Sport

Segist ráða við Kahn

Jens Lehmann, markvörður Arsenal, er bjartsýnn á að geta slegið Oliver Kahn út úr þýska landsliðinu fyrir HM næsta sumar. Jurgen Klinsmann, þjálfari Þjóðverja, er ekki búinn að velja aðalmarkvörð en valið stendur á milli Kahns og Lehmanns.

Arsenal-markvörðurinn hefur gengið svo langt að hóta því að vera ekki í hópnum verði hann ekki aðalmarkvörður. "Ég tel mig tvímælalaust vera nógu góðan og ég er í toppformi og verð í mínu allra besta formi þegar HM byrjar. Þegar ég er í mínu besta formi er enginn betri en ég. Það er mín trú," sagði Lehmann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×