Sport

Verður líklega áfram hjá FH

Davíð Þór Viðarsson var fyrirliði U-21 landsliðsins og er hér með bróður sínum Bjarna sem er á mála hjá Everton.
Davíð Þór Viðarsson var fyrirliði U-21 landsliðsins og er hér með bróður sínum Bjarna sem er á mála hjá Everton.

Davíð Þór Viðarsson, leikmaður FH, býst fastlega við því að vera áfram hjá liðinu þrátt fyrir að hafa reynt fyrir sér erlendis að undanförnu. Davíð fór til Reading þar sem hann æfði með liðinu um stund en félagið hætti við að fá hann eftir að hafa fylgst með honum í ungmennalandsleik Íslands og Svíþjóðar.

"Mér gekk vel hjá Reading en svo komu þeir að horfa á mig í landsleiknum gegn Svíum og voru ekki alveg nógu ánægðir með mig. Þeir sögðu að ég hentaði ekki alveg í enska boltann, ég er kannski ekki þessi týpíski enski miðjumaður en ég tel mig nú vel geta að spilað á Englandi," sagði Davíð Þór í samtali við Fréttablaðið.

Davíð átti að fara til tveggja liða í Belgíu en það var á misskilningi byggt og ekkert varð úr förinni: "Þetta var einhver misskilningur hjá þeim sem sjá um þetta. Mouscron vantaði ekkert miðjumann og sömu sögu er að segja af hinu liðinu, Brussels. Ég skil ekkert í þessu sjálfur," sagði Davíð, sem átti gott tímabil með FH í sumar og er mikill fengur fyrir liðið að halda þessum fyrirliða U21 árs landsliðs Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×