Fegurðardrottning í forstjórastól 1. febrúar 2005 00:01 Í dag tekur formlega gildi skipun Hildar Dungal sem forstjóri Útlendingastofnunar. "Ég er auðvitað mjög glöð að fá þetta tækifæri og gaman að fá að takast á við þennan stóra málaflokk," segir hún og bætir við að hún komi nú ekki alveg ókunnug að hnútunum því hún hafi starfað í tæp tvö ár hjá Útlendingastofnun. "Þess vegna þekkir maður ágætlega innviði stofnunarinnar, málaflokkinn og hefur átt nokkurn þátt í að móta hann að einhverju leyti." Hildur hóf störf hjá stofnuninni í apríl árið 2003 sem almennur lögfræðingur, en tók við stjórn stjórnsýslusviðs í ársbyrjun í fyrra. Hún var svo gerð að staðgengli forstjóra síðasta haust og settur forstjóri fyrir mánuði síðan þegar Georg Lárusson tók við starfi forstjóra Landhelgisgæslunnar. Hildur segir ekki stórfelldra breytinga að vænta vegna þessa hjá stofnuninni, enda sé henni sniðið bæði hlutverk og stefna í lögum og áherslum stjórnvalda hverju sinni. "En auðvitað er maður kannski með einhverjar hugmyndir um hvernig koma á fram við viðskiptavini og hvernig efla má umræðuna um útlendingamál þannig að okkar sjónarmið fái betri kynningu og þær reglur sem við miðum við og höfum að leiðarljósi í okkar ákvörðunum," segir hún og telur að þannig megi auka skilning almennings á eðli Útlendingastofnunar. "Þetta er nú kannski það sem maður sér fyrir sér að leggja áherslu á, svona til að byrja með." Hildur bendir á að stofnunin geti lítið tjáð sig um mál sem þar eru til umfjöllunar vegna þess að þau snerti persónuleg mál fólks. "En við gætum hins vegar reynt að efla umræðuna almennt þannig að fólk skilji betur á hvaða forsendum við tökum okkar ákvarðanir. Svo liggja auðvitað fyrir verkefni, eins og eitt það stærsta sem við eigum eftir að takast á við á þessu ári, sem er breytingin á vegabréfunum með lífkennum." Áður en Hildur hóf störf hjá Útlendingastofnun starfaði hún sem deildarstjóri á innheimtu- og lögfræðideild á tollheimtusviði Tollstjórans í Reykjavík. "Segja má að málin þar hafi ekki verið ósvipuð og hér, því ég vann við lögfræðileg málefni og svo upplýsingagjöf um tollamál, bæði til almennings, sýslumanna og annað." Þá hefur Hildur víðtæka reynslu af öðrum störfum, en hún hefur meðal annars starfað bæði sem fyrirsæta og flugfreyja. Þá tók hún fyrir tvítugt þátt í fegurðarsamkeppnum, varð árið 1989 í öðru sæti í Fegurðarsamkeppni Íslands og keppti árið eftir fyrir hönd landsins í keppninni um Ungfrú alheim. "Ég veit nú samt ekki hverju sú reynsla skilaði," segir hún og hlær. "Auðvitað nýtist öll svona lífsreynsla á einhvern hátt, en ég var náttúrlega bara 17 ára. Maður hins vegar lærir að koma fram og þannig eykur þetta bæði sjálfstraust og sjálfstæði." Hildur segir hins vegar flugfreyjustörfin hafa nýst vel, en þau vann hún með skóla á sumrin. "Það var rosalega góð reynsla í mannlegum samskiptum. Ef upp koma vandamál þá verður bara að leysa úr þeim því ekki verður þeim vísað annað í lokuðu rými í háloftunum." Innlent Lífið Lög og regla Menning Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Í dag tekur formlega gildi skipun Hildar Dungal sem forstjóri Útlendingastofnunar. "Ég er auðvitað mjög glöð að fá þetta tækifæri og gaman að fá að takast á við þennan stóra málaflokk," segir hún og bætir við að hún komi nú ekki alveg ókunnug að hnútunum því hún hafi starfað í tæp tvö ár hjá Útlendingastofnun. "Þess vegna þekkir maður ágætlega innviði stofnunarinnar, málaflokkinn og hefur átt nokkurn þátt í að móta hann að einhverju leyti." Hildur hóf störf hjá stofnuninni í apríl árið 2003 sem almennur lögfræðingur, en tók við stjórn stjórnsýslusviðs í ársbyrjun í fyrra. Hún var svo gerð að staðgengli forstjóra síðasta haust og settur forstjóri fyrir mánuði síðan þegar Georg Lárusson tók við starfi forstjóra Landhelgisgæslunnar. Hildur segir ekki stórfelldra breytinga að vænta vegna þessa hjá stofnuninni, enda sé henni sniðið bæði hlutverk og stefna í lögum og áherslum stjórnvalda hverju sinni. "En auðvitað er maður kannski með einhverjar hugmyndir um hvernig koma á fram við viðskiptavini og hvernig efla má umræðuna um útlendingamál þannig að okkar sjónarmið fái betri kynningu og þær reglur sem við miðum við og höfum að leiðarljósi í okkar ákvörðunum," segir hún og telur að þannig megi auka skilning almennings á eðli Útlendingastofnunar. "Þetta er nú kannski það sem maður sér fyrir sér að leggja áherslu á, svona til að byrja með." Hildur bendir á að stofnunin geti lítið tjáð sig um mál sem þar eru til umfjöllunar vegna þess að þau snerti persónuleg mál fólks. "En við gætum hins vegar reynt að efla umræðuna almennt þannig að fólk skilji betur á hvaða forsendum við tökum okkar ákvarðanir. Svo liggja auðvitað fyrir verkefni, eins og eitt það stærsta sem við eigum eftir að takast á við á þessu ári, sem er breytingin á vegabréfunum með lífkennum." Áður en Hildur hóf störf hjá Útlendingastofnun starfaði hún sem deildarstjóri á innheimtu- og lögfræðideild á tollheimtusviði Tollstjórans í Reykjavík. "Segja má að málin þar hafi ekki verið ósvipuð og hér, því ég vann við lögfræðileg málefni og svo upplýsingagjöf um tollamál, bæði til almennings, sýslumanna og annað." Þá hefur Hildur víðtæka reynslu af öðrum störfum, en hún hefur meðal annars starfað bæði sem fyrirsæta og flugfreyja. Þá tók hún fyrir tvítugt þátt í fegurðarsamkeppnum, varð árið 1989 í öðru sæti í Fegurðarsamkeppni Íslands og keppti árið eftir fyrir hönd landsins í keppninni um Ungfrú alheim. "Ég veit nú samt ekki hverju sú reynsla skilaði," segir hún og hlær. "Auðvitað nýtist öll svona lífsreynsla á einhvern hátt, en ég var náttúrlega bara 17 ára. Maður hins vegar lærir að koma fram og þannig eykur þetta bæði sjálfstraust og sjálfstæði." Hildur segir hins vegar flugfreyjustörfin hafa nýst vel, en þau vann hún með skóla á sumrin. "Það var rosalega góð reynsla í mannlegum samskiptum. Ef upp koma vandamál þá verður bara að leysa úr þeim því ekki verður þeim vísað annað í lokuðu rými í háloftunum."
Innlent Lífið Lög og regla Menning Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira