Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Kolbeinn Tumi Daðason og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 3. janúar 2025 13:49 Seltjarnarneskirkja á samnefndu Nesi. Vísir/Arnar Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur á Seltjarnarnesi, hefur ákveðið að rukka ekki Seltirninga fyrir skírnir, hjónavígslur og útfarir. „Aukin og betri þjónusta fyrir fólkið á Seltjarnarnesi,“ segir Bjarni Þór í færslu í Facebook-hópnum sem vakið hefur mikla athygli. Íbúar á Nesinu fagna framtakinu. Hann segir að verði hann beðinn um skírn, hjónavígslu eða útför þá þurfi fólk ekki að greiða viðmiðunargjald Prestafélags Íslands vegna þeirra. Hann segir það ekki tíðkast í Englandi að taka gjald fyrir slíkar athafnir en þar var hann prestur í nokkur ár. Sú reynsla hafi mótað hann. „Mig langaði að reyna að þjóna fólkinu betur. Þetta er búið að blunda í mér nokkuð lengi,“ segir Bjarni Þór. Samkvæmt viðmiðunargjaldskrá Prestafélags Íslands kosta athafnir mismikið eftir því hvort að þær eru framkvæmdar á dagvinnutíma eða utan hans. Samkvæmt gjaldskránni kostar skírn 8 til 17 þúsund krónur, hjónavígsla 16 til 24 þúsund krónur, kistulagning 9 til 18 þúsund krónur, útför 36 til 43 þúsund krónur og jarðsetning duftkers 17 þúsund krónur. Athafnirnar muni ekki kosta neitt leiti fólk til Bjarna Þórs. Umræða um gjöld presta fyrir athafnir eru ekki nýjar af nálinni. Á kirkjuþingi árið 2021 var lögð fram tillaga um að afnema gjaldtöku fyrir aukaverk presta. Tillögusmiðum þótti laun presta það há miðað við margar stéttir í samfélaginu að óeðlilegt væri að rukka líka sérstaklega fyrir hverja athöfn. „Vígð þjónusta kirkjunnar á ávallt að vera grundvölluð á kristilegum kærleika og sem mest án hindrana fyrir fólk. Það er tímaskekkja og fráhrindandi ásýnd kirkjulegrar þjónustu að prestur sem þjónar fólki á gleði- og sorgarstundum sendi viðkomandi síðan reikning vegna þjónustu sinnar. Þetta dregur mjög úr trúverðugleika kirkjulegrar þjónustu. Einkum er þetta slæm birtingarmynd þegar um efnalítið fólk er að ræða,“ sagði í tillögu Stefáns Magnússonar, Anný Ingimarsdóttur, Árnýjar Herbertsdóttur og Margrétar Eggertsdóttur. Sóknarprestur Egilsstaðaprestakalls, séra Þorgeir Arason, var meðal þeirra sem gerði alvarlegar athugasemdir við tillöguna. „Með þessari tillögu er einfaldlega gert ráð fyrir að þessi hluti af launakjörum presta sé felldur niður og hvergi getið um að nokkur önnur kjarauppbót komi í staðinn. Ekki veit ég um neina starfsstétt með snefil af sjálfsvirðingu sem myndi fella sig við slíkt.“ Þá sagði séra Sigurður Grétar Sigurðsson, prestur í Útskálaprestakalli, að „engin stétt geti fallist á kjaraskerðingu eins og hér er boðuð,“ og að kristilegur kærleikur sé ekkert minni í þjónustunni þó að prestur fái laun fyrir. Var tillagan felld. Þjóðkirkjan Seltjarnarnes Kjaramál Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira
„Aukin og betri þjónusta fyrir fólkið á Seltjarnarnesi,“ segir Bjarni Þór í færslu í Facebook-hópnum sem vakið hefur mikla athygli. Íbúar á Nesinu fagna framtakinu. Hann segir að verði hann beðinn um skírn, hjónavígslu eða útför þá þurfi fólk ekki að greiða viðmiðunargjald Prestafélags Íslands vegna þeirra. Hann segir það ekki tíðkast í Englandi að taka gjald fyrir slíkar athafnir en þar var hann prestur í nokkur ár. Sú reynsla hafi mótað hann. „Mig langaði að reyna að þjóna fólkinu betur. Þetta er búið að blunda í mér nokkuð lengi,“ segir Bjarni Þór. Samkvæmt viðmiðunargjaldskrá Prestafélags Íslands kosta athafnir mismikið eftir því hvort að þær eru framkvæmdar á dagvinnutíma eða utan hans. Samkvæmt gjaldskránni kostar skírn 8 til 17 þúsund krónur, hjónavígsla 16 til 24 þúsund krónur, kistulagning 9 til 18 þúsund krónur, útför 36 til 43 þúsund krónur og jarðsetning duftkers 17 þúsund krónur. Athafnirnar muni ekki kosta neitt leiti fólk til Bjarna Þórs. Umræða um gjöld presta fyrir athafnir eru ekki nýjar af nálinni. Á kirkjuþingi árið 2021 var lögð fram tillaga um að afnema gjaldtöku fyrir aukaverk presta. Tillögusmiðum þótti laun presta það há miðað við margar stéttir í samfélaginu að óeðlilegt væri að rukka líka sérstaklega fyrir hverja athöfn. „Vígð þjónusta kirkjunnar á ávallt að vera grundvölluð á kristilegum kærleika og sem mest án hindrana fyrir fólk. Það er tímaskekkja og fráhrindandi ásýnd kirkjulegrar þjónustu að prestur sem þjónar fólki á gleði- og sorgarstundum sendi viðkomandi síðan reikning vegna þjónustu sinnar. Þetta dregur mjög úr trúverðugleika kirkjulegrar þjónustu. Einkum er þetta slæm birtingarmynd þegar um efnalítið fólk er að ræða,“ sagði í tillögu Stefáns Magnússonar, Anný Ingimarsdóttur, Árnýjar Herbertsdóttur og Margrétar Eggertsdóttur. Sóknarprestur Egilsstaðaprestakalls, séra Þorgeir Arason, var meðal þeirra sem gerði alvarlegar athugasemdir við tillöguna. „Með þessari tillögu er einfaldlega gert ráð fyrir að þessi hluti af launakjörum presta sé felldur niður og hvergi getið um að nokkur önnur kjarauppbót komi í staðinn. Ekki veit ég um neina starfsstétt með snefil af sjálfsvirðingu sem myndi fella sig við slíkt.“ Þá sagði séra Sigurður Grétar Sigurðsson, prestur í Útskálaprestakalli, að „engin stétt geti fallist á kjaraskerðingu eins og hér er boðuð,“ og að kristilegur kærleikur sé ekkert minni í þjónustunni þó að prestur fái laun fyrir. Var tillagan felld.
Þjóðkirkjan Seltjarnarnes Kjaramál Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira