Dómur áhrif á gerð kjarasamninga 26. janúar 2005 00:01 "Niðurstaða Hæstaréttar í máli Guðrúnar Sigurðardóttur gegn Akureyrarbæ markar tímamót varðandi launamun kynjanna," segir Sif Konráðsdóttir, hæstaréttarlögmaður, sem fór með mál Guðrúnar. Hæstiréttur staðfesti að starf Guðrúnar, sem deildarstjóra á félagsmálastofnun Akureyrarbæjar, væri jafnverðmætt og starf deildartæknifræðings hjá sama bæjarfélagi og því ættu laun þeirra að vera sambærileg. Að sögn Sifjar staðfestir hann dóm Hæstaréttar frá 2000 þar Akureyrarbæ var gert að leiðrétta kynbundinn launamismun hjá kvenkyns jafnréttisfulltrúa bæjarins og karlkyns atvinnumálafulltrúa, en gengur jafnframt skrefi lengra því dómurinn nú varðar störf á gjörólíkum sviðum. Hún bendir á að með dómnum sé einnig gengið lengra en kærunefnd jafnréttismála hefur viljað gera hingað til. Dómurinn grundvallast á starfsmati sem Akureyrarbær lét gera um störf á vegum bæjarins 1995. "Dómurinn gæti hugsanlega haft á kjarasamninga háskólastétta, en í málinu voru stjórnunarstöður sem krefjast háskólamenntunar annars vegar á sviði félagsvísinda og hins vegar tæknifræði, talin jafnverðmæt," segir Sif. "Hins vegar er erfitt fyrir konur að fá samanburð á störfum og því erfitt að ná fram leiðréttingu á kjörum hefðbundinna kvennastétta miðað við hefðbundin karlastörf," bendir Sif á. Gísli Tryggvason, framkvæmdastjóri Bandalags háskólamanna, tekur undir þetta og segir að staðfestur launamunur sé milli kynjanna. "Almennt skortir aðferðafræði við að bera saman ólík störf. Í þessum dómi var aðferðafræðin til staðar og vildi ég óska þess að svo væri víðar svo stórar hefðbundnar kvennastéttir háskólamenntaðs fólks gæti borið kjör sín saman við það sem þær teldu sambærilegt," segir Gísli. "Ég er á því að hækka eigi laun hefðbundinna kvennastétta innan BHM sérstaklega. Þeir sem semja um kjör hafa rétt og skyldu til þess að koma í veg fyrir að kjarasamningar feli í sér kerfisbundinn launamun kynja eins og mig grunar að þeir geri," segir hann. Hann segir það umdeilanlegt hversu mikil áhrif á sjálfstæðan samningsrétt þessi dómur hefur. "Vonandi hefur þó enginn þá stefnu að viðhalda í kjarasamningum kerfisbundnum launamun. Það hvílir frekar á vinnuveitendum að leiðrétta þann launamun sem allir sjá að er til staðar milli hefðbundinna kvenna- og karlastétta," segir Gísli. Fréttir Hæstiréttur Innlent Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira
"Niðurstaða Hæstaréttar í máli Guðrúnar Sigurðardóttur gegn Akureyrarbæ markar tímamót varðandi launamun kynjanna," segir Sif Konráðsdóttir, hæstaréttarlögmaður, sem fór með mál Guðrúnar. Hæstiréttur staðfesti að starf Guðrúnar, sem deildarstjóra á félagsmálastofnun Akureyrarbæjar, væri jafnverðmætt og starf deildartæknifræðings hjá sama bæjarfélagi og því ættu laun þeirra að vera sambærileg. Að sögn Sifjar staðfestir hann dóm Hæstaréttar frá 2000 þar Akureyrarbæ var gert að leiðrétta kynbundinn launamismun hjá kvenkyns jafnréttisfulltrúa bæjarins og karlkyns atvinnumálafulltrúa, en gengur jafnframt skrefi lengra því dómurinn nú varðar störf á gjörólíkum sviðum. Hún bendir á að með dómnum sé einnig gengið lengra en kærunefnd jafnréttismála hefur viljað gera hingað til. Dómurinn grundvallast á starfsmati sem Akureyrarbær lét gera um störf á vegum bæjarins 1995. "Dómurinn gæti hugsanlega haft á kjarasamninga háskólastétta, en í málinu voru stjórnunarstöður sem krefjast háskólamenntunar annars vegar á sviði félagsvísinda og hins vegar tæknifræði, talin jafnverðmæt," segir Sif. "Hins vegar er erfitt fyrir konur að fá samanburð á störfum og því erfitt að ná fram leiðréttingu á kjörum hefðbundinna kvennastétta miðað við hefðbundin karlastörf," bendir Sif á. Gísli Tryggvason, framkvæmdastjóri Bandalags háskólamanna, tekur undir þetta og segir að staðfestur launamunur sé milli kynjanna. "Almennt skortir aðferðafræði við að bera saman ólík störf. Í þessum dómi var aðferðafræðin til staðar og vildi ég óska þess að svo væri víðar svo stórar hefðbundnar kvennastéttir háskólamenntaðs fólks gæti borið kjör sín saman við það sem þær teldu sambærilegt," segir Gísli. "Ég er á því að hækka eigi laun hefðbundinna kvennastétta innan BHM sérstaklega. Þeir sem semja um kjör hafa rétt og skyldu til þess að koma í veg fyrir að kjarasamningar feli í sér kerfisbundinn launamun kynja eins og mig grunar að þeir geri," segir hann. Hann segir það umdeilanlegt hversu mikil áhrif á sjálfstæðan samningsrétt þessi dómur hefur. "Vonandi hefur þó enginn þá stefnu að viðhalda í kjarasamningum kerfisbundnum launamun. Það hvílir frekar á vinnuveitendum að leiðrétta þann launamun sem allir sjá að er til staðar milli hefðbundinna kvenna- og karlastétta," segir Gísli.
Fréttir Hæstiréttur Innlent Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira