Hlýja mér í hjartanu 5. janúar 2005 00:01 "Ég er voðalega mikill lúði í svona málum. Ég held að ég eigi ekki einn skartgrip. Ég er sko engin pæja," segir Katrín aðspurð um uppáhaldsflíkina en þegar hún er sannfærð um að uppáhaldið þurfi ekki að vera pæjuflík þá dettur henni strax eitt í hug. "Vinkona mín prjónaði á mig vettlinga sem eru ekki með neinum puttum. Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að kalla þá - griffluvettlinga kannski? Þeir eru voðalega þægilegir og ná langt upp þannig að þeir hlýja mér í hjartanu," segir Katrín sem er aldeilis fegin að eiga svona klára vinkonu. "Hún er rosa dugleg að prjóna og það er munur að eiga vinkonu sem getur hannað á mann flíkur." "Vettlingarnir eru dökkrauðir með gullglans í þeim og ég nota þá alla daga. Þeir eru bráðnauðsynlegir í þessu veðri núna. Ég get meira að segja spilað á harmonikkuna í þeim. Ég hef reyndar bara gert það einu sinni en ég get það samt. Við erum yfirleitt ekki að spila í það miklum kulda," segir Katrín en hún er á fullu með Brúðarbandinu og reynir að halda jafnvægi milli hljómsveitarinnar og fjölskyldunnar. "Við æfum líka mjög reglulega og erum alltaf að búa til ný lög. Þetta er svo gaman og það er mun auðveldara að spila núna en var áður. Við erum orðnar aðeins sjóaðri en alls engir atvinnumenn," segir Katrín að lokum og hlær. Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Hera Björk mun kynna stigin Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Þau allra nettustu á Met Gala Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira
"Ég er voðalega mikill lúði í svona málum. Ég held að ég eigi ekki einn skartgrip. Ég er sko engin pæja," segir Katrín aðspurð um uppáhaldsflíkina en þegar hún er sannfærð um að uppáhaldið þurfi ekki að vera pæjuflík þá dettur henni strax eitt í hug. "Vinkona mín prjónaði á mig vettlinga sem eru ekki með neinum puttum. Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að kalla þá - griffluvettlinga kannski? Þeir eru voðalega þægilegir og ná langt upp þannig að þeir hlýja mér í hjartanu," segir Katrín sem er aldeilis fegin að eiga svona klára vinkonu. "Hún er rosa dugleg að prjóna og það er munur að eiga vinkonu sem getur hannað á mann flíkur." "Vettlingarnir eru dökkrauðir með gullglans í þeim og ég nota þá alla daga. Þeir eru bráðnauðsynlegir í þessu veðri núna. Ég get meira að segja spilað á harmonikkuna í þeim. Ég hef reyndar bara gert það einu sinni en ég get það samt. Við erum yfirleitt ekki að spila í það miklum kulda," segir Katrín en hún er á fullu með Brúðarbandinu og reynir að halda jafnvægi milli hljómsveitarinnar og fjölskyldunnar. "Við æfum líka mjög reglulega og erum alltaf að búa til ný lög. Þetta er svo gaman og það er mun auðveldara að spila núna en var áður. Við erum orðnar aðeins sjóaðri en alls engir atvinnumenn," segir Katrín að lokum og hlær.
Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Hera Björk mun kynna stigin Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Þau allra nettustu á Met Gala Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira