Fyrsta húsið var fyrir mömmu 21. febrúar 2005 00:01 Arkitektinn Shigaru Ban er algjört fyrirbæri í hönnunarheiminum. Hann er mjög þekktur og virtur í starfsstétt sinni fyrir hugmyndaflug sitt en hann byggir hús og húsgögn eingöngu úr pappír. Shigaru er einfari. Hann eltist ekki við að innrétta hús fræga fólksins, hann er ekki með umboðsmann og örugglega ekki einu sinni vefsíðu. Hann stundar sín viðskipti í gegnum faxtækið og veitir fá viðtöl. Shigaru fæddist árið 1957 í Tókýó og flutti stuttlega til að læra arkitektúr í Kaliforníu og New York og opnaði sína eigin skrifstofu árið 1985 í Tókýó. Það fyrsta sem hann teiknaði var hús handa mömmu sinni. Eitt af fyrstu verkum Shigaru var bókasafn fyrir japanskt ljóðskáld árið 1991 en þar gerði hann tilraunir með pappa, ekki bara sem skreytingu heldur líka burðarefni í húsinu. "Fólk heldur að pappír sé veikt efni en pappír er iðnaðarefni. Við getum gert hann vatnsheldan og við getum líka gert hann sterkan sem við," var eitt sinn haft eftir Shigaru í blaðaviðtali. Eftir Kobe-jarðskálftann árið 1995 byggði Shigaru nokkur falleg og nútímaleg hús fyrir fólkið sem missti heimili sín auk þess sem hann byggði kirkju og félagsmiðstöð. Grunnur húsanna var úr tómum bjórdósum sem fullar voru af sandi en veggirnir allir úr pappa. Byggingarefnið var auðvitað mjög ódýrt og tók aðeins sex tíma að byggja hvert hús. Þó að Shigaru líti ekki á sig sem "grænan" arkitekt endurnýtir hann oftar en ekki efni við byggingu húsa. Síðustu ár hefur Shigaru framleitt fjölmörg einkahíbýli með mjög opnum rýmum. Frægast af þessum byggingum er Curtain Wall House í Tókýó en veggirnir í byggingunni eru úr risastórum hvítum gluggatjöldum sem bærast í vindinum. Í leyni eru glerhurðir sem hægt er að draga fram þegar vont er veður. "Ég held að ég sé enginn frumkvöðull í arkitektúr. Ég nota bara nútímatækni og efni á öðruvísi hátt en aðrir," segir Shigaru. Curtain Wall House í Tókýó þar sem veggirnir eru gluggatjöld. Smart og frumlegt en myndi kannski ekki henta við íslenskar aðstæður. FleiriPappírshús við Yamanaka-vatn í Japan sem Shigaru byggði árið 1995. Hús og heimili Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Sjá meira
Arkitektinn Shigaru Ban er algjört fyrirbæri í hönnunarheiminum. Hann er mjög þekktur og virtur í starfsstétt sinni fyrir hugmyndaflug sitt en hann byggir hús og húsgögn eingöngu úr pappír. Shigaru er einfari. Hann eltist ekki við að innrétta hús fræga fólksins, hann er ekki með umboðsmann og örugglega ekki einu sinni vefsíðu. Hann stundar sín viðskipti í gegnum faxtækið og veitir fá viðtöl. Shigaru fæddist árið 1957 í Tókýó og flutti stuttlega til að læra arkitektúr í Kaliforníu og New York og opnaði sína eigin skrifstofu árið 1985 í Tókýó. Það fyrsta sem hann teiknaði var hús handa mömmu sinni. Eitt af fyrstu verkum Shigaru var bókasafn fyrir japanskt ljóðskáld árið 1991 en þar gerði hann tilraunir með pappa, ekki bara sem skreytingu heldur líka burðarefni í húsinu. "Fólk heldur að pappír sé veikt efni en pappír er iðnaðarefni. Við getum gert hann vatnsheldan og við getum líka gert hann sterkan sem við," var eitt sinn haft eftir Shigaru í blaðaviðtali. Eftir Kobe-jarðskálftann árið 1995 byggði Shigaru nokkur falleg og nútímaleg hús fyrir fólkið sem missti heimili sín auk þess sem hann byggði kirkju og félagsmiðstöð. Grunnur húsanna var úr tómum bjórdósum sem fullar voru af sandi en veggirnir allir úr pappa. Byggingarefnið var auðvitað mjög ódýrt og tók aðeins sex tíma að byggja hvert hús. Þó að Shigaru líti ekki á sig sem "grænan" arkitekt endurnýtir hann oftar en ekki efni við byggingu húsa. Síðustu ár hefur Shigaru framleitt fjölmörg einkahíbýli með mjög opnum rýmum. Frægast af þessum byggingum er Curtain Wall House í Tókýó en veggirnir í byggingunni eru úr risastórum hvítum gluggatjöldum sem bærast í vindinum. Í leyni eru glerhurðir sem hægt er að draga fram þegar vont er veður. "Ég held að ég sé enginn frumkvöðull í arkitektúr. Ég nota bara nútímatækni og efni á öðruvísi hátt en aðrir," segir Shigaru. Curtain Wall House í Tókýó þar sem veggirnir eru gluggatjöld. Smart og frumlegt en myndi kannski ekki henta við íslenskar aðstæður. FleiriPappírshús við Yamanaka-vatn í Japan sem Shigaru byggði árið 1995.
Hús og heimili Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Sjá meira