Bæta öryggi barna á Netinu 8. febrúar 2005 00:01 Ísland er í hópi þrjátíu landa sem ætla að gera átak til að bæta öryggi barna á Netinu. Alþjóðlegi netöryggisdagurinn er í dag. Vitundarvakning er lykilorð evrópska verkefnisins SAFT sem stefnir að því að virkja foreldra, kennara og Netþjónustufyrirtæki til að auka öryggi barna á Netinu. Hluti verkefnisins er gerð kennsluefnis sem menntamálaráðherra var afhent í dag en sú kennsla felur einnig í sér þátttöku foreldra. Kannanir sýna að öll íslensk börn á aldrinum níu til sextán ára hafa notað Netið og sú notkun fer að langmestu leyti fram á heimilnu. Meðal annars á að koma þeim heilræðum til foreldra að setja reglur um Netnotkun, útskýra af hverju nauðsynlegt er að vera gætinn þegar veittar eru persónulegar upplýsingar og þá hættu sem fylgir því að hitta einhvern sem maður kynnist á Netinu. Það að skoða efni á Netinu með gagnrýnum hætti þykir einnig mikilvægt. Sem dæmi má nefna að meðal fyrstu niðurstaðna sem Google-leitarvefurin gefur þegar slegið er upp leitarorðinu „Martin Luther King“ er síða sem Ku Kux Klan heldur úti, gegnsýrð af kynþáttahatri og áróðri. Henni er sérstaklega beint að börnum og unglingum. Þá þykir einnig mikilvægt að bæta merkingar á tölvuleikjum. Þótt talað sé um leiki er svo sannarlega ekki um að ræða leiki fyrir börn í öllum tilfellum. Heimili og skóli, sem er aðili Íslands að evrópuverkefninu, segir það þó ekki miða að því að draga úr notkun Netsins. Anna Margrét Sigurðardóttir, verkefnastjóri SAFT-verkefnisins, segir Netið frábært fyrirbæri en í öllu umhverfi, þ.m.t. netheimum, leyist alltaf hættur. Eins og í umferðinni þurfi maður að kunna reglurnar og maður keyrir ekki um með bundið fyrir augun. Skilaboðin eru því: „Það þarf að vera vakandi á Netinu.“ Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Sjá meira
Ísland er í hópi þrjátíu landa sem ætla að gera átak til að bæta öryggi barna á Netinu. Alþjóðlegi netöryggisdagurinn er í dag. Vitundarvakning er lykilorð evrópska verkefnisins SAFT sem stefnir að því að virkja foreldra, kennara og Netþjónustufyrirtæki til að auka öryggi barna á Netinu. Hluti verkefnisins er gerð kennsluefnis sem menntamálaráðherra var afhent í dag en sú kennsla felur einnig í sér þátttöku foreldra. Kannanir sýna að öll íslensk börn á aldrinum níu til sextán ára hafa notað Netið og sú notkun fer að langmestu leyti fram á heimilnu. Meðal annars á að koma þeim heilræðum til foreldra að setja reglur um Netnotkun, útskýra af hverju nauðsynlegt er að vera gætinn þegar veittar eru persónulegar upplýsingar og þá hættu sem fylgir því að hitta einhvern sem maður kynnist á Netinu. Það að skoða efni á Netinu með gagnrýnum hætti þykir einnig mikilvægt. Sem dæmi má nefna að meðal fyrstu niðurstaðna sem Google-leitarvefurin gefur þegar slegið er upp leitarorðinu „Martin Luther King“ er síða sem Ku Kux Klan heldur úti, gegnsýrð af kynþáttahatri og áróðri. Henni er sérstaklega beint að börnum og unglingum. Þá þykir einnig mikilvægt að bæta merkingar á tölvuleikjum. Þótt talað sé um leiki er svo sannarlega ekki um að ræða leiki fyrir börn í öllum tilfellum. Heimili og skóli, sem er aðili Íslands að evrópuverkefninu, segir það þó ekki miða að því að draga úr notkun Netsins. Anna Margrét Sigurðardóttir, verkefnastjóri SAFT-verkefnisins, segir Netið frábært fyrirbæri en í öllu umhverfi, þ.m.t. netheimum, leyist alltaf hættur. Eins og í umferðinni þurfi maður að kunna reglurnar og maður keyrir ekki um með bundið fyrir augun. Skilaboðin eru því: „Það þarf að vera vakandi á Netinu.“
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Sjá meira