Tilkynnt um 80 miltisbrandssvæði 10. janúar 2005 00:01 Tilkynnt hefur verið um 80 staði á landinu þar sem grunur leikur á að miltisbrandur sé í jörðu, að sögn Sigurðar Sigurðarsonar dýralæknis á Keldum. Talið er nokkuð víst að 50 - 60 þeirra séu sýktir en meiri vafi leikur á 20 - 30 svæðum. Þessir staðir eru dreifðir um allt land, en þó flestir á suðvestur- og vesturlandi. Sigurður vinnur að skráningu slíkra staði og hefur unnið að öflun upplýsinga um þá. Miltisbrandurinn hér á landi er rakinn til innflutnings á stórgripahúðum frá Afríku í kringum aldamótin 1900. Sannreynt var í Þýskalandi á þessum tíma að hluti húðanna voru sýktar. "Þessum stöðum er enn að fjölga og eitthvað ennþá óupplýst," sagði Sigurður sem kvað skipta miklu máli að fá upplýsingar frá fólki sem teldi sig vita um miltisbrandssýkta staði, jafnvel þótt það væri ekki fullvisst í sinni sök. Hann sagði að menn hefðu hringt með slíkar upplýsingar eða skrifað. Þá kvaðst Sigurður hafa farið inn á elliheimili til að ná í aldrað fólk sem talið var búa yfir slíkum upplýsingum. Spurður um hvort hægt væri að sannreyna hvort miltisbrandur væri til staðar sagði Sigurður það mjög erfitt að rækta bakteríuna, en svo kynni að fara að það yrði gert ef aðferðir reyndust nothæfar til þess. "Miltisbrandssýktir staðir verða væntanlega merktir og teknir á skrá með viðeigandi fyrirvörum," sagði Sigurður. "Þeir verða hnitmiðaðir nákvæmlega og gefin verður út skrá sem birt verður á vef yfirdýralæknis. Þaðan verða upplýsingarnar settar á tengingu til þeirra fjölmörgu aðrir aðila sem þurfa á því að halda. Jafnframt þeirra sem vinna á einn eða annan hátt við að bylta jörðinni eða grafa munu einnig fá slíka skrá. Það er ekki hætta af stöðunum sem slíkum ef yfirborðinu er ekki raskað." Hann sagði að auk suður- og Vesturlands hefði verið tilkynnt um miltisbrandssýkt svæði á stöðu stöðum á Vestfjörðum, allt norður á Strandir og vestur að í Ísafjarðardjúpi, á Norðurlandi og talsvert á Austurlandi. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira
Tilkynnt hefur verið um 80 staði á landinu þar sem grunur leikur á að miltisbrandur sé í jörðu, að sögn Sigurðar Sigurðarsonar dýralæknis á Keldum. Talið er nokkuð víst að 50 - 60 þeirra séu sýktir en meiri vafi leikur á 20 - 30 svæðum. Þessir staðir eru dreifðir um allt land, en þó flestir á suðvestur- og vesturlandi. Sigurður vinnur að skráningu slíkra staði og hefur unnið að öflun upplýsinga um þá. Miltisbrandurinn hér á landi er rakinn til innflutnings á stórgripahúðum frá Afríku í kringum aldamótin 1900. Sannreynt var í Þýskalandi á þessum tíma að hluti húðanna voru sýktar. "Þessum stöðum er enn að fjölga og eitthvað ennþá óupplýst," sagði Sigurður sem kvað skipta miklu máli að fá upplýsingar frá fólki sem teldi sig vita um miltisbrandssýkta staði, jafnvel þótt það væri ekki fullvisst í sinni sök. Hann sagði að menn hefðu hringt með slíkar upplýsingar eða skrifað. Þá kvaðst Sigurður hafa farið inn á elliheimili til að ná í aldrað fólk sem talið var búa yfir slíkum upplýsingum. Spurður um hvort hægt væri að sannreyna hvort miltisbrandur væri til staðar sagði Sigurður það mjög erfitt að rækta bakteríuna, en svo kynni að fara að það yrði gert ef aðferðir reyndust nothæfar til þess. "Miltisbrandssýktir staðir verða væntanlega merktir og teknir á skrá með viðeigandi fyrirvörum," sagði Sigurður. "Þeir verða hnitmiðaðir nákvæmlega og gefin verður út skrá sem birt verður á vef yfirdýralæknis. Þaðan verða upplýsingarnar settar á tengingu til þeirra fjölmörgu aðrir aðila sem þurfa á því að halda. Jafnframt þeirra sem vinna á einn eða annan hátt við að bylta jörðinni eða grafa munu einnig fá slíka skrá. Það er ekki hætta af stöðunum sem slíkum ef yfirborðinu er ekki raskað." Hann sagði að auk suður- og Vesturlands hefði verið tilkynnt um miltisbrandssýkt svæði á stöðu stöðum á Vestfjörðum, allt norður á Strandir og vestur að í Ísafjarðardjúpi, á Norðurlandi og talsvert á Austurlandi.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira