Ráðherra vill aukið eftirlit 21. janúar 2005 00:01 Ráðuneytið hefur ekki haft starfsemi erlends, ólöglegs vinnuafls í byggingariðnaði hér á landi sérstaklega til skoðunar undanfarna daga, að sögn Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra. Formaður Samiðnar, sambands iðnfélaga, telur að slík atvinnustarfsemi hafi aukist hratt á síðustu misserum. Sé hún farin að hafa áhrif á markaðslaun í byggingariðnaði. ".Athygli mín hefur verið vakin á þessu," sagði Árni Magnússon félagsmálaráðherra um málið. "Við höfum rætt þetta við dómsmálaráðherra og ég tel að það sé full ástæða til að auka þetta eftirlit." " Lögreglan sinnir þessu eftirliti," sagði Björn. "Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur ekki bein afskipti af þessum málum. Ráðuneytið hefur á hinn bóginn lagt á það ríka áherslu, að lögregla sinni þessu eftirliti. Þessari áherslu til áréttingar hefur til dæmis verið efnt til sérstakrar fræðslu um eftirlitið og framkvæmd þess fyrir stjórnendur lögreglunnar á vegum Lögregluskóla ríkisins auk þess sem sérstök námskeið hafa verið fyrir lögreglumenn." Spurður hvort dómsmálaráðuneytið hygðist hafast eitthvað frekar að til að sporna við þessari þróun, sagði Björn að ráðuneytið og stofnanir á þess vegum færu að lögum við töku ákvarðana um komu útlendinga til landsins og eftirlit á þessu sviði. "Ef skipulega er staðið að því til dæmis að flytja inn ólöglegt vinnuafl frá nýjum aðildarríkjum Evrópusambandsins, en launþegar nýju ESB-ríkjanna þurfa hér atvinnu- og dvalarleyfi, er það sérstakt viðfangsefni fyrir lögregluna," sagði ráðherra. Hann sagði að félagsmálaráðuneytið hefði frá því á síðasta hausti haft frumkvæði að samráðs- og samstarfsfundum ráðuneytanna og stofnana þeirra um þessi mál. "Útgáfa dvalarleyfa útlendinga er á vegum dóms- og kirkjumálaráðuneytisins en atvinnuleyfa á vegum félagsmálaráðuneytisins." sagði Björn. "Það eru tvær stofnanir Útlendingastofnun og Vinnumálastofnun, sem fjalla um leyfisumsóknir. Ég hef látið í ljós þá skoðun, að útgáfa dvalar- og atvinnuleyfa eigi að vera á einni hendi og á verksviði dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, með því yrði stjórnsýslan einfölduð og tryggð betri samfella milli leyfisveitinga og eftirlits." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Innlent Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Erlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira
Ráðuneytið hefur ekki haft starfsemi erlends, ólöglegs vinnuafls í byggingariðnaði hér á landi sérstaklega til skoðunar undanfarna daga, að sögn Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra. Formaður Samiðnar, sambands iðnfélaga, telur að slík atvinnustarfsemi hafi aukist hratt á síðustu misserum. Sé hún farin að hafa áhrif á markaðslaun í byggingariðnaði. ".Athygli mín hefur verið vakin á þessu," sagði Árni Magnússon félagsmálaráðherra um málið. "Við höfum rætt þetta við dómsmálaráðherra og ég tel að það sé full ástæða til að auka þetta eftirlit." " Lögreglan sinnir þessu eftirliti," sagði Björn. "Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur ekki bein afskipti af þessum málum. Ráðuneytið hefur á hinn bóginn lagt á það ríka áherslu, að lögregla sinni þessu eftirliti. Þessari áherslu til áréttingar hefur til dæmis verið efnt til sérstakrar fræðslu um eftirlitið og framkvæmd þess fyrir stjórnendur lögreglunnar á vegum Lögregluskóla ríkisins auk þess sem sérstök námskeið hafa verið fyrir lögreglumenn." Spurður hvort dómsmálaráðuneytið hygðist hafast eitthvað frekar að til að sporna við þessari þróun, sagði Björn að ráðuneytið og stofnanir á þess vegum færu að lögum við töku ákvarðana um komu útlendinga til landsins og eftirlit á þessu sviði. "Ef skipulega er staðið að því til dæmis að flytja inn ólöglegt vinnuafl frá nýjum aðildarríkjum Evrópusambandsins, en launþegar nýju ESB-ríkjanna þurfa hér atvinnu- og dvalarleyfi, er það sérstakt viðfangsefni fyrir lögregluna," sagði ráðherra. Hann sagði að félagsmálaráðuneytið hefði frá því á síðasta hausti haft frumkvæði að samráðs- og samstarfsfundum ráðuneytanna og stofnana þeirra um þessi mál. "Útgáfa dvalarleyfa útlendinga er á vegum dóms- og kirkjumálaráðuneytisins en atvinnuleyfa á vegum félagsmálaráðuneytisins." sagði Björn. "Það eru tvær stofnanir Útlendingastofnun og Vinnumálastofnun, sem fjalla um leyfisumsóknir. Ég hef látið í ljós þá skoðun, að útgáfa dvalar- og atvinnuleyfa eigi að vera á einni hendi og á verksviði dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, með því yrði stjórnsýslan einfölduð og tryggð betri samfella milli leyfisveitinga og eftirlits."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Innlent Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Erlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira