Fischer: Skelfileg vonbrigði 17. febrúar 2005 00:01 Allsherjarnefnd Alþingis leggur ekki til að Bobby Fischer fái íslenskan ríkisborgararétt að svo stöddu. Guðmundur G. Þórarinsson, sem er í stuðningshópi Fischers, segir að þetta séu skelfileg vonbrigði. Á fundi sínum í morgun ræddi allsherjarnefnd meðal annars mál Bobby Fischers og var það niðurstaðan að ekki yrði lagt til við Alþingi að Bobby Fischer fengi ríkisborgararétt á Íslandi. Bjarni Benediktsson, formaður nefndarinnar, sagði í samtali við fréttastofuna að umsókn Fischers byggðist á því að með íslenskum ríkisborgararétti styrkti það stöðu hans gagnvart stjórnvöldum í Japan. Það séu deilur sem hann sé ekki viss um að Íslendingar vilji blanda sér í. Guðmundur G. Þórarinsson segir að stuðningsmenn Fischers hafi bundið miklar vonir við það í þessu mikla mannúðarmáli að Íslendingar myndu treysta sér að stíga þetta skref. Það hefði vakið alheimsathygli og mælst vel fyrir. „Mér finnst margt stangast á í ákvörðunum okkar Íslendinga ef menn treysta sér ekki til þess að blanda sér í deilu um vegabréf í Japan, en treysta sér til að taka ákvarðanir um að ráðast á Írak með Bandaríkjamönnum án mikils umhugsunarfrests,“ segir Guðmundur. Guðmundur veltir því fyrir sér hvort allsherjarnefnd hefði misskilið þróun málsins. Samkvæmt japönskum lögum eigi að senda fólk með ógild vegabréf til þess lands sem þeir ættu ríkisfang í. Fischer hefði sjálfur höfðað mál til þess að forða því eða fresta að vera sendur til Bandaríkjanna. Ef hann fengi íslenskt ríkisfang væri hægt að senda hann hingað og það fæli ekki í sér neina deilu við japönsk stjórnvöld. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Sjá meira
Allsherjarnefnd Alþingis leggur ekki til að Bobby Fischer fái íslenskan ríkisborgararétt að svo stöddu. Guðmundur G. Þórarinsson, sem er í stuðningshópi Fischers, segir að þetta séu skelfileg vonbrigði. Á fundi sínum í morgun ræddi allsherjarnefnd meðal annars mál Bobby Fischers og var það niðurstaðan að ekki yrði lagt til við Alþingi að Bobby Fischer fengi ríkisborgararétt á Íslandi. Bjarni Benediktsson, formaður nefndarinnar, sagði í samtali við fréttastofuna að umsókn Fischers byggðist á því að með íslenskum ríkisborgararétti styrkti það stöðu hans gagnvart stjórnvöldum í Japan. Það séu deilur sem hann sé ekki viss um að Íslendingar vilji blanda sér í. Guðmundur G. Þórarinsson segir að stuðningsmenn Fischers hafi bundið miklar vonir við það í þessu mikla mannúðarmáli að Íslendingar myndu treysta sér að stíga þetta skref. Það hefði vakið alheimsathygli og mælst vel fyrir. „Mér finnst margt stangast á í ákvörðunum okkar Íslendinga ef menn treysta sér ekki til þess að blanda sér í deilu um vegabréf í Japan, en treysta sér til að taka ákvarðanir um að ráðast á Írak með Bandaríkjamönnum án mikils umhugsunarfrests,“ segir Guðmundur. Guðmundur veltir því fyrir sér hvort allsherjarnefnd hefði misskilið þróun málsins. Samkvæmt japönskum lögum eigi að senda fólk með ógild vegabréf til þess lands sem þeir ættu ríkisfang í. Fischer hefði sjálfur höfðað mál til þess að forða því eða fresta að vera sendur til Bandaríkjanna. Ef hann fengi íslenskt ríkisfang væri hægt að senda hann hingað og það fæli ekki í sér neina deilu við japönsk stjórnvöld.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Sjá meira