Fyrsta húsið var fyrir mömmu 21. febrúar 2005 00:01 Arkitektinn Shigaru Ban er algjört fyrirbæri í hönnunarheiminum. Hann er mjög þekktur og virtur í starfsstétt sinni fyrir hugmyndaflug sitt en hann byggir hús og húsgögn eingöngu úr pappír. Shigaru er einfari. Hann eltist ekki við að innrétta hús fræga fólksins, hann er ekki með umboðsmann og örugglega ekki einu sinni vefsíðu. Hann stundar sín viðskipti í gegnum faxtækið og veitir fá viðtöl. Shigaru fæddist árið 1957 í Tókýó og flutti stuttlega til að læra arkitektúr í Kaliforníu og New York og opnaði sína eigin skrifstofu árið 1985 í Tókýó. Það fyrsta sem hann teiknaði var hús handa mömmu sinni. Eitt af fyrstu verkum Shigaru var bókasafn fyrir japanskt ljóðskáld árið 1991 en þar gerði hann tilraunir með pappa, ekki bara sem skreytingu heldur líka burðarefni í húsinu. "Fólk heldur að pappír sé veikt efni en pappír er iðnaðarefni. Við getum gert hann vatnsheldan og við getum líka gert hann sterkan sem við," var eitt sinn haft eftir Shigaru í blaðaviðtali. Eftir Kobe-jarðskálftann árið 1995 byggði Shigaru nokkur falleg og nútímaleg hús fyrir fólkið sem missti heimili sín auk þess sem hann byggði kirkju og félagsmiðstöð. Grunnur húsanna var úr tómum bjórdósum sem fullar voru af sandi en veggirnir allir úr pappa. Byggingarefnið var auðvitað mjög ódýrt og tók aðeins sex tíma að byggja hvert hús. Þó að Shigaru líti ekki á sig sem "grænan" arkitekt endurnýtir hann oftar en ekki efni við byggingu húsa. Síðustu ár hefur Shigaru framleitt fjölmörg einkahíbýli með mjög opnum rýmum. Frægast af þessum byggingum er Curtain Wall House í Tókýó en veggirnir í byggingunni eru úr risastórum hvítum gluggatjöldum sem bærast í vindinum. Í leyni eru glerhurðir sem hægt er að draga fram þegar vont er veður. "Ég held að ég sé enginn frumkvöðull í arkitektúr. Ég nota bara nútímatækni og efni á öðruvísi hátt en aðrir," segir Shigaru. Curtain Wall House í Tókýó þar sem veggirnir eru gluggatjöld. Smart og frumlegt en myndi kannski ekki henta við íslenskar aðstæður. FleiriPappírshús við Yamanaka-vatn í Japan sem Shigaru byggði árið 1995. Hús og heimili Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Arkitektinn Shigaru Ban er algjört fyrirbæri í hönnunarheiminum. Hann er mjög þekktur og virtur í starfsstétt sinni fyrir hugmyndaflug sitt en hann byggir hús og húsgögn eingöngu úr pappír. Shigaru er einfari. Hann eltist ekki við að innrétta hús fræga fólksins, hann er ekki með umboðsmann og örugglega ekki einu sinni vefsíðu. Hann stundar sín viðskipti í gegnum faxtækið og veitir fá viðtöl. Shigaru fæddist árið 1957 í Tókýó og flutti stuttlega til að læra arkitektúr í Kaliforníu og New York og opnaði sína eigin skrifstofu árið 1985 í Tókýó. Það fyrsta sem hann teiknaði var hús handa mömmu sinni. Eitt af fyrstu verkum Shigaru var bókasafn fyrir japanskt ljóðskáld árið 1991 en þar gerði hann tilraunir með pappa, ekki bara sem skreytingu heldur líka burðarefni í húsinu. "Fólk heldur að pappír sé veikt efni en pappír er iðnaðarefni. Við getum gert hann vatnsheldan og við getum líka gert hann sterkan sem við," var eitt sinn haft eftir Shigaru í blaðaviðtali. Eftir Kobe-jarðskálftann árið 1995 byggði Shigaru nokkur falleg og nútímaleg hús fyrir fólkið sem missti heimili sín auk þess sem hann byggði kirkju og félagsmiðstöð. Grunnur húsanna var úr tómum bjórdósum sem fullar voru af sandi en veggirnir allir úr pappa. Byggingarefnið var auðvitað mjög ódýrt og tók aðeins sex tíma að byggja hvert hús. Þó að Shigaru líti ekki á sig sem "grænan" arkitekt endurnýtir hann oftar en ekki efni við byggingu húsa. Síðustu ár hefur Shigaru framleitt fjölmörg einkahíbýli með mjög opnum rýmum. Frægast af þessum byggingum er Curtain Wall House í Tókýó en veggirnir í byggingunni eru úr risastórum hvítum gluggatjöldum sem bærast í vindinum. Í leyni eru glerhurðir sem hægt er að draga fram þegar vont er veður. "Ég held að ég sé enginn frumkvöðull í arkitektúr. Ég nota bara nútímatækni og efni á öðruvísi hátt en aðrir," segir Shigaru. Curtain Wall House í Tókýó þar sem veggirnir eru gluggatjöld. Smart og frumlegt en myndi kannski ekki henta við íslenskar aðstæður. FleiriPappírshús við Yamanaka-vatn í Japan sem Shigaru byggði árið 1995.
Hús og heimili Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning