Bæta öryggi barna á Netinu 8. febrúar 2005 00:01 Ísland er í hópi þrjátíu landa sem ætla að gera átak til að bæta öryggi barna á Netinu. Alþjóðlegi netöryggisdagurinn er í dag. Vitundarvakning er lykilorð evrópska verkefnisins SAFT sem stefnir að því að virkja foreldra, kennara og Netþjónustufyrirtæki til að auka öryggi barna á Netinu. Hluti verkefnisins er gerð kennsluefnis sem menntamálaráðherra var afhent í dag en sú kennsla felur einnig í sér þátttöku foreldra. Kannanir sýna að öll íslensk börn á aldrinum níu til sextán ára hafa notað Netið og sú notkun fer að langmestu leyti fram á heimilnu. Meðal annars á að koma þeim heilræðum til foreldra að setja reglur um Netnotkun, útskýra af hverju nauðsynlegt er að vera gætinn þegar veittar eru persónulegar upplýsingar og þá hættu sem fylgir því að hitta einhvern sem maður kynnist á Netinu. Það að skoða efni á Netinu með gagnrýnum hætti þykir einnig mikilvægt. Sem dæmi má nefna að meðal fyrstu niðurstaðna sem Google-leitarvefurin gefur þegar slegið er upp leitarorðinu „Martin Luther King“ er síða sem Ku Kux Klan heldur úti, gegnsýrð af kynþáttahatri og áróðri. Henni er sérstaklega beint að börnum og unglingum. Þá þykir einnig mikilvægt að bæta merkingar á tölvuleikjum. Þótt talað sé um leiki er svo sannarlega ekki um að ræða leiki fyrir börn í öllum tilfellum. Heimili og skóli, sem er aðili Íslands að evrópuverkefninu, segir það þó ekki miða að því að draga úr notkun Netsins. Anna Margrét Sigurðardóttir, verkefnastjóri SAFT-verkefnisins, segir Netið frábært fyrirbæri en í öllu umhverfi, þ.m.t. netheimum, leyist alltaf hættur. Eins og í umferðinni þurfi maður að kunna reglurnar og maður keyrir ekki um með bundið fyrir augun. Skilaboðin eru því: „Það þarf að vera vakandi á Netinu.“ Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Sjá meira
Ísland er í hópi þrjátíu landa sem ætla að gera átak til að bæta öryggi barna á Netinu. Alþjóðlegi netöryggisdagurinn er í dag. Vitundarvakning er lykilorð evrópska verkefnisins SAFT sem stefnir að því að virkja foreldra, kennara og Netþjónustufyrirtæki til að auka öryggi barna á Netinu. Hluti verkefnisins er gerð kennsluefnis sem menntamálaráðherra var afhent í dag en sú kennsla felur einnig í sér þátttöku foreldra. Kannanir sýna að öll íslensk börn á aldrinum níu til sextán ára hafa notað Netið og sú notkun fer að langmestu leyti fram á heimilnu. Meðal annars á að koma þeim heilræðum til foreldra að setja reglur um Netnotkun, útskýra af hverju nauðsynlegt er að vera gætinn þegar veittar eru persónulegar upplýsingar og þá hættu sem fylgir því að hitta einhvern sem maður kynnist á Netinu. Það að skoða efni á Netinu með gagnrýnum hætti þykir einnig mikilvægt. Sem dæmi má nefna að meðal fyrstu niðurstaðna sem Google-leitarvefurin gefur þegar slegið er upp leitarorðinu „Martin Luther King“ er síða sem Ku Kux Klan heldur úti, gegnsýrð af kynþáttahatri og áróðri. Henni er sérstaklega beint að börnum og unglingum. Þá þykir einnig mikilvægt að bæta merkingar á tölvuleikjum. Þótt talað sé um leiki er svo sannarlega ekki um að ræða leiki fyrir börn í öllum tilfellum. Heimili og skóli, sem er aðili Íslands að evrópuverkefninu, segir það þó ekki miða að því að draga úr notkun Netsins. Anna Margrét Sigurðardóttir, verkefnastjóri SAFT-verkefnisins, segir Netið frábært fyrirbæri en í öllu umhverfi, þ.m.t. netheimum, leyist alltaf hættur. Eins og í umferðinni þurfi maður að kunna reglurnar og maður keyrir ekki um með bundið fyrir augun. Skilaboðin eru því: „Það þarf að vera vakandi á Netinu.“
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Sjá meira