Hipphoppskór og sjálflýsandi úr 13. janúar 2005 00:01 Ég get ekki sagt að ég tengist flíkunum í fataskápnum mínum tryggðaböndum. Í augnablikinu eru það þó kannski tveir hlutir sem ég held svolítið upp á. Það eru annars vegar brúnir leður Nike körfuboltaskór sem eru annað hvort endurgerð af gamalli týpu frá sama framleiðanda eða þá að ég hef verið plataður til þess að kaupa gamlar birgðir. En hvað um það, þeir hrinda ótrúlega vel frá sér öllum vökva og henta því prýðisvel í slabbið hér í borg. Einnig eru þeir gæddir svokölluðu "Nike Air" kerfi sem byggist, að ég held, á því að loftpúðum er komið fyrir í sólanum sem á að veita aukna ánægju þegar þrammað er um göturnar," segir Margeir en skórnir rifja upp gamlar minningar. "Þeir minna mig einhverra hluta vegna á ákveðið tímabil í lífi mínu - þegar ég var ungur og reiður hipphoppari í Breiðholtinu. Þá þótti þetta nokkuð fínt - en í mjög litlum hópum reyndar. Flestum öðrum þótti þetta ekki vera merkilegur skófatnaður." "Svo er það tölvustýrða Casio-úrið mitt sem er mörgum fínum eiginleikum gætt. Það er úr ryðfríu stáli og þolir neðansjávarköfun, allt að eitt hundrað metra, ásamt því að vera með innbyggðum vekjara og skeiðklukku, sem getur einnig talið niður. Síðast en ekki síst er hægt að ýta einum af hnöppunum inn til að lýsa úrið upp - sem er mjög hentugt, til dæmis þegar þú vilt vita hvað klukkan er í myrkri," segir Margeir að lokum. Mest lesið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira
Ég get ekki sagt að ég tengist flíkunum í fataskápnum mínum tryggðaböndum. Í augnablikinu eru það þó kannski tveir hlutir sem ég held svolítið upp á. Það eru annars vegar brúnir leður Nike körfuboltaskór sem eru annað hvort endurgerð af gamalli týpu frá sama framleiðanda eða þá að ég hef verið plataður til þess að kaupa gamlar birgðir. En hvað um það, þeir hrinda ótrúlega vel frá sér öllum vökva og henta því prýðisvel í slabbið hér í borg. Einnig eru þeir gæddir svokölluðu "Nike Air" kerfi sem byggist, að ég held, á því að loftpúðum er komið fyrir í sólanum sem á að veita aukna ánægju þegar þrammað er um göturnar," segir Margeir en skórnir rifja upp gamlar minningar. "Þeir minna mig einhverra hluta vegna á ákveðið tímabil í lífi mínu - þegar ég var ungur og reiður hipphoppari í Breiðholtinu. Þá þótti þetta nokkuð fínt - en í mjög litlum hópum reyndar. Flestum öðrum þótti þetta ekki vera merkilegur skófatnaður." "Svo er það tölvustýrða Casio-úrið mitt sem er mörgum fínum eiginleikum gætt. Það er úr ryðfríu stáli og þolir neðansjávarköfun, allt að eitt hundrað metra, ásamt því að vera með innbyggðum vekjara og skeiðklukku, sem getur einnig talið niður. Síðast en ekki síst er hægt að ýta einum af hnöppunum inn til að lýsa úrið upp - sem er mjög hentugt, til dæmis þegar þú vilt vita hvað klukkan er í myrkri," segir Margeir að lokum.
Mest lesið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira