Óvenjumargir í varðhaldi 18. desember 2004 00:01 Nítján sitja nú í gæsluvarðhaldi grunaðir um alvarlega glæpi. Það er óvenju margt að mati lögreglu og eins eru mörg alvarleg afbrot orsök þess. Reyndar hefur árið allt verið annasamt og að meðaltali hafa tíu til fjórtán einstaklingar verið í gæsluvarðhaldi í einu. Flestir hafa verið handteknir vegna ofbeldismála og fíkniefnamála en einnig sitja innbrotsþjófar bak við lás og slá í síbrotagæslu. Af þeim sem nú eru vistaðir í gæsluvarðhaldi eru sautján karlar en tvær konur og sá elsti er 42 ára en sá yngsti tvítugur. Þeir sem sæta gæsluvarðhaldi byrja yfirleitt fangelsisvistina í einangrun. Þá eru þeir algjörlega einangraðir frá umheiminum, dvelja í átta fermetra klefa og fá ekki að fara út úr honum nema í klukkustund á dag. Einangrunarvistin er allt frá nokkrum dögum upp í tvo mánuði. Þessi vist hefur oft mikil áhrif á sálarlíf fanganna og einstaka menn hafa ekki borið sitt barr að henni lokinni. Í almennu gæsluvarðhaldi fá þeir aukið frelsi, meðal annars með heimsóknum og notkun fjölmiðla. Gæsluvarðhaldsfangar eru flestir vistaðir á Litla-Hrauni en þar eru níu einangrunarpláss og tvö í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg. Rík ástæða þarf að vera til að dómstólar heimili gæsluvarðhald. Glæpurinn þarf að vera svo alvarlegur að hann varði fangelsi. Síðan þarf beiðni lögreglu um gæsluvarðhaldsvist að uppfylla eitt af fjórum skilyrðum. Í fyrsta lagi að hinn grunaði sé líklegur til að torvelda rannsókn málsins, til dæmis með því að afmá ummerki, skjóta undan munum eða hafa áhrif á vitni eða samseka, í öðru lagi að hann sé líklegur til að flýja land eða koma sér á annan hátt undan refsingu, í þriðja lagi að ætla megi að hann haldi áfram brotum áður en dæmt er í máli hans og í fjórða lagi að nauðsynlegt sé að verja aðra fyrir árásum sakbornings eða hann sjálfan fyrir árásum annarra. Í flestum tilvikum vísar lögregla til fyrsta skilyrðisins þegar hún fer fram á gæsluvarðhald. Íslendingar hafa verið gagnrýndir af alþjóðlegum eftirlitsstofnunum fyrir að beita gæsluvarðhaldi of frjálslega og vista menn of lengi í einangrun. Samsvarandi greinar í dönskum lögum eru til dæmis nokkuð þrengri en þær íslensku. Þar er meðal annars gerð krafa um að glæpurinn sé þess eðlis að hann varði að minnsta kosti fangelsi í eitt og hálft ár. Þar að auki hafa Danir sett ítarlegar reglur um lengd einangrunar og skilyrði fyrir henni. Hjá okkur fer ekki fram sérstakur málflutningur um það hvort þörf sé á einangrun gæsluvarðhaldsfanga. Yfirvöld hér á landi hafa þó brugðist við gagnrýninni og flestum viðmælendum blaðsins bar saman um að gæsluvarðhaldsúrskurðir séu nú styttri og færri en áður. Auk þess er nú reynt að létta mönnum vistina eins og hægt er og jafvel eru dæmi um að maður hafi fengið að halda upp á afmæli sitt í faðmi fjölskyldunnar í einangrunarklefa á Litla-Hrauni. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið The Vivienne er látin Erlent Fleiri fréttir Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sjá meira
Nítján sitja nú í gæsluvarðhaldi grunaðir um alvarlega glæpi. Það er óvenju margt að mati lögreglu og eins eru mörg alvarleg afbrot orsök þess. Reyndar hefur árið allt verið annasamt og að meðaltali hafa tíu til fjórtán einstaklingar verið í gæsluvarðhaldi í einu. Flestir hafa verið handteknir vegna ofbeldismála og fíkniefnamála en einnig sitja innbrotsþjófar bak við lás og slá í síbrotagæslu. Af þeim sem nú eru vistaðir í gæsluvarðhaldi eru sautján karlar en tvær konur og sá elsti er 42 ára en sá yngsti tvítugur. Þeir sem sæta gæsluvarðhaldi byrja yfirleitt fangelsisvistina í einangrun. Þá eru þeir algjörlega einangraðir frá umheiminum, dvelja í átta fermetra klefa og fá ekki að fara út úr honum nema í klukkustund á dag. Einangrunarvistin er allt frá nokkrum dögum upp í tvo mánuði. Þessi vist hefur oft mikil áhrif á sálarlíