Lögreglumaður sóttur með valdi 20. janúar 2005 00:01 Ungur maður hefur höfðað mál gegn lögreglunni fyrir ólögmæta handtöku og skerðingu tjáningarfrelsis þegar honum var meinað að mótmæla komu forseta Kína hingað til lands. Lögreglumaður, sem handtók manninn og er sakaður um að hafa hótað honum í framhaldinu, mætti ekki fyrir dóm og var þess krafist í dag að hann yrði sóttur með lögregluvaldi. Maðurinn var handtekinn ásamt þremur félögum sínum fyrir að mótmæla Íslandsheimsókn Jiang Zemins, forseta Kína, sumarið 2002 en þeir voru að mótmæla mannréttindabrotum kínverskra stjórnvalda. Bæði gerðist þetta við Perluna þegar þar var haldið kvöldverðarboð og svo aftur daginn eftir við Geysi í Haukadal þegar Kínaforseti kom þangað. Fjórmenningum var haldið um hríð inni í lögreglubíl þar og fullyrt að þegar þeim var sleppt hafi einn lögreglumaðurinn hótað því að fara með þá afsíðis og berja þá. Lögreglumaður sem sat yfir þeim í lögreglubílnum kom fyrir dóm í dag og sagðist lítið muna eftir atburðinum en þegar hann var spurður hvort hinum handteknum hefði verið hótað sagði hann svo ekki vera; það hefði hann munað. Þá var við meðferð málsins í dag sýnd frétt úr fréttatíma Stöðvar 2 þar sem mótmælendurnir ganga eftir gangstíg á hverasvæðinu með hendur á höfði og þegar lögreglumaður virðist ganga að þeim og ýta við þeim. Lögreglumaður sem grunur lék á að þar væri á ferð sagðist ekki þekkja sig af upptökunni en kannaðist við að hafa mætt mótmælendunum og að sér hafi staðið ógn af þeim. Í stefnunni gegn ríkinu segir að nokkrum dögum síðar hafi sá sem stefndi fengið hótanir úr síma sem var skráður á lögreglumann sem handtók hann. Sá lögreglumaður var boðaður fyrir dóm en lét ekki sjá sig. Lögmaður mannsins sem handtekinn var krafðist þess við lok þinghalds í dag að lögreglumaðurinn yrði sóttur með lögregluvaldi og færður fyrir dóm á morgun til að bera vitni. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Sjá meira
Ungur maður hefur höfðað mál gegn lögreglunni fyrir ólögmæta handtöku og skerðingu tjáningarfrelsis þegar honum var meinað að mótmæla komu forseta Kína hingað til lands. Lögreglumaður, sem handtók manninn og er sakaður um að hafa hótað honum í framhaldinu, mætti ekki fyrir dóm og var þess krafist í dag að hann yrði sóttur með lögregluvaldi. Maðurinn var handtekinn ásamt þremur félögum sínum fyrir að mótmæla Íslandsheimsókn Jiang Zemins, forseta Kína, sumarið 2002 en þeir voru að mótmæla mannréttindabrotum kínverskra stjórnvalda. Bæði gerðist þetta við Perluna þegar þar var haldið kvöldverðarboð og svo aftur daginn eftir við Geysi í Haukadal þegar Kínaforseti kom þangað. Fjórmenningum var haldið um hríð inni í lögreglubíl þar og fullyrt að þegar þeim var sleppt hafi einn lögreglumaðurinn hótað því að fara með þá afsíðis og berja þá. Lögreglumaður sem sat yfir þeim í lögreglubílnum kom fyrir dóm í dag og sagðist lítið muna eftir atburðinum en þegar hann var spurður hvort hinum handteknum hefði verið hótað sagði hann svo ekki vera; það hefði hann munað. Þá var við meðferð málsins í dag sýnd frétt úr fréttatíma Stöðvar 2 þar sem mótmælendurnir ganga eftir gangstíg á hverasvæðinu með hendur á höfði og þegar lögreglumaður virðist ganga að þeim og ýta við þeim. Lögreglumaður sem grunur lék á að þar væri á ferð sagðist ekki þekkja sig af upptökunni en kannaðist við að hafa mætt mótmælendunum og að sér hafi staðið ógn af þeim. Í stefnunni gegn ríkinu segir að nokkrum dögum síðar hafi sá sem stefndi fengið hótanir úr síma sem var skráður á lögreglumann sem handtók hann. Sá lögreglumaður var boðaður fyrir dóm en lét ekki sjá sig. Lögmaður mannsins sem handtekinn var krafðist þess við lok þinghalds í dag að lögreglumaðurinn yrði sóttur með lögregluvaldi og færður fyrir dóm á morgun til að bera vitni.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Sjá meira