Ólíklegt að Kópavogsmálið leysist 4. janúar 2005 00:01 Ekkert útlit er fyrir að lögreglunni í Kópavogi takist að hafa uppi á manninum sem tældi níu ára telpu upp í bíl sinn í miðbæ Kópavogs síðari hluta nóvembermánaðar. Um 30 menn voru yfirheyrðir vegna málsins, en nokkrar vikur eru síðan sá síðasti var yfirheyrður. Litla telpan var numin á brott síðdegis þann 24. nóvember. Hún fannst köld og hrakin upp við Skálafell í Mosfellsdal um þremur klukkustundum síðar. Hún bar að maðurinn hefði ekið sér þangað. Hún sagði manninn hafa ekið rauðum fólksbíl og að hann hefði verið um tvítugt, sköllóttur, með svört plastgleraugu og skeggtopp undir neðri vör. Lögreglunni bárust fjölmargar ábendingar eftir að þessi lýsing fór út í fjölmiðlum og segir Friðrik Björgvinsson, yfirlögregluþjónn í Kópavogi, að um 30 menn hafi verið yfirheyrðir næstu daga. Yfirsheyrslur báru engan árangur og nú hefur enginn verið yfirheyrður í tengslum við þetta mál í nokkrar vikur. Friðrik segir það blasa við að því lengri tími sem líði án þess að nokkuð gerist í málinu, því minni líkur séu á að lögreglunni takist að hafa hendur í hári þessa manns. Málið sé að sjálfsögðu enn þá uppi á borðinu en á meðan fáar sem engar vísbendingar séu til að fara eftir sé fátt hægt að gera. Friðrik segir að ekki hafi verið gripið til þess ráðs að fá teiknara til að teikna mynd af manninum eftir lýsingu telpunnar þar sem lýsing hennar hafi ekki þótt það tæmandi að hægt hefði verið að draga upp fullnægjandi mynd af manninum. Fari því sem horfir mun þessi ódæðismaður sleppa með skrekkinn nema þeir sem vita til verka hans segi til hans. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Ekkert útlit er fyrir að lögreglunni í Kópavogi takist að hafa uppi á manninum sem tældi níu ára telpu upp í bíl sinn í miðbæ Kópavogs síðari hluta nóvembermánaðar. Um 30 menn voru yfirheyrðir vegna málsins, en nokkrar vikur eru síðan sá síðasti var yfirheyrður. Litla telpan var numin á brott síðdegis þann 24. nóvember. Hún fannst köld og hrakin upp við Skálafell í Mosfellsdal um þremur klukkustundum síðar. Hún bar að maðurinn hefði ekið sér þangað. Hún sagði manninn hafa ekið rauðum fólksbíl og að hann hefði verið um tvítugt, sköllóttur, með svört plastgleraugu og skeggtopp undir neðri vör. Lögreglunni bárust fjölmargar ábendingar eftir að þessi lýsing fór út í fjölmiðlum og segir Friðrik Björgvinsson, yfirlögregluþjónn í Kópavogi, að um 30 menn hafi verið yfirheyrðir næstu daga. Yfirsheyrslur báru engan árangur og nú hefur enginn verið yfirheyrður í tengslum við þetta mál í nokkrar vikur. Friðrik segir það blasa við að því lengri tími sem líði án þess að nokkuð gerist í málinu, því minni líkur séu á að lögreglunni takist að hafa hendur í hári þessa manns. Málið sé að sjálfsögðu enn þá uppi á borðinu en á meðan fáar sem engar vísbendingar séu til að fara eftir sé fátt hægt að gera. Friðrik segir að ekki hafi verið gripið til þess ráðs að fá teiknara til að teikna mynd af manninum eftir lýsingu telpunnar þar sem lýsing hennar hafi ekki þótt það tæmandi að hægt hefði verið að draga upp fullnægjandi mynd af manninum. Fari því sem horfir mun þessi ódæðismaður sleppa með skrekkinn nema þeir sem vita til verka hans segi til hans.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira