Pólitísk ókyrrð í Þýskalandi 3. nóvember 2005 06:00 Stjórnarmyndun Angelu Merkel, foringja Kristilega demókrataflokksins í Þýskalandi, virðist nú hanga á bláþræði eftir innanflokksátök í Jafnaðarmannaflokknum, þar sem róttæk kona var kjörin framkvæmdastjóri flokksins. Í kjölfarið tilkynnti Franz Münterfering, formaður flokksins, að hann myndi láta af formennsku, og jafnvel ekki taka sæti í stjórninni, þar sem hann átti að verða varakanslari og vinnumálaráðherra. Þetta leiddi svo til þess að kristilegi demókratinn Edmund Stoiber frá Bæjaralandi sagðist ekki myndu taka sæti í stjórninni og halda kyrru fyrir í München. Raunverulegar stjórnarmyndunarviðræður í Þýskalandi hófust ekki fyrr en fyrir rúmum hálfum mánuði síðan, en áður höfðu leiðtogar flokkanna ræðst við formlega og óformlega eftir kosningarnar fyrir um einum og hálfum mánuði. Margs konar stjórnarmynstur voru rædd en niðurstaðan varð sú að stóru flokkarnir tveir, Kristilegir demókratar og systurflokkur þeirra ásamt Jafnaðarmönnum, mynduðu næstu ríkisstjórn Þýskalands. Aðalverkefni þeirrar stjórnar átti að vera að koma efnahagsmálunum í lag, og talað var um mikinn niðurskurð ríkisútgjalda í því sambandi. Eftir mikil fundahöld bak við luktar dyr varð niðurstaðan í undirbúningsviðræðunum sú að Gerhard Schröder yrði ekki kanslari áfram og tæki ekki sæti í ríkisstjórninni, heldur myndi Angela Merkel, leiðtogi Kristilegra, leiða hana. Í kosningunum var fylgi flokkanna nokkuð jafnt, en það sem kom kannski mörgum á óvart var að Jafnaðarmannaflokkurinn fékk meira fylgi en búist hafði verið við, en Kristilegir fengu ekki eins mikið og búist hafði verið við. Talið er að persónutöfrar Schröders hafi haft mikið að segja á síðustu dögum kosningabaráttunnar. Eftir að stóru flokkarnir urðu ásáttir um að vinna saman í næstu ríkisstjórn áttu hinar raunverulegu stjórnarmyndunarviðræður að hefjast en þá þegar var búið að ganga frá ráðherraembættum, ekki aðeins hvaða flokkur fengi hvaða ráðuneyti, heldur var búið að skipa í stöðurnar. Þannig var ljóst að Jafnaðarmenn áttu að fá flest lykilembættin í stjórninni, gegn því að Angela Merkel yrði kanslari. Meðal ráðuneyta Jafnaðarmannaflokksins má nefna utanríkisráðuneyti og fjármálaráðuneytið auk varakanslaraembættisins. Þannig voru þeir með mörg lykilembætti. Sumir stjórnmálaskýrendur kváðu svo fast að orði að þeir sögðu að væntanlegur kanslari væri gísl jafnaðarmanna í ríkisstjórninni og Angela Merkel myndi ekki geta gert neina stóra hluti án samþykkis þeirra – hún væri landlaus sögðu aðrir. Við niðurröðun í ráðherraembættin sögðu sum blöð að ríkisstjórnin yrði mjög sviplaus, því þar væru fáir sem sópaði að. Þetta væri allt vænt og gott fólk, atvinnumenn og -konur í pólitík, en neistann vantaði. Það var því ekki spáð vel fyrir stjórninni áður en hún var formlega mynduð og nú bætist það við að tveir af lykilmönnunum í undirbúningsviðræðunum verða líklega ekki með í ráðuneyti Angelu Merkel. Það kemur kannski ekki á óvart að Edmund Stoiber hafi notað fyrsta tækifæri til að afsala sér ráðherraembætti undir stjórn Merkel, því þau öttu á sínum tíma kappi um forystu í flokknum. Því hefur verið haldið fram að ef kosningarnar hefði ekki borið svona brátt að hefði Stoiber hugsanlega orðið kanslaraefni Kristilegra en flokkurinn hafi ekki talið það heppilegt að skipta um kanslaraefni í sumar fyrir kosningar. Það verður fróðlegt að fylgjast með framvindu mála í þýskum stjórnmálum á næstunni en ef tekst að mynda stjórn stóru flokkanna verður hún kannski ekki langlíf. Nú þegar virðist ljóst að tvær veigamestu fjaðrirnar úr báðum flokkum verða þar ekki innanborðs, og mátti stjórnin ekki við því að missa þær. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Skoðanir Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Sjá meira
