Sport

Hneyksli skekur þýska knattspyrnu

Þýski knattspyrnudómarinn Robert Hoyzer gerði tilraun til þess að hafa áhrif á úrslit að minnsta kosti sex leikja sem hann dæmdi, segir fulltrúi þýska knattspyrnusambandsins en dómaramútuhneyksli skekur nú þýska knattspyrnu. Í skýrslu sem birt var um málið kemur fram að Robert Hoyzer dómara hefði tekist að hafa bein áhrif á úrslit fjögurra leikja, í tvígang hefði honum mistekist ætlunarverk sitt og einu sinni virtist það ekki vera ásetningur hans að breyta úrslitum. Þrír aðrir knattspyrnudómarar eru einnig til rannsóknar vegna þessa máls, þar af einn sem dæmir í þýsku úrvalsdeildinni. Alls eru 25 manns, þar á meðal tveir Króatar sem tengjast mafíustarfsemi, grunaðir um aðild að málinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×