Ungu strákarnir gefa nýja sýn 22. janúar 2005 00:01 Ólafur Stefánsson er kominn aftur í íslenska landsliðið en hann lék ekki með á World Cup í Svíþjóð og svo gældi hann reyndar við að leggja landsliðsskóna á hilluna eftir Ólympíuleikana í sumar. Þessi besti handknattleiksmaður þjóðarinnar hefur lagt vonbrigðin á ÓL á hilluna og það leynir sér ekki að honum líður mikið mun betur í dag. "Mér líður mjög vel. Ég hef reyndar verið að glíma við smá meiðsli í nára en það verður vonandi í lagi. Annars er þetta bara gaman og það er fín stemning í þessum hópi enda margir léttir og skemmtilegir strákar í honum," sagði Ólafur sem hefur augljóslega gaman af ungu strákunum. "Þeir gefa nýja sýn á lífið og maður heldur aðeins í þá strauma sem eru í gangi á þessum aldri. Allar þeirra væntingar og annað." Ólafur var óvenju yfirlýsingaglaður á síðasta ári og fór til að mynda ekki leynt með þann draum sinn að hann ætlaði að vinna til verðlauna á Ólympíuleikunum. Það muna allir hvernig sá draumur fór. Markmiðin eru lágstemmdari að þessu sinni. "Það er bara að hafa gaman af þessu og standa sig vel. Gera gott mót eins og maður segir stundum. Gott mót er að vera númer eitt eða tvö í riðlinum og svo er bara að sjá til með framhaldið. Við eigum að geta farið í hvern leik til þess að vinna hann." Ólafur tók sig vel út með heyrnatól á höfðinu eftir æfingu en hann var að hlusta á nýja diskinn hans Mugison og var nokkuð sátttur. "Hann er þrælgóður og aldrei að vita nema maður spili hann fyrir leiki," sagði Ólafur léttur í bragði. Íslenski handboltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjá meira
Ólafur Stefánsson er kominn aftur í íslenska landsliðið en hann lék ekki með á World Cup í Svíþjóð og svo gældi hann reyndar við að leggja landsliðsskóna á hilluna eftir Ólympíuleikana í sumar. Þessi besti handknattleiksmaður þjóðarinnar hefur lagt vonbrigðin á ÓL á hilluna og það leynir sér ekki að honum líður mikið mun betur í dag. "Mér líður mjög vel. Ég hef reyndar verið að glíma við smá meiðsli í nára en það verður vonandi í lagi. Annars er þetta bara gaman og það er fín stemning í þessum hópi enda margir léttir og skemmtilegir strákar í honum," sagði Ólafur sem hefur augljóslega gaman af ungu strákunum. "Þeir gefa nýja sýn á lífið og maður heldur aðeins í þá strauma sem eru í gangi á þessum aldri. Allar þeirra væntingar og annað." Ólafur var óvenju yfirlýsingaglaður á síðasta ári og fór til að mynda ekki leynt með þann draum sinn að hann ætlaði að vinna til verðlauna á Ólympíuleikunum. Það muna allir hvernig sá draumur fór. Markmiðin eru lágstemmdari að þessu sinni. "Það er bara að hafa gaman af þessu og standa sig vel. Gera gott mót eins og maður segir stundum. Gott mót er að vera númer eitt eða tvö í riðlinum og svo er bara að sjá til með framhaldið. Við eigum að geta farið í hvern leik til þess að vinna hann." Ólafur tók sig vel út með heyrnatól á höfðinu eftir æfingu en hann var að hlusta á nýja diskinn hans Mugison og var nokkuð sátttur. "Hann er þrælgóður og aldrei að vita nema maður spili hann fyrir leiki," sagði Ólafur léttur í bragði.
Íslenski handboltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjá meira