Reglur tilbúnar fyrir áramót 28. október 2005 03:30 Hrafnkell V. Gíslason forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir stærri fjarskiptafyrirtækið meðvituð um skyldur sínar varðandi öryggi fjarskipta. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir unnið að því að fara yfir lagaákvæði sem lúta að vernd fjarskipta og starfsháttum fjarskiptafyrirtækja með það fyrir augum að búa hugsanlega til vinnureglur þar að lútandi. Þetta er gert í kjölfar þess að Sturla Böðvarsson samgönguráðherra fól stofnuninni að bregðast sérstaklega við vegna frétta í Fréttablaðinu um upphaf Baugsmálsins, en þær byggðu á skjölum sem blaðið komst yfir. Hrafnkell áréttar að hugsanlegum leka á töluvpósti Jónínu Benediktsdóttur hafi ekki verið vísað til stofnunarinnar. "Og mér vitanlega hefur hún ekki kosið að kæra ólöglegan aðgang að tölvupósti sínum til yfirvalda, hvorki til okkar né lögreglu," segir hann. Í vinnu stofnunarinnar nú er aðallega horft til 47. greinar fjarskiptalaga um öryggi og þagnarskyldu. Þar segir að fjarskiptafyrirtæki skuli gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja öryggi fjarskiptanna. "Og við vinnum að því að setja upp annað hvort reglur eða leiðbeiningar um með hvaða hætti við munum framfylgja þessu í framtíðinni." Hrafnkell vonast til að þessari vinnu ljúki fyrir áramót, en fyrirtækjum verður gefinn kostur á að koma að athugasemdum áður en nýjar reglur taka gildi. Í starfi nefndar sem samgönguráðherra skipaði í maí til að fara yfir öryggi fjarskiptakerfa segir Hrafnkell að fram hafi komið í heimsóknum til fyrirtækja að þau séu mjög meðvituð um mikilvægi öryggismála og vinni öll að því kerfisbundið að viðhalda og efla öryggi. Hann kveðst ekki muna til þess að upp hafi komið mál þar sem starfsmenn fyrirtækja lækju upplýsingum. Innlent Tækni Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Fleiri fréttir Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjá meira
Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir unnið að því að fara yfir lagaákvæði sem lúta að vernd fjarskipta og starfsháttum fjarskiptafyrirtækja með það fyrir augum að búa hugsanlega til vinnureglur þar að lútandi. Þetta er gert í kjölfar þess að Sturla Böðvarsson samgönguráðherra fól stofnuninni að bregðast sérstaklega við vegna frétta í Fréttablaðinu um upphaf Baugsmálsins, en þær byggðu á skjölum sem blaðið komst yfir. Hrafnkell áréttar að hugsanlegum leka á töluvpósti Jónínu Benediktsdóttur hafi ekki verið vísað til stofnunarinnar. "Og mér vitanlega hefur hún ekki kosið að kæra ólöglegan aðgang að tölvupósti sínum til yfirvalda, hvorki til okkar né lögreglu," segir hann. Í vinnu stofnunarinnar nú er aðallega horft til 47. greinar fjarskiptalaga um öryggi og þagnarskyldu. Þar segir að fjarskiptafyrirtæki skuli gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja öryggi fjarskiptanna. "Og við vinnum að því að setja upp annað hvort reglur eða leiðbeiningar um með hvaða hætti við munum framfylgja þessu í framtíðinni." Hrafnkell vonast til að þessari vinnu ljúki fyrir áramót, en fyrirtækjum verður gefinn kostur á að koma að athugasemdum áður en nýjar reglur taka gildi. Í starfi nefndar sem samgönguráðherra skipaði í maí til að fara yfir öryggi fjarskiptakerfa segir Hrafnkell að fram hafi komið í heimsóknum til fyrirtækja að þau séu mjög meðvituð um mikilvægi öryggismála og vinni öll að því kerfisbundið að viðhalda og efla öryggi. Hann kveðst ekki muna til þess að upp hafi komið mál þar sem starfsmenn fyrirtækja lækju upplýsingum.
Innlent Tækni Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Fleiri fréttir Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjá meira