Úr leik þrátt fyrir sigur 14. nóvember 2005 06:00 "Ég er stoltur af strákunum og nú kom baráttan sem býr í þessu liði bærlega í ljós," sagði Óskar Bjarni Óskarson þjálfari Vals við Fréttablaðið eftir 24-22 sigur Valsmanna á Skövde í Laugardalshöllinni í gær en Svíarnir unnu samtals með fimm mörkum. Mikil stemmning var í Höllinni en bæði Valsmenn og Svíar fjölmenntu á pallana og skemmtu sér konunglega. "Nú small vörnin en þeir náðu að draga hraðann aðeins niður og við náðum ekki að keyra á þá eins og við vildum. En við unnum leikinn og það er mjög gott. Ég er fyrst og fremstu stoltur af varnarleiknum í dag en við byggjum á þessu og þetta fer beint í reynslubankann. Við stefndum auðvitað á að komast áfram en þrjár umferðir er bara mjög gott í ár og við förum bara lengra á næsta ári og þá vonandi í Meistaradeildinni." sagði Óskar Bjarni brosmildur að lokum. Pálmar Pétursson markmaður Vals varði nítján skot í markinu og átti mjög góðan leik. "Þetta var gott í dag en við klúðruðum þessi með hrikalegum sóknarleik, sérstaklega framan af leik. Vörnin var í topp standi en það var aðallega sóknin sem klikkaði í dag. Þeir kaffærðu okkur í hraðaupphlaupum í byrjun leiks og skoruðu sex mörk en ef við hefðum náð að stoppa það þá hefði þetta komið. Við erum alls ekki lakari en þetta lið. Við klúðruðum þessi úti og töpuðum með sjö mörkum sem var alltof stórt. Þar var sóknarleikurinn líka að klikka Þetta var mjög skemmtilegt í dag og við sýndum að við getum vel unnið þetta lið." sagði Pálmar. Pálmar var besti maður Vals í leiknum en vörnin á þó stærstan hlut í sigrinum en hún hreinlega lokaði á Svíana sem komust oft hvorki lönd né strönd. Sóknarleikur liðsins var þó brothættur og oft á tíðum bar á óskynsemi og fljótfærni sem gerði markmanni gestanna auðvelt fyrir að verja skot Valsmanna. Baldvin Þorsteinsson og Mohamadi Loutoufi voru markahæstu menn Valsara en þeir skoruðu báðir fimm mörk í leiknum. Erlendar Handbolti Íþróttir Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Sjá meira
"Ég er stoltur af strákunum og nú kom baráttan sem býr í þessu liði bærlega í ljós," sagði Óskar Bjarni Óskarson þjálfari Vals við Fréttablaðið eftir 24-22 sigur Valsmanna á Skövde í Laugardalshöllinni í gær en Svíarnir unnu samtals með fimm mörkum. Mikil stemmning var í Höllinni en bæði Valsmenn og Svíar fjölmenntu á pallana og skemmtu sér konunglega. "Nú small vörnin en þeir náðu að draga hraðann aðeins niður og við náðum ekki að keyra á þá eins og við vildum. En við unnum leikinn og það er mjög gott. Ég er fyrst og fremstu stoltur af varnarleiknum í dag en við byggjum á þessu og þetta fer beint í reynslubankann. Við stefndum auðvitað á að komast áfram en þrjár umferðir er bara mjög gott í ár og við förum bara lengra á næsta ári og þá vonandi í Meistaradeildinni." sagði Óskar Bjarni brosmildur að lokum. Pálmar Pétursson markmaður Vals varði nítján skot í markinu og átti mjög góðan leik. "Þetta var gott í dag en við klúðruðum þessi með hrikalegum sóknarleik, sérstaklega framan af leik. Vörnin var í topp standi en það var aðallega sóknin sem klikkaði í dag. Þeir kaffærðu okkur í hraðaupphlaupum í byrjun leiks og skoruðu sex mörk en ef við hefðum náð að stoppa það þá hefði þetta komið. Við erum alls ekki lakari en þetta lið. Við klúðruðum þessi úti og töpuðum með sjö mörkum sem var alltof stórt. Þar var sóknarleikurinn líka að klikka Þetta var mjög skemmtilegt í dag og við sýndum að við getum vel unnið þetta lið." sagði Pálmar. Pálmar var besti maður Vals í leiknum en vörnin á þó stærstan hlut í sigrinum en hún hreinlega lokaði á Svíana sem komust oft hvorki lönd né strönd. Sóknarleikur liðsins var þó brothættur og oft á tíðum bar á óskynsemi og fljótfærni sem gerði markmanni gestanna auðvelt fyrir að verja skot Valsmanna. Baldvin Þorsteinsson og Mohamadi Loutoufi voru markahæstu menn Valsara en þeir skoruðu báðir fimm mörk í leiknum.
Erlendar Handbolti Íþróttir Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Sjá meira