Alfreð segist ekki hætta 13. janúar 2005 00:01 Alfreð Þorsteinsson ætlar að gefa kost á sér í næstu borgarstjórnarkosningum eftir hálft annað ár og styður áframhaldandi framboð R-listans. Borgarmálaráð Framsóknarflokksins ákvað á fundi sínum í gær að hefja sem fyrst umræður um framboðsmál flokksins fyrir næstu borgarstjórnarkosningar vorið 2006. Umræðurnar hófust raunar á vefsíðu flokksfélagsins í Reykjavík um síðustu helgi þegar Gestur Gestsson, formaður Framsóknarfélagsins í Reykjavík norður, sagðist vilja sérstakt framboð flokksins og sagði Alfreð Þorsteinsson ótrúverðugan: "Við erum að týnast inni í R-listasamstarfinu og ég tel að okkar fulltrúi, ef ég tek sem dæmi Alfreð Þorsteinsson, hefur haft 35 ár í pólitík til að koma sínu fram." Alfreð segir að árafjöldinn skipti ekki máli. "Ýmsir stjórnmálamenn eiga langan og farsælan feril í stjórnmálum að baki eins og Halldór Ásgrímsson." Halldór hefur sem kunnugt er verið nær sleitulaust þingmaður og ráðherra í rúm þrjátíu ár. Anna Kristinsdóttir, hinn borgarfulltrúi framsóknarmanna í Reykjavík, hefur líka blandað sér í umræðuna. Um gagnrýni á Alfreð Þorsteinsson segir hún: "Enginn er eilífur í pólítik" en segist sjálf ekki hafa skoðun á því hvort hann eigi að halda áfram: "Hann verður að gera það upp við sig sjálfur." Anna segist ekki heldur vilja kveða upp úr um hvort hún fylgi áframhaldandi R-listasamstarfinu en bendir þó á að kjörfylgi flokksins í síðustu alþingiskosningum hefði dugað til að fá einn mann kjörinn en þyrfti að aukast úr um 11,5 prósentum í fjórtán til að fá annan mann kjörinn og óvíst væri hvort flokkurinn kæmist í meirihlutasamstarf. Alfreð segir að Framsóknarflokkurinn fengi 10 til15 prósent atkvæða í borginni byði hann fram sér. "Hins vegar myndu atkvæði flokkanna sem standa að R-listanum nýtast illa byðu þeir fram hver í sínu lagi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur af þessum sökum margsinnis fengið meirihluta borgarfulltrúa þótt hann hafi ekki meirihluta atkvæða." Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Alfreð Þorsteinsson ætlar að gefa kost á sér í næstu borgarstjórnarkosningum eftir hálft annað ár og styður áframhaldandi framboð R-listans. Borgarmálaráð Framsóknarflokksins ákvað á fundi sínum í gær að hefja sem fyrst umræður um framboðsmál flokksins fyrir næstu borgarstjórnarkosningar vorið 2006. Umræðurnar hófust raunar á vefsíðu flokksfélagsins í Reykjavík um síðustu helgi þegar Gestur Gestsson, formaður Framsóknarfélagsins í Reykjavík norður, sagðist vilja sérstakt framboð flokksins og sagði Alfreð Þorsteinsson ótrúverðugan: "Við erum að týnast inni í R-listasamstarfinu og ég tel að okkar fulltrúi, ef ég tek sem dæmi Alfreð Þorsteinsson, hefur haft 35 ár í pólitík til að koma sínu fram." Alfreð segir að árafjöldinn skipti ekki máli. "Ýmsir stjórnmálamenn eiga langan og farsælan feril í stjórnmálum að baki eins og Halldór Ásgrímsson." Halldór hefur sem kunnugt er verið nær sleitulaust þingmaður og ráðherra í rúm þrjátíu ár. Anna Kristinsdóttir, hinn borgarfulltrúi framsóknarmanna í Reykjavík, hefur líka blandað sér í umræðuna. Um gagnrýni á Alfreð Þorsteinsson segir hún: "Enginn er eilífur í pólítik" en segist sjálf ekki hafa skoðun á því hvort hann eigi að halda áfram: "Hann verður að gera það upp við sig sjálfur." Anna segist ekki heldur vilja kveða upp úr um hvort hún fylgi áframhaldandi R-listasamstarfinu en bendir þó á að kjörfylgi flokksins í síðustu alþingiskosningum hefði dugað til að fá einn mann kjörinn en þyrfti að aukast úr um 11,5 prósentum í fjórtán til að fá annan mann kjörinn og óvíst væri hvort flokkurinn kæmist í meirihlutasamstarf. Alfreð segir að Framsóknarflokkurinn fengi 10 til15 prósent atkvæða í borginni byði hann fram sér. "Hins vegar myndu atkvæði flokkanna sem standa að R-listanum nýtast illa byðu þeir fram hver í sínu lagi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur af þessum sökum margsinnis fengið meirihluta borgarfulltrúa þótt hann hafi ekki meirihluta atkvæða."
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira