Ákvörðun Sýslumanns felld úr gildi 28. janúar 2005 00:01 Hæstiréttur felldi í gær úr gildi ákvörðun Sýslumannsins á Seyðisfirði um að Síldarvinnslunni í Neskaupstað bæri að greiða stimpilgjald vegna samruna Síldarvinnslunnar og SR-mjöls. Þetta kemur fram á vef Síldarvinnslunnar. Í kjölfar samruna fyrirtækjanna, sem tók gildi 1. janúar 2003, ákvað Sýslumaðurinn á Seyðisfirði að innheimta stimpilgjald af gögnum þegar gerð var nafnabreyting á eignum sem áður tilheyrðu SR-mjöli og þær færðar yfir á nafn Síldarvinnslunnar. Túlkun Sýslumanns var á þá leið að nafnabreytingin jafngilti því að um væri að ræða framsal á fasteignum SR-mjöls yfir til Síldarvinnslunnar og því bæri að innheimta stimpilgjald sem næmi eignarhlut Síldarvinnslunnar í hinu sameinaða félagi. Þessu mótmæltu forsvarsmenn Síldarvinnslunnar og kærðu ákvörðun sýslumannsins á Seyðisfirði til fjármálaráðuneytisins á þeim forsendum að ekki væri um að ræða framsal á fasteignum, heldur hefði þarna átt sér stað samruni fyrirtækjanna. Hluthafar SR-mjöls hafi ekki afsalað eignum félagsins til Síldarvinnslunnar og því hafi verið um að ræða samruna, ekki sölu, enda hafi hluthafar SR-mjöls ekki fengið peninga fyrir hlutabréf sín heldur eignast hlutabréf í hinu sameinaða félagi. SR-mjöl hafi runnið inn í Síldarvinnsluna og sé því enn eigandi fasteignanna ásamt öðru. Við samruna félaganna hafi engin skattskyld eða stimpilskyld viðskipti átt sér stað og engin yfirfærsla eignarréttinda, heldur í raun breyting á nafni eiganda. Úrskurður fjármálaráðuneytisins var á þá leið að ákvörðun sýslumannsins á Seyðisfirði um greiðslu stimpilgjalds skyldi standa. Þá var málinu vísað til Héraðsdóms sem dæmdi á þá leið að úrskurður fjármálaráðuneytisins skyldi felldur úr gildi. Þessu undi ríkislögmaður ekki og áfrýjaði málinu til Hæstaréttar sem, eins og fyrr segir, dæmdi Síldarvinnslunni í vil. Jónas A. Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður, sem sótti málið fyrir hönd Síldarvinnslunnar, segir að hér sé um ákaflega merkilegan dóm að ræða. Dómurinn segi að skattlagning stimpilgjalds, á samruna á þennan hátt, eigi ekki rétt á sér samkvæmt stimpillögum. Dómurinn sé fordæmisgefandi fyrir allan samruna og brjóti í raun blað hvað þetta verðar. „Ég lýsi ánægju minni með þessa niðurstöðu Hæstaréttar,“ segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Síldarvinnslunnar, „og tel að niðurstaðan geti skipt miklu máli fyrir atvinnulífið í landinu.“ Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Sjá meira
Hæstiréttur felldi í gær úr gildi ákvörðun Sýslumannsins á Seyðisfirði um að Síldarvinnslunni í Neskaupstað bæri að greiða stimpilgjald vegna samruna Síldarvinnslunnar og SR-mjöls. Þetta kemur fram á vef Síldarvinnslunnar. Í kjölfar samruna fyrirtækjanna, sem tók gildi 1. janúar 2003, ákvað Sýslumaðurinn á Seyðisfirði að innheimta stimpilgjald af gögnum þegar gerð var nafnabreyting á eignum sem áður tilheyrðu SR-mjöli og þær færðar yfir á nafn Síldarvinnslunnar. Túlkun Sýslumanns var á þá leið að nafnabreytingin jafngilti því að um væri að ræða framsal á fasteignum SR-mjöls yfir til Síldarvinnslunnar og því bæri að innheimta stimpilgjald sem næmi eignarhlut Síldarvinnslunnar í hinu sameinaða félagi. Þessu mótmæltu forsvarsmenn Síldarvinnslunnar og kærðu ákvörðun sýslumannsins á Seyðisfirði til fjármálaráðuneytisins á þeim forsendum að ekki væri um að ræða framsal á fasteignum, heldur hefði þarna átt sér stað samruni fyrirtækjanna. Hluthafar SR-mjöls hafi ekki afsalað eignum félagsins til Síldarvinnslunnar og því hafi verið um að ræða samruna, ekki sölu, enda hafi hluthafar SR-mjöls ekki fengið peninga fyrir hlutabréf sín heldur eignast hlutabréf í hinu sameinaða félagi. SR-mjöl hafi runnið inn í Síldarvinnsluna og sé því enn eigandi fasteignanna ásamt öðru. Við samruna félaganna hafi engin skattskyld eða stimpilskyld viðskipti átt sér stað og engin yfirfærsla eignarréttinda, heldur í raun breyting á nafni eiganda. Úrskurður fjármálaráðuneytisins var á þá leið að ákvörðun sýslumannsins á Seyðisfirði um greiðslu stimpilgjalds skyldi standa. Þá var málinu vísað til Héraðsdóms sem dæmdi á þá leið að úrskurður fjármálaráðuneytisins skyldi felldur úr gildi. Þessu undi ríkislögmaður ekki og áfrýjaði málinu til Hæstaréttar sem, eins og fyrr segir, dæmdi Síldarvinnslunni í vil. Jónas A. Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður, sem sótti málið fyrir hönd Síldarvinnslunnar, segir að hér sé um ákaflega merkilegan dóm að ræða. Dómurinn segi að skattlagning stimpilgjalds, á samruna á þennan hátt, eigi ekki rétt á sér samkvæmt stimpillögum. Dómurinn sé fordæmisgefandi fyrir allan samruna og brjóti í raun blað hvað þetta verðar. „Ég lýsi ánægju minni með þessa niðurstöðu Hæstaréttar,“ segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Síldarvinnslunnar, „og tel að niðurstaðan geti skipt miklu máli fyrir atvinnulífið í landinu.“
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Sjá meira