Stjórnarmyndun Angelu Merkel, foringja Kristilega demókrataflokksins í Þýskalandi, virðist nú hanga á bláþræði eftir innanflokksátök í Jafnaðarmannaflokknum, þar sem róttæk kona var kjörin framkvæmdastjóri flokksins. Í kjölfarið tilkynnti Franz Münterfering, formaður flokksins, að hann myndi láta af formennsku, og jafnvel ekki taka sæti í stjórninni, þar sem hann átti að verða varakanslari og vinnumálaráðherra. Þetta leiddi svo til þess að kristilegi demókratinn Edmund Stoiber frá Bæjaralandi sagðist ekki myndu taka sæti í stjórninni og halda kyrru fyrir í München. Raunverulegar stjórnarmyndunarviðræður í Þýskalandi hófust ekki fyrr en fyrir rúmum hálfum mánuði síðan, en áður höfðu leiðtogar flokkanna ræðst við formlega og óformlega eftir kosningarnar fyrir um einum og hálfum mánuði. Margs konar stjórnarmynstur voru rædd en niðurstaðan varð sú að stóru flokkarnir tveir, Kristilegir demókratar og systurflokkur þeirra ásamt Jafnaðarmönnum, mynduðu næstu ríkisstjórn Þýskalands. Aðalverkefni þeirrar stjórnar átti að vera að koma efnahagsmálunum í lag, og talað var um mikinn niðurskurð ríkisútgjalda í því sambandi. Eftir mikil fundahöld bak við luktar dyr varð niðurstaðan í undirbúningsviðræðunum sú að Gerhard Schröder yrði ekki kanslari áfram og tæki ekki sæti í ríkisstjórninni, heldur myndi Angela Merkel, leiðtogi Kristilegra, leiða hana. Í kosningunum var fylgi flokkanna nokkuð jafnt, en það sem kom kannski mörgum á óvart var að Jafnaðarmannaflokkurinn fékk meira fylgi en búist hafði verið við, en Kristilegir fengu ekki eins mikið og búist hafði verið við. Talið er að persónutöfrar Schröders hafi haft mikið að segja á síðustu dögum kosningabaráttunnar. Eftir að stóru flokkarnir urðu ásáttir um að vinna saman í næstu ríkisstjórn áttu hinar raunverulegu stjórnarmyndunarviðræður að hefjast en þá þegar var búið að ganga frá ráðherraembættum, ekki aðeins hvaða flokkur fengi hvaða ráðuneyti, heldur var búið að skipa í stöðurnar. Þannig var ljóst að Jafnaðarmenn áttu að fá flest lykilembættin í stjórninni, gegn því að Angela Merkel yrði kanslari. Meðal ráðuneyta Jafnaðarmannaflokksins má nefna utanríkisráðuneyti og fjármálaráðuneytið auk varakanslaraembættisins. Þannig voru þeir með mörg lykilembætti. Sumir stjórnmálaskýrendur kváðu svo fast að orði að þeir sögðu að væntanlegur kanslari væri gísl jafnaðarmanna í ríkisstjórninni og Angela Merkel myndi ekki geta gert neina stóra hluti án samþykkis þeirra – hún væri landlaus sögðu aðrir. Við niðurröðun í ráðherraembættin sögðu sum blöð að ríkisstjórnin yrði mjög sviplaus, því þar væru fáir sem sópaði að. Þetta væri allt vænt og gott fólk, atvinnumenn og -konur í pólitík, en neistann vantaði. Það var því ekki spáð vel fyrir stjórninni áður en hún var formlega mynduð og nú bætist það við að tveir af lykilmönnunum í undirbúningsviðræðunum verða líklega ekki með í ráðuneyti Angelu Merkel. Það kemur kannski ekki á óvart að Edmund Stoiber hafi notað fyrsta tækifæri til að afsala sér ráðherraembætti undir stjórn Merkel, því þau öttu á sínum tíma kappi um forystu í flokknum. Því hefur verið haldið fram að ef kosningarnar hefði ekki borið svona brátt að hefði Stoiber hugsanlega orðið kanslaraefni Kristilegra en flokkurinn hafi ekki talið það heppilegt að skipta um kanslaraefni í sumar fyrir kosningar. Það verður fróðlegt að fylgjast með framvindu mála í þýskum stjórnmálum á næstunni en ef tekst að mynda stjórn stóru flokkanna verður hún kannski ekki langlíf. Nú þegar virðist ljóst að tvær veigamestu fjaðrirnar úr báðum flokkum verða þar ekki innanborðs, og mátti stjórnin ekki við því að missa þær.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun