Innlent

Eftirlitslaus partí alltof mörg

Fjórir unglingar voru handteknir í heimahúsi í Breiðholti aðfaranótt laugardags, en nágrannar höfðu kvartað yfir háreysti og ólátum í þeim. Í ljós kom að unglingar á grunnskólaaldri voru eftirlitslausir í húsinu og var áfengisneysla mikil. Lögreglan í Reykjavík segir að allt of mikið sé um eftirlitslaus unglingapartí, iðulega þurfi að kalla eftir aðstoð lögreglu til að leysa þau upp og þá sé ekki óalgengt að einhver sé handtekinn. "Svona partí fara yfirleitt úr böndunum; hlutir og íbúðir eru skemmdar," segir Pétur Guðmundsson, aðalvarðstjóri í Reykjavík. "Það er ekki óalgengt að einhverjir streitist á móti lögreglunni og neiti að yfirgefa húsnæðið. Við líðum ekki slíkt og hikum ekki við að handtaka þá sem eru með uppsteyt og látum foreldra þeirra sækja þá á stöðina." Lögreglan beinir þeim tilmælum til foreldra að sýna ábyrgð og leyfa börnum sínum ekki að halda partí án eftirlits.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×