Sport

Woodgate ekki meira með

Ólíklegt er að varnarmaðurinn enski, Jonathan Woodgate, sem Real Madrid keypti á stórfé í sumar, geti leikið með liðinu á þessu tímabili. Woodgate hefur átt við þrálát meiðsli í vinstra læri að stríða og nýleg skoðun leiddi í ljós að nánast útilokað er að hann klæðist treyju Madríd á þessu tímabili. Þessar fregnir eru gríðarleg vonbrigði fyrir Madrídinga sem bundu miklar vonir við Woodgate er hann var keyptur frá Newcastle á 14 milljónir punda í sumar, eða rúman 1,6 milljarð íslenskra króna. Var Woodgate ætlað að þétta vörn Madrid, sem hefur verið æði götótt á undanförnum árum. Woodgate undirgekkst ítarlega þriggja klukkustunda læknisskoðun áður en hann skrifaði undir þar sem læknar Real gátu ekki fundið neitt að og spurning núna hvort þessir sömu læknar séu enn í röðum Real Madrid.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×