Ólögmæt handtaka á mótmælanda 17. febrúar 2005 00:01 Íslenska lögreglan var í dag fundin sek um að hafa handtekið karlmann með ólögmætum hætti sumarið 2002 og skert tjáningarfrelsi hans. Ríkinu var gert að greiða manninum bætur. Lögmaður hans telur líklegt að þrír menn sem lögreglan handtók við sama tækifæri fái einnig bætur frá ríkinu. Þann 15. júní árið 2002 var Einar Örn Eiðsson handtekinn við Geysi í Haukadal ásamt þremur félögum sínum. Þeir höfðu unnið sér það til saka að taka þátt í mótmælum vegna komu Kínaforseta til landsins. Mótmælin voru vegna meintra mannréttindabrota kínverskra stjórnvalda gegn meðlimum Falun Gong. Mennirnir voru handteknir laust fyrir klukkan þrjú síðdegis, þeir settir inn í lögreglubíl og ekið á brott frá Geysi. Þeim var sleppt fimm stundarfjórðungum síðar. Í dóminum segir að mennirnir hafi verið á þeim stað sem mótmælendum var ætlað þegar handtakan fór fram, þeir hafi ekki brotið fyrirmæli lögreglunnar, enda engin fengið, og var handtakan gerð umsvifalaust og án nokkurs fyrirvara. Dómurinn segir að handtaka og frelsissvipting sé alvarleg aðgerð gegn persónu manna og að hana beri að forðast í lengstu lög. Meðalhófs hafi ekki verið gætt og því hafi lögreglan með handtökunni brotið gegn lögum. Einar Örn fékk símtal og þrjú ógnandi sms-skilaboð úr síma lögreglumanns nokkrum dögum eftir handtökuna. Sá lögreglumaður þrætti fyrir það fyrir dómi að standa á bak við sendingarnar. Dóminum þótti skilaboðin þó þess efnis að þau hljóti að hafa verið send af lögreglumanni, hver svo sem hann hefur verið, eins og segir í dómi Héraðsdóms. Einar Örn segist telja að dómurinn komi til með að hafa fordæmisgildi um vinnubrögð lögreglunnar í framtíðinni.- Einari voru dæmdar 90 þúsund krónur í skaðabætur og segist hann ætla að láta það fé renna til einhvers góðs málefnis. Þrír félagar Einars sem handteknir voru við sama tækifæri höfðuðu einnig mál vegna ólögmætrar handtöku og frelsissviptingar og segir lögmaður þeirra, Sigríður Rut Júlíusdóttir, allar líkur að þeir fái einnig bætur frá ríkinu því niðurstöður í einu máli gefi forsendur fyrir því að samkomulag á svipuðum nótum náist í hinum málunum. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Íslenska lögreglan var í dag fundin sek um að hafa handtekið karlmann með ólögmætum hætti sumarið 2002 og skert tjáningarfrelsi hans. Ríkinu var gert að greiða manninum bætur. Lögmaður hans telur líklegt að þrír menn sem lögreglan handtók við sama tækifæri fái einnig bætur frá ríkinu. Þann 15. júní árið 2002 var Einar Örn Eiðsson handtekinn við Geysi í Haukadal ásamt þremur félögum sínum. Þeir höfðu unnið sér það til saka að taka þátt í mótmælum vegna komu Kínaforseta til landsins. Mótmælin voru vegna meintra mannréttindabrota kínverskra stjórnvalda gegn meðlimum Falun Gong. Mennirnir voru handteknir laust fyrir klukkan þrjú síðdegis, þeir settir inn í lögreglubíl og ekið á brott frá Geysi. Þeim var sleppt fimm stundarfjórðungum síðar. Í dóminum segir að mennirnir hafi verið á þeim stað sem mótmælendum var ætlað þegar handtakan fór fram, þeir hafi ekki brotið fyrirmæli lögreglunnar, enda engin fengið, og var handtakan gerð umsvifalaust og án nokkurs fyrirvara. Dómurinn segir að handtaka og frelsissvipting sé alvarleg aðgerð gegn persónu manna og að hana beri að forðast í lengstu lög. Meðalhófs hafi ekki verið gætt og því hafi lögreglan með handtökunni brotið gegn lögum. Einar Örn fékk símtal og þrjú ógnandi sms-skilaboð úr síma lögreglumanns nokkrum dögum eftir handtökuna. Sá lögreglumaður þrætti fyrir það fyrir dómi að standa á bak við sendingarnar. Dóminum þótti skilaboðin þó þess efnis að þau hljóti að hafa verið send af lögreglumanni, hver svo sem hann hefur verið, eins og segir í dómi Héraðsdóms. Einar Örn segist telja að dómurinn komi til með að hafa fordæmisgildi um vinnubrögð lögreglunnar í framtíðinni.- Einari voru dæmdar 90 þúsund krónur í skaðabætur og segist hann ætla að láta það fé renna til einhvers góðs málefnis. Þrír félagar Einars sem handteknir voru við sama tækifæri höfðuðu einnig mál vegna ólögmætrar handtöku og frelsissviptingar og segir lögmaður þeirra, Sigríður Rut Júlíusdóttir, allar líkur að þeir fái einnig bætur frá ríkinu því niðurstöður í einu máli gefi forsendur fyrir því að samkomulag á svipuðum nótum náist í hinum málunum.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira