Ólíklegt að Kópavogsmálið leysist 4. janúar 2005 00:01 Ekkert útlit er fyrir að lögreglunni í Kópavogi takist að hafa uppi á manninum sem tældi níu ára telpu upp í bíl sinn í miðbæ Kópavogs síðari hluta nóvembermánaðar. Um 30 menn voru yfirheyrðir vegna málsins, en nokkrar vikur eru síðan sá síðasti var yfirheyrður. Litla telpan var numin á brott síðdegis þann 24. nóvember. Hún fannst köld og hrakin upp við Skálafell í Mosfellsdal um þremur klukkustundum síðar. Hún bar að maðurinn hefði ekið sér þangað. Hún sagði manninn hafa ekið rauðum fólksbíl og að hann hefði verið um tvítugt, sköllóttur, með svört plastgleraugu og skeggtopp undir neðri vör. Lögreglunni bárust fjölmargar ábendingar eftir að þessi lýsing fór út í fjölmiðlum og segir Friðrik Björgvinsson, yfirlögregluþjónn í Kópavogi, að um 30 menn hafi verið yfirheyrðir næstu daga. Yfirsheyrslur báru engan árangur og nú hefur enginn verið yfirheyrður í tengslum við þetta mál í nokkrar vikur. Friðrik segir það blasa við að því lengri tími sem líði án þess að nokkuð gerist í málinu, því minni líkur séu á að lögreglunni takist að hafa hendur í hári þessa manns. Málið sé að sjálfsögðu enn þá uppi á borðinu en á meðan fáar sem engar vísbendingar séu til að fara eftir sé fátt hægt að gera. Friðrik segir að ekki hafi verið gripið til þess ráðs að fá teiknara til að teikna mynd af manninum eftir lýsingu telpunnar þar sem lýsing hennar hafi ekki þótt það tæmandi að hægt hefði verið að draga upp fullnægjandi mynd af manninum. Fari því sem horfir mun þessi ódæðismaður sleppa með skrekkinn nema þeir sem vita til verka hans segi til hans. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Ekkert útlit er fyrir að lögreglunni í Kópavogi takist að hafa uppi á manninum sem tældi níu ára telpu upp í bíl sinn í miðbæ Kópavogs síðari hluta nóvembermánaðar. Um 30 menn voru yfirheyrðir vegna málsins, en nokkrar vikur eru síðan sá síðasti var yfirheyrður. Litla telpan var numin á brott síðdegis þann 24. nóvember. Hún fannst köld og hrakin upp við Skálafell í Mosfellsdal um þremur klukkustundum síðar. Hún bar að maðurinn hefði ekið sér þangað. Hún sagði manninn hafa ekið rauðum fólksbíl og að hann hefði verið um tvítugt, sköllóttur, með svört plastgleraugu og skeggtopp undir neðri vör. Lögreglunni bárust fjölmargar ábendingar eftir að þessi lýsing fór út í fjölmiðlum og segir Friðrik Björgvinsson, yfirlögregluþjónn í Kópavogi, að um 30 menn hafi verið yfirheyrðir næstu daga. Yfirsheyrslur báru engan árangur og nú hefur enginn verið yfirheyrður í tengslum við þetta mál í nokkrar vikur. Friðrik segir það blasa við að því lengri tími sem líði án þess að nokkuð gerist í málinu, því minni líkur séu á að lögreglunni takist að hafa hendur í hári þessa manns. Málið sé að sjálfsögðu enn þá uppi á borðinu en á meðan fáar sem engar vísbendingar séu til að fara eftir sé fátt hægt að gera. Friðrik segir að ekki hafi verið gripið til þess ráðs að fá teiknara til að teikna mynd af manninum eftir lýsingu telpunnar þar sem lýsing hennar hafi ekki þótt það tæmandi að hægt hefði verið að draga upp fullnægjandi mynd af manninum. Fari því sem horfir mun þessi ódæðismaður sleppa með skrekkinn nema þeir sem vita til verka hans segi til hans.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira