkar yfirlýsingar. Sjálfstæði ákvarðana Seðlabankans í vaxtamálum og trúverðugleiki hans eiga að vera hafin yfir allan vafa. Yfirlýsing Halldórs er fremur til þess fallin að Seðlabankinn hækki vexti fyrr og hraðar en ella til þess að taka af öll tvímæli um hvar forræðið í stjórn peningamála liggi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Hafliði Helgason Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun
Forystumenn Framsóknarflokksins hafa að undanförnu farið mikinn í umræðum um þróun efnahagsmála. Við lestur á sumu sem þar hefur komið fram er ekki hægt að verjast þeirri hugsun að þingmenn flokksins sæki þekkingu sína í skóla fyrrverandi formanns síns, sem hagfræðiprófessor sagði frægan víða um lönd fyrir yfirgripsmikla vanþekkingu sína á efnahagsmálum. Þannig skrifar þingflokksformaður Framsóknarflokksins, Hjálmar Árnason, grein á heimasíðu sinni þar sem hann dustar rykið af gömlum marxisma og skýrir hækkun húsnæðisverðs út frá þeim kenningum. Síðast þegar fréttist njóta þær kenningar engrar viðurkenningar meðal helstu fræðimanna á sviði hagfræði, nema ef vera skyldi í Norður-Kóreu og á Kúbu. Lækkun langtímavaxta hefur að óbreyttum öðrum þáttum þau áhrif að húsnæðisverð hækkar. Lækkun fjármagnskostnaðar fer því að hluta til í hækkun húsnæðisverðs. Þegar aðrir þættir eru óhagstæðir, svo sem að framboð er takmarkað, getur húsnæðisverð hækkað meira en hagsaukinn af lækkandi vöxtum. Þannig virkar markaður og lögmál hans gilda í samfélagi okkar hvort sem okkur líkar betur eða verr. Hjálmar Árnason er miðað við greinina á heimasíðunni sannfærður um að hagkerfinu sé meira og minna handstýrt. Formaður flokksins og forsætisráðherra hefur bent á að lækkandi húsnæðisvextir hafi ýmis jákvæð áhrif, þótt ljóst sé að þeir hafi kynt undir þenslu. Þá megi ekki gleyma að þeir sem þegar eiga njóti hækkandi eignaverðs. Árni Magnússon félagsmálaráðherra hefur eins og Halldór tekið hófstilltari og skynsamlegri afstöðu til hækkana á húsnæðismarkaði en formaður þingflokksins. Sjálfsagt er að skoða afleiðingar húsnæðishækkana og mikilvægt að huga að þeim hópi í samfélaginu sem lokast úti vegna þeirra. Eitt af því sem þar þarf að ræða er breytt hlutverk Íbúðalánasjóðs. Þar geta stjórnmálamenn beitt sér til að tryggja aðgengi þeirra sem minnst hafa milli handanna að öruggu húsnæði. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hættir sér þó út á hálli ís í öðrum yfirlýsingum. Yfirlýsing hans um að frekari stýrivaxtahækkanir Seðlabankans en þegar eru ákveðnar ættu ekki að vera nauðsynlegar, var ekki snjöll. Hagfræðingar eru almennt þeirrar skoðunar að stýrivextir muni hækka í nokkrum áföngum á þessu ári. Skoðun forsætisráðherra er því á skjön við væntingar helstu sérfræðinga í efnhagsmálum. Í annan stað er gagnrýnivert að forsætisráðherra láti frá sér afgerandi skoðun á framtíðarvaxtaákvörðunum Seðlabankans. Bankinn er sjálfstæð stofnun sem hefur skilgreint hlutverk. Ekki verður séð að forsætisráðherra hafi forsendur til að vita betur en sérfræðingar bankans. Ólíklegt verður að telja að kollegar Halldórs í löndum sem við viljum bera okkur saman við myndu gefa slíkar yfirlýsingar. Sjálfstæði ákvarðana Seðlabankans í vaxtamálum og trúverðugleiki hans eiga að vera hafin yfir allan vafa. Yfirlýsing Halldórs er fremur til þess fallin að Seðlabankinn hækki vexti fyrr og hraðar en ella til þess að taka af öll tvímæli um hvar forræðið í stjórn peningamála liggi.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun