Ólögmæt handtaka á mótmælanda 17. febrúar 2005 00:01 Íslenska lögreglan var í dag fundin sek um að hafa handtekið karlmann með ólögmætum hætti sumarið 2002 og skert tjáningarfrelsi hans. Ríkinu var gert að greiða manninum bætur. Lögmaður hans telur líklegt að þrír menn sem lögreglan handtók við sama tækifæri fái einnig bætur frá ríkinu. Þann 15. júní árið 2002 var Einar Örn Eiðsson handtekinn við Geysi í Haukadal ásamt þremur félögum sínum. Þeir höfðu unnið sér það til saka að taka þátt í mótmælum vegna komu Kínaforseta til landsins. Mótmælin voru vegna meintra mannréttindabrota kínverskra stjórnvalda gegn meðlimum Falun Gong. Mennirnir voru handteknir laust fyrir klukkan þrjú síðdegis, þeir settir inn í lögreglubíl og ekið á brott frá Geysi. Þeim var sleppt fimm stundarfjórðungum síðar. Í dóminum segir að mennirnir hafi verið á þeim stað sem mótmælendum var ætlað þegar handtakan fór fram, þeir hafi ekki brotið fyrirmæli lögreglunnar, enda engin fengið, og var handtakan gerð umsvifalaust og án nokkurs fyrirvara. Dómurinn segir að handtaka og frelsissvipting sé alvarleg aðgerð gegn persónu manna og að hana beri að forðast í lengstu lög. Meðalhófs hafi ekki verið gætt og því hafi lögreglan með handtökunni brotið gegn lögum. Einar Örn fékk símtal og þrjú ógnandi sms-skilaboð úr síma lögreglumanns nokkrum dögum eftir handtökuna. Sá lögreglumaður þrætti fyrir það fyrir dómi að standa á bak við sendingarnar. Dóminum þótti skilaboðin þó þess efnis að þau hljóti að hafa verið send af lögreglumanni, hver svo sem hann hefur verið, eins og segir í dómi Héraðsdóms. Einar Örn segist telja að dómurinn komi til með að hafa fordæmisgildi um vinnubrögð lögreglunnar í framtíðinni.- Einari voru dæmdar 90 þúsund krónur í skaðabætur og segist hann ætla að láta það fé renna til einhvers góðs málefnis. Þrír félagar Einars sem handteknir voru við sama tækifæri höfðuðu einnig mál vegna ólögmætrar handtöku og frelsissviptingar og segir lögmaður þeirra, Sigríður Rut Júlíusdóttir, allar líkur að þeir fái einnig bætur frá ríkinu því niðurstöður í einu máli gefi forsendur fyrir því að samkomulag á svipuðum nótum náist í hinum málunum. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Íslenska lögreglan var í dag fundin sek um að hafa handtekið karlmann með ólögmætum hætti sumarið 2002 og skert tjáningarfrelsi hans. Ríkinu var gert að greiða manninum bætur. Lögmaður hans telur líklegt að þrír menn sem lögreglan handtók við sama tækifæri fái einnig bætur frá ríkinu. Þann 15. júní árið 2002 var Einar Örn Eiðsson handtekinn við Geysi í Haukadal ásamt þremur félögum sínum. Þeir höfðu unnið sér það til saka að taka þátt í mótmælum vegna komu Kínaforseta til landsins. Mótmælin voru vegna meintra mannréttindabrota kínverskra stjórnvalda gegn meðlimum Falun Gong. Mennirnir voru handteknir laust fyrir klukkan þrjú síðdegis, þeir settir inn í lögreglubíl og ekið á brott frá Geysi. Þeim var sleppt fimm stundarfjórðungum síðar. Í dóminum segir að mennirnir hafi verið á þeim stað sem mótmælendum var ætlað þegar handtakan fór fram, þeir hafi ekki brotið fyrirmæli lögreglunnar, enda engin fengið, og var handtakan gerð umsvifalaust og án nokkurs fyrirvara. Dómurinn segir að handtaka og frelsissvipting sé alvarleg aðgerð gegn persónu manna og að hana beri að forðast í lengstu lög. Meðalhófs hafi ekki verið gætt og því hafi lögreglan með handtökunni brotið gegn lögum. Einar Örn fékk símtal og þrjú ógnandi sms-skilaboð úr síma lögreglumanns nokkrum dögum eftir handtökuna. Sá lögreglumaður þrætti fyrir það fyrir dómi að standa á bak við sendingarnar. Dóminum þótti skilaboðin þó þess efnis að þau hljóti að hafa verið send af lögreglumanni, hver svo sem hann hefur verið, eins og segir í dómi Héraðsdóms. Einar Örn segist telja að dómurinn komi til með að hafa fordæmisgildi um vinnubrögð lögreglunnar í framtíðinni.- Einari voru dæmdar 90 þúsund krónur í skaðabætur og segist hann ætla að láta það fé renna til einhvers góðs málefnis. Þrír félagar Einars sem handteknir voru við sama tækifæri höfðuðu einnig mál vegna ólögmætrar handtöku og frelsissviptingar og segir lögmaður þeirra, Sigríður Rut Júlíusdóttir, allar líkur að þeir fái einnig bætur frá ríkinu því niðurstöður í einu máli gefi forsendur fyrir því að samkomulag á svipuðum nótum náist í hinum málunum.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels