Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Kolbeinn Tumi Daðason og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 3. janúar 2025 13:49 Seltjarnarneskirkja á samnefndu Nesi. Vísir/Arnar Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur á Seltjarnarnesi, hefur ákveðið að rukka ekki Seltirninga fyrir skírnir, hjónavígslur og útfarir. „Aukin og betri þjónusta fyrir fólkið á Seltjarnarnesi,“ segir Bjarni Þór í færslu í Facebook-hópnum sem vakið hefur mikla athygli. Íbúar á Nesinu fagna framtakinu. Hann segir að verði hann beðinn um skírn, hjónavígslu eða útför þá þurfi fólk ekki að greiða viðmiðunargjald Prestafélags Íslands vegna þeirra. Hann segir það ekki tíðkast í Englandi að taka gjald fyrir slíkar athafnir en þar var hann prestur í nokkur ár. Sú reynsla hafi mótað hann. „Mig langaði að reyna að þjóna fólkinu betur. Þetta er búið að blunda í mér nokkuð lengi,“ segir Bjarni Þór. Samkvæmt viðmiðunargjaldskrá Prestafélags Íslands kosta athafnir mismikið eftir því hvort að þær eru framkvæmdar á dagvinnutíma eða utan hans. Samkvæmt gjaldskránni kostar skírn 8 til 17 þúsund krónur, hjónavígsla 16 til 24 þúsund krónur, kistulagning 9 til 18 þúsund krónur, útför 36 til 43 þúsund krónur og jarðsetning duftkers 17 þúsund krónur. Athafnirnar muni ekki kosta neitt leiti fólk til Bjarna Þórs. Umræða um gjöld presta fyrir athafnir eru ekki nýjar af nálinni. Á kirkjuþingi árið 2021 var lögð fram tillaga um að afnema gjaldtöku fyrir aukaverk presta. Tillögusmiðum þótti laun presta það há miðað við margar stéttir í samfélaginu að óeðlilegt væri að rukka líka sérstaklega fyrir hverja athöfn. „Vígð þjónusta kirkjunnar á ávallt að vera grundvölluð á kristilegum kærleika og sem mest án hindrana fyrir fólk. Það er tímaskekkja og fráhrindandi ásýnd kirkjulegrar þjónustu að prestur sem þjónar fólki á gleði- og sorgarstundum sendi viðkomandi síðan reikning vegna þjónustu sinnar. Þetta dregur mjög úr trúverðugleika kirkjulegrar þjónustu. Einkum er þetta slæm birtingarmynd þegar um efnalítið fólk er að ræða,“ sagði í tillögu Stefáns Magnússonar, Anný Ingimarsdóttur, Árnýjar Herbertsdóttur og Margrétar Eggertsdóttur. Sóknarprestur Egilsstaðaprestakalls, séra Þorgeir Arason, var meðal þeirra sem gerði alvarlegar athugasemdir við tillöguna. „Með þessari tillögu er einfaldlega gert ráð fyrir að þessi hluti af launakjörum presta sé felldur niður og hvergi getið um að nokkur önnur kjarauppbót komi í staðinn. Ekki veit ég um neina starfsstétt með snefil af sjálfsvirðingu sem myndi fella sig við slíkt.“ Þá sagði séra Sigurður Grétar Sigurðsson, prestur í Útskálaprestakalli, að „engin stétt geti fallist á kjaraskerðingu eins og hér er boðuð,“ og að kristilegur kærleikur sé ekkert minni í þjónustunni þó að prestur fái laun fyrir. Var tillagan felld. Þjóðkirkjan Seltjarnarnes Kjaramál Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira
„Aukin og betri þjónusta fyrir fólkið á Seltjarnarnesi,“ segir Bjarni Þór í færslu í Facebook-hópnum sem vakið hefur mikla athygli. Íbúar á Nesinu fagna framtakinu. Hann segir að verði hann beðinn um skírn, hjónavígslu eða útför þá þurfi fólk ekki að greiða viðmiðunargjald Prestafélags Íslands vegna þeirra. Hann segir það ekki tíðkast í Englandi að taka gjald fyrir slíkar athafnir en þar var hann prestur í nokkur ár. Sú reynsla hafi mótað hann. „Mig langaði að reyna að þjóna fólkinu betur. Þetta er búið að blunda í mér nokkuð lengi,“ segir Bjarni Þór. Samkvæmt viðmiðunargjaldskrá Prestafélags Íslands kosta athafnir mismikið eftir því hvort að þær eru framkvæmdar á dagvinnutíma eða utan hans. Samkvæmt gjaldskránni kostar skírn 8 til 17 þúsund krónur, hjónavígsla 16 til 24 þúsund krónur, kistulagning 9 til 18 þúsund krónur, útför 36 til 43 þúsund krónur og jarðsetning duftkers 17 þúsund krónur. Athafnirnar muni ekki kosta neitt leiti fólk til Bjarna Þórs. Umræða um gjöld presta fyrir athafnir eru ekki nýjar af nálinni. Á kirkjuþingi árið 2021 var lögð fram tillaga um að afnema gjaldtöku fyrir aukaverk presta. Tillögusmiðum þótti laun presta það há miðað við margar stéttir í samfélaginu að óeðlilegt væri að rukka líka sérstaklega fyrir hverja athöfn. „Vígð þjónusta kirkjunnar á ávallt að vera grundvölluð á kristilegum kærleika og sem mest án hindrana fyrir fólk. Það er tímaskekkja og fráhrindandi ásýnd kirkjulegrar þjónustu að prestur sem þjónar fólki á gleði- og sorgarstundum sendi viðkomandi síðan reikning vegna þjónustu sinnar. Þetta dregur mjög úr trúverðugleika kirkjulegrar þjónustu. Einkum er þetta slæm birtingarmynd þegar um efnalítið fólk er að ræða,“ sagði í tillögu Stefáns Magnússonar, Anný Ingimarsdóttur, Árnýjar Herbertsdóttur og Margrétar Eggertsdóttur. Sóknarprestur Egilsstaðaprestakalls, séra Þorgeir Arason, var meðal þeirra sem gerði alvarlegar athugasemdir við tillöguna. „Með þessari tillögu er einfaldlega gert ráð fyrir að þessi hluti af launakjörum presta sé felldur niður og hvergi getið um að nokkur önnur kjarauppbót komi í staðinn. Ekki veit ég um neina starfsstétt með snefil af sjálfsvirðingu sem myndi fella sig við slíkt.“ Þá sagði séra Sigurður Grétar Sigurðsson, prestur í Útskálaprestakalli, að „engin stétt geti fallist á kjaraskerðingu eins og hér er boðuð,“ og að kristilegur kærleikur sé ekkert minni í þjónustunni þó að prestur fái laun fyrir. Var tillagan felld.
Þjóðkirkjan Seltjarnarnes Kjaramál Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira