Sport

Besti hópur sem ég hef haft

Sven-Göran Eriksson. Mjög ánægður með liðið sitt þessa dagana.
Sven-Göran Eriksson. Mjög ánægður með liðið sitt þessa dagana.

Enski landsliðsþjálfarinn Sven-Göran Eriksson kveðst aldrei hafa haft á jafn sterkum leikmannahópi úr að velja og um þessar mundir og segir að ef hann sleppir við meiðsli treystir hann sér að fara langt með þennan hóp á HM á næsta ári.

"Leikmennirnir hafa þroskast mikið síðan ég tók við stjórninni og í dag tel ég liðið vera með hágæða og vel mótaða leikmenn í öllum stöðum," segir Eriksson og hrósar sérstaklega framherjapari sínu, Micheal Owen og Wayne Rooney.

"Þeir eru mjög góðir saman og báðir frábærir leikmenn. Svo má ekki gleyma að Owen er aðeins 25 ára og hefur verið að í átta ár. Rooney er tvítugur en hefur spilað 28 landsleiki. Ég man ekki eftir því að svo ungur leikmaður hafi spilað svo marga landsleiki í sögunni," segir Eriksson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×