Ólíklegt að Kópavogsmálið leysist 4. janúar 2005 00:01 Ekkert útlit er fyrir að lögreglunni í Kópavogi takist að hafa uppi á manninum sem tældi níu ára telpu upp í bíl sinn í miðbæ Kópavogs síðari hluta nóvembermánaðar. Um 30 menn voru yfirheyrðir vegna málsins, en nokkrar vikur eru síðan sá síðasti var yfirheyrður. Litla telpan var numin á brott síðdegis þann 24. nóvember. Hún fannst köld og hrakin upp við Skálafell í Mosfellsdal um þremur klukkustundum síðar. Hún bar að maðurinn hefði ekið sér þangað. Hún sagði manninn hafa ekið rauðum fólksbíl og að hann hefði verið um tvítugt, sköllóttur, með svört plastgleraugu og skeggtopp undir neðri vör. Lögreglunni bárust fjölmargar ábendingar eftir að þessi lýsing fór út í fjölmiðlum og segir Friðrik Björgvinsson, yfirlögregluþjónn í Kópavogi, að um 30 menn hafi verið yfirheyrðir næstu daga. Yfirsheyrslur báru engan árangur og nú hefur enginn verið yfirheyrður í tengslum við þetta mál í nokkrar vikur. Friðrik segir það blasa við að því lengri tími sem líði án þess að nokkuð gerist í málinu, því minni líkur séu á að lögreglunni takist að hafa hendur í hári þessa manns. Málið sé að sjálfsögðu enn þá uppi á borðinu en á meðan fáar sem engar vísbendingar séu til að fara eftir sé fátt hægt að gera. Friðrik segir að ekki hafi verið gripið til þess ráðs að fá teiknara til að teikna mynd af manninum eftir lýsingu telpunnar þar sem lýsing hennar hafi ekki þótt það tæmandi að hægt hefði verið að draga upp fullnægjandi mynd af manninum. Fari því sem horfir mun þessi ódæðismaður sleppa með skrekkinn nema þeir sem vita til verka hans segi til hans. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Fleiri fréttir Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Sjá meira
Ekkert útlit er fyrir að lögreglunni í Kópavogi takist að hafa uppi á manninum sem tældi níu ára telpu upp í bíl sinn í miðbæ Kópavogs síðari hluta nóvembermánaðar. Um 30 menn voru yfirheyrðir vegna málsins, en nokkrar vikur eru síðan sá síðasti var yfirheyrður. Litla telpan var numin á brott síðdegis þann 24. nóvember. Hún fannst köld og hrakin upp við Skálafell í Mosfellsdal um þremur klukkustundum síðar. Hún bar að maðurinn hefði ekið sér þangað. Hún sagði manninn hafa ekið rauðum fólksbíl og að hann hefði verið um tvítugt, sköllóttur, með svört plastgleraugu og skeggtopp undir neðri vör. Lögreglunni bárust fjölmargar ábendingar eftir að þessi lýsing fór út í fjölmiðlum og segir Friðrik Björgvinsson, yfirlögregluþjónn í Kópavogi, að um 30 menn hafi verið yfirheyrðir næstu daga. Yfirsheyrslur báru engan árangur og nú hefur enginn verið yfirheyrður í tengslum við þetta mál í nokkrar vikur. Friðrik segir það blasa við að því lengri tími sem líði án þess að nokkuð gerist í málinu, því minni líkur séu á að lögreglunni takist að hafa hendur í hári þessa manns. Málið sé að sjálfsögðu enn þá uppi á borðinu en á meðan fáar sem engar vísbendingar séu til að fara eftir sé fátt hægt að gera. Friðrik segir að ekki hafi verið gripið til þess ráðs að fá teiknara til að teikna mynd af manninum eftir lýsingu telpunnar þar sem lýsing hennar hafi ekki þótt það tæmandi að hægt hefði verið að draga upp fullnægjandi mynd af manninum. Fari því sem horfir mun þessi ódæðismaður sleppa með skrekkinn nema þeir sem vita til verka hans segi til hans.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Fleiri fréttir Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Sjá meira