Innlent

Með netvafra fyrir flugvélar

Jón S. von Tetzschner er forstjóri Opera Software, en fyrirtækið stofnaði hann með norskum vini sínum.
Jón S. von Tetzschner er forstjóri Opera Software, en fyrirtækið stofnaði hann með norskum vini sínum.

Norska vafra­fyrir­tækið Opera kynnti í gær sam­starf við raftækja­fram­leið­andann Thales um að Opera vafrinn verði hluti af TopSeries skemmtikerfi Thales fyrir flugvélar. Þannig eiga flugfarþegar véla sem nota TopSeries innan tíðar að geta vafrað um Internetið á ferðum sínum, en kerfið er sagt passa í flestar gerðir Boeing og Airbus farþegavéla.

Vafri Opera er sagður henta vel í alþjóðaumhverfi milli­landaflugsins því hann er í boði á fjölda tungumála, þar á meðal arabísku. Christen Krogh, vara­forseti hönnunardeildar Opera, fagnar áfanganum og spári því að vafrinn eigi eftir mikla útbreiðslu á jaðartækjum og sérsniðnum skjám, enda sé hann hannaður með smáskjái og fjölda stýrikerfa í huga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×