Jakkaföt full af minningum 17. febrúar 2005 00:01 Sölvi Tryggvason, fréttamaður á Stöð 2 og nemi í fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands, er ekki í vafa um hvað er ómissandi í fataskápnum. "Það er eitt sem poppar strax upp í hugann og það eru jakkaföt nokkur. Þetta eru grá teinótt og útvíð jakkaföt sem ég keypti í París fyrir um sex árum síðan. Ég nota þau enn og það má segja að þau séu það langlífasta í fataskápnum mínum," segir Sölvi og ekki spillti fyrir að jakkafötin voru hræódýr. "Ég borgaði bara um 250 franka fyrir." "Þessi jakkaföt eru mér efst í huga þegar ég hugsa um uppáhaldsflíkina mína enda hef ég átt margar góðar stundir í þessum jakkafötum og þau geyma margar góðar minningar. Það er líka ágætt efni í þeim þannig að þau hafa staðist tímans tönn þó að ég noti þau ekkert mjög mikið og aðallega á djamminu," segir Sölvi og rifjar upp eina góða minningu í jakkafötunum góðu. "Það er eitt atvik mér sérstaklega minnisstætt þegar ég mætti í jakkafötunum í Viðeyjarferð með sálfræðinemum í Háskólanum. Þar voru allir í lopapeysum og það var vægast sagt horft skringilega á mig," segir Sölvi og hlær. "Mér leið illa fyrst en seinna um kvöldið var kominn diskófílíngur í mannskapinn og þá sá ég aldeilis ekki eftir að hafa mætt í jakkafötunum." Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Fleiri fréttir Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira
Sölvi Tryggvason, fréttamaður á Stöð 2 og nemi í fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands, er ekki í vafa um hvað er ómissandi í fataskápnum. "Það er eitt sem poppar strax upp í hugann og það eru jakkaföt nokkur. Þetta eru grá teinótt og útvíð jakkaföt sem ég keypti í París fyrir um sex árum síðan. Ég nota þau enn og það má segja að þau séu það langlífasta í fataskápnum mínum," segir Sölvi og ekki spillti fyrir að jakkafötin voru hræódýr. "Ég borgaði bara um 250 franka fyrir." "Þessi jakkaföt eru mér efst í huga þegar ég hugsa um uppáhaldsflíkina mína enda hef ég átt margar góðar stundir í þessum jakkafötum og þau geyma margar góðar minningar. Það er líka ágætt efni í þeim þannig að þau hafa staðist tímans tönn þó að ég noti þau ekkert mjög mikið og aðallega á djamminu," segir Sölvi og rifjar upp eina góða minningu í jakkafötunum góðu. "Það er eitt atvik mér sérstaklega minnisstætt þegar ég mætti í jakkafötunum í Viðeyjarferð með sálfræðinemum í Háskólanum. Þar voru allir í lopapeysum og það var vægast sagt horft skringilega á mig," segir Sölvi og hlær. "Mér leið illa fyrst en seinna um kvöldið var kominn diskófílíngur í mannskapinn og þá sá ég aldeilis ekki eftir að hafa mætt í jakkafötunum."
Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Fleiri fréttir Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira