Endurálagning Baugs 464 milljónir 5. janúar 2005 00:01 Baugi Group hefur verið gert að greiða 464 milljónir króna í skatta vegna endurálagningar ríkisskattstjóra fyrir tekjuárin 1998 til 2002. Baugur fékk ákvörðun skattayfirvalda afhent á gamlársdag. Í yfirlýsingu frá Baugi Group segir að að teknu tilliti til greiðslna sem áður hafi verið inntar af hendi og endurkröfuréttar félagsins á hendur þriðja aðila, þurfi félagið sjálft að bera um 282 milljónir króna. Af þeirri fjárhæð séu um það bil 223 milljónir vegna meints vanframtalins söluhagnaðar við samruna Hagkaupa hf. og Bónuss sf. og fleiri félaga þegar Baugur hf. var stofnaður sumarið 1998. Þá segir í yfirlýsingunni að félagið sætti sig ekki við forsendur endurákvörðunarinnar að því er varðar tilurð Baugs hf. 1998 og muni skjóta ágreiningi um það efni til yfirskattanefndar og/eða dómstóla. Af varfærnisástæðum var hugsanleg tekjuskattskvöð vegna niðurstöðu í frumskýrslu skattrannsóknarstjóra ríkisins frá því í bryjun júní 2004 færð í ársreikningi félagsins fyrir árið 2003. Hagnaður þess árs nam 9.500 milljónum króna, að teknu tilliti til þeirrar kvaðar. Í lok yfirlýsingar Baugs Group segir að tilvikin sem skattrannsóknin og endurákvörðun ríkisskattstjóra taki til, séu að mati félagsins háð miklum vafa. Mikilvægt sé að félagið fái frið til að færa fram athugasemdir sínar gagnvart réttum yfirvöldum. Þá segir að félagið harmi þann leka sem orðið hefur um rannsókn á málefnum félagsins, en alsiða sé og lögbundið, að halda trúnað um slík mál. Fréttir Innlent Lög og regla Viðskipti Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Baugi Group hefur verið gert að greiða 464 milljónir króna í skatta vegna endurálagningar ríkisskattstjóra fyrir tekjuárin 1998 til 2002. Baugur fékk ákvörðun skattayfirvalda afhent á gamlársdag. Í yfirlýsingu frá Baugi Group segir að að teknu tilliti til greiðslna sem áður hafi verið inntar af hendi og endurkröfuréttar félagsins á hendur þriðja aðila, þurfi félagið sjálft að bera um 282 milljónir króna. Af þeirri fjárhæð séu um það bil 223 milljónir vegna meints vanframtalins söluhagnaðar við samruna Hagkaupa hf. og Bónuss sf. og fleiri félaga þegar Baugur hf. var stofnaður sumarið 1998. Þá segir í yfirlýsingunni að félagið sætti sig ekki við forsendur endurákvörðunarinnar að því er varðar tilurð Baugs hf. 1998 og muni skjóta ágreiningi um það efni til yfirskattanefndar og/eða dómstóla. Af varfærnisástæðum var hugsanleg tekjuskattskvöð vegna niðurstöðu í frumskýrslu skattrannsóknarstjóra ríkisins frá því í bryjun júní 2004 færð í ársreikningi félagsins fyrir árið 2003. Hagnaður þess árs nam 9.500 milljónum króna, að teknu tilliti til þeirrar kvaðar. Í lok yfirlýsingar Baugs Group segir að tilvikin sem skattrannsóknin og endurákvörðun ríkisskattstjóra taki til, séu að mati félagsins háð miklum vafa. Mikilvægt sé að félagið fái frið til að færa fram athugasemdir sínar gagnvart réttum yfirvöldum. Þá segir að félagið harmi þann leka sem orðið hefur um rannsókn á málefnum félagsins, en alsiða sé og lögbundið, að halda trúnað um slík mál.
Fréttir Innlent Lög og regla Viðskipti Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira