Dómur áhrif á gerð kjarasamninga 26. janúar 2005 00:01 "Niðurstaða Hæstaréttar í máli Guðrúnar Sigurðardóttur gegn Akureyrarbæ markar tímamót varðandi launamun kynjanna," segir Sif Konráðsdóttir, hæstaréttarlögmaður, sem fór með mál Guðrúnar. Hæstiréttur staðfesti að starf Guðrúnar, sem deildarstjóra á félagsmálastofnun Akureyrarbæjar, væri jafnverðmætt og starf deildartæknifræðings hjá sama bæjarfélagi og því ættu laun þeirra að vera sambærileg. Að sögn Sifjar staðfestir hann dóm Hæstaréttar frá 2000 þar Akureyrarbæ var gert að leiðrétta kynbundinn launamismun hjá kvenkyns jafnréttisfulltrúa bæjarins og karlkyns atvinnumálafulltrúa, en gengur jafnframt skrefi lengra því dómurinn nú varðar störf á gjörólíkum sviðum. Hún bendir á að með dómnum sé einnig gengið lengra en kærunefnd jafnréttismála hefur viljað gera hingað til. Dómurinn grundvallast á starfsmati sem Akureyrarbær lét gera um störf á vegum bæjarins 1995. "Dómurinn gæti hugsanlega haft á kjarasamninga háskólastétta, en í málinu voru stjórnunarstöður sem krefjast háskólamenntunar annars vegar á sviði félagsvísinda og hins vegar tæknifræði, talin jafnverðmæt," segir Sif. "Hins vegar er erfitt fyrir konur að fá samanburð á störfum og því erfitt að ná fram leiðréttingu á kjörum hefðbundinna kvennastétta miðað við hefðbundin karlastörf," bendir Sif á. Gísli Tryggvason, framkvæmdastjóri Bandalags háskólamanna, tekur undir þetta og segir að staðfestur launamunur sé milli kynjanna. "Almennt skortir aðferðafræði við að bera saman ólík störf. Í þessum dómi var aðferðafræðin til staðar og vildi ég óska þess að svo væri víðar svo stórar hefðbundnar kvennastéttir háskólamenntaðs fólks gæti borið kjör sín saman við það sem þær teldu sambærilegt," segir Gísli. "Ég er á því að hækka eigi laun hefðbundinna kvennastétta innan BHM sérstaklega. Þeir sem semja um kjör hafa rétt og skyldu til þess að koma í veg fyrir að kjarasamningar feli í sér kerfisbundinn launamun kynja eins og mig grunar að þeir geri," segir hann. Hann segir það umdeilanlegt hversu mikil áhrif á sjálfstæðan samningsrétt þessi dómur hefur. "Vonandi hefur þó enginn þá stefnu að viðhalda í kjarasamningum kerfisbundnum launamun. Það hvílir frekar á vinnuveitendum að leiðrétta þann launamun sem allir sjá að er til staðar milli hefðbundinna kvenna- og karlastétta," segir Gísli. Fréttir Hæstiréttur Innlent Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
"Niðurstaða Hæstaréttar í máli Guðrúnar Sigurðardóttur gegn Akureyrarbæ markar tímamót varðandi launamun kynjanna," segir Sif Konráðsdóttir, hæstaréttarlögmaður, sem fór með mál Guðrúnar. Hæstiréttur staðfesti að starf Guðrúnar, sem deildarstjóra á félagsmálastofnun Akureyrarbæjar, væri jafnverðmætt og starf deildartæknifræðings hjá sama bæjarfélagi og því ættu laun þeirra að vera sambærileg. Að sögn Sifjar staðfestir hann dóm Hæstaréttar frá 2000 þar Akureyrarbæ var gert að leiðrétta kynbundinn launamismun hjá kvenkyns jafnréttisfulltrúa bæjarins og karlkyns atvinnumálafulltrúa, en gengur jafnframt skrefi lengra því dómurinn nú varðar störf á gjörólíkum sviðum. Hún bendir á að með dómnum sé einnig gengið lengra en kærunefnd jafnréttismála hefur viljað gera hingað til. Dómurinn grundvallast á starfsmati sem Akureyrarbær lét gera um störf á vegum bæjarins 1995. "Dómurinn gæti hugsanlega haft á kjarasamninga háskólastétta, en í málinu voru stjórnunarstöður sem krefjast háskólamenntunar annars vegar á sviði félagsvísinda og hins vegar tæknifræði, talin jafnverðmæt," segir Sif. "Hins vegar er erfitt fyrir konur að fá samanburð á störfum og því erfitt að ná fram leiðréttingu á kjörum hefðbundinna kvennastétta miðað við hefðbundin karlastörf," bendir Sif á. Gísli Tryggvason, framkvæmdastjóri Bandalags háskólamanna, tekur undir þetta og segir að staðfestur launamunur sé milli kynjanna. "Almennt skortir aðferðafræði við að bera saman ólík störf. Í þessum dómi var aðferðafræðin til staðar og vildi ég óska þess að svo væri víðar svo stórar hefðbundnar kvennastéttir háskólamenntaðs fólks gæti borið kjör sín saman við það sem þær teldu sambærilegt," segir Gísli. "Ég er á því að hækka eigi laun hefðbundinna kvennastétta innan BHM sérstaklega. Þeir sem semja um kjör hafa rétt og skyldu til þess að koma í veg fyrir að kjarasamningar feli í sér kerfisbundinn launamun kynja eins og mig grunar að þeir geri," segir hann. Hann segir það umdeilanlegt hversu mikil áhrif á sjálfstæðan samningsrétt þessi dómur hefur. "Vonandi hefur þó enginn þá stefnu að viðhalda í kjarasamningum kerfisbundnum launamun. Það hvílir frekar á vinnuveitendum að leiðrétta þann launamun sem allir sjá að er til staðar milli hefðbundinna kvenna- og karlastétta," segir Gísli.
Fréttir Hæstiréttur Innlent Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira