Sjö Íslendingar á hættusvæðum 28. desember 2004 00:01 Utanríkisráðuneytið hefur ekki upplýsingar um 26 Íslendinga í Asíu. Talið er að aðeins hluti fólksins hafi verið á svæðum þar sem flóðbylgja reið á land í kjölfar jarðskjálftans á annan í jólum sem mældist níu á Richterkvarða. Staðfest er að rúmlega 23 þúsund manns hafi látist. Pétur Ásgeirsson, skrifstofustjóri almennrar skrifstofu utanríkisráðuneytisins, segir ekkert benda til þess að Íslendingar hafi slasast eða farist. Gert sé ráð fyrir að meirihluti þeirra 26 sem engar spurnir hafi borist af hafi ekki verið á hættusvæðum, eins og í Pattaya og Singapúr, en ganga verði úr skugga um það. Pétur segir fjölskyldur nokkurra þeirra 26 hafa verið í sambandi við ráðuneytið. Hér heima óttist fólk af asískum ættum um afdrif ættingja sína. Somjai Sirimekha, túlkur hjá Alþjóðahúsi, segir sjö taílenskar fjölskyldur meðal þeirra. Rauði krossinn hefur boðið þeim aðstoð við að leita ættingja á hamfarasvæðunum. Rauði krossinn fundaði með áhyggjufullu fólki í húsakynnum sínum í gærkvöld. Þórir Guðmundsson, upplýsingafulltrúi Rauða kross Íslands, segir ríflega tvö þúsund hafa hringt í hjálparsíma Rauða krossins, 907 2020, og veitt þúsund króna framlag. Stjórnvöld hafi einnig ákveðið að veita fimm milljónir til hjálparstarfsins. Enginn Íslendingur hefur farið utan til hjálparstarfa. Þorsteinn Þorkelsson, sviðstjóri björgunarsviðs hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu, segir krafta Íslendinga sem starfi í viðbragðsliði Sameinuðu þjóðanna ekki hafa verið óskað að þessu sinni. Þórir segir um 130 manna þjálfaðan hóp veraldarvaktar Rauða krossins vera í viðbragðstöðu. Ekki sé útlit fyrir að hópurinn fari utan. Pétur segir danska sendiráðið í Bangkok ætla að hlutast til um Íslendinga á svæðinu. Þeir geti haft samband við danska hjálparmiðstöð á Phuket í Taílandi. Íslendinga leitað á hættusvæði:* - Óþekkt staðsetning á Taílandi 4- Pattaya á Taílandi11 - Taíland nálægt strönd 1 - Suðurhluti Taílands 1 - Cocin, Indlandi 1 - Balí, Indónesíu 6 - Singapúr 3 * Heimildir frá utanríkisráðuneytinu Asía - hamfarir Erlent Fréttir Veður Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
Utanríkisráðuneytið hefur ekki upplýsingar um 26 Íslendinga í Asíu. Talið er að aðeins hluti fólksins hafi verið á svæðum þar sem flóðbylgja reið á land í kjölfar jarðskjálftans á annan í jólum sem mældist níu á Richterkvarða. Staðfest er að rúmlega 23 þúsund manns hafi látist. Pétur Ásgeirsson, skrifstofustjóri almennrar skrifstofu utanríkisráðuneytisins, segir ekkert benda til þess að Íslendingar hafi slasast eða farist. Gert sé ráð fyrir að meirihluti þeirra 26 sem engar spurnir hafi borist af hafi ekki verið á hættusvæðum, eins og í Pattaya og Singapúr, en ganga verði úr skugga um það. Pétur segir fjölskyldur nokkurra þeirra 26 hafa verið í sambandi við ráðuneytið. Hér heima óttist fólk af asískum ættum um afdrif ættingja sína. Somjai Sirimekha, túlkur hjá Alþjóðahúsi, segir sjö taílenskar fjölskyldur meðal þeirra. Rauði krossinn hefur boðið þeim aðstoð við að leita ættingja á hamfarasvæðunum. Rauði krossinn fundaði með áhyggjufullu fólki í húsakynnum sínum í gærkvöld. Þórir Guðmundsson, upplýsingafulltrúi Rauða kross Íslands, segir ríflega tvö þúsund hafa hringt í hjálparsíma Rauða krossins, 907 2020, og veitt þúsund króna framlag. Stjórnvöld hafi einnig ákveðið að veita fimm milljónir til hjálparstarfsins. Enginn Íslendingur hefur farið utan til hjálparstarfa. Þorsteinn Þorkelsson, sviðstjóri björgunarsviðs hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu, segir krafta Íslendinga sem starfi í viðbragðsliði Sameinuðu þjóðanna ekki hafa verið óskað að þessu sinni. Þórir segir um 130 manna þjálfaðan hóp veraldarvaktar Rauða krossins vera í viðbragðstöðu. Ekki sé útlit fyrir að hópurinn fari utan. Pétur segir danska sendiráðið í Bangkok ætla að hlutast til um Íslendinga á svæðinu. Þeir geti haft samband við danska hjálparmiðstöð á Phuket í Taílandi. Íslendinga leitað á hættusvæði:* - Óþekkt staðsetning á Taílandi 4- Pattaya á Taílandi11 - Taíland nálægt strönd 1 - Suðurhluti Taílands 1 - Cocin, Indlandi 1 - Balí, Indónesíu 6 - Singapúr 3 * Heimildir frá utanríkisráðuneytinu
Asía - hamfarir Erlent Fréttir Veður Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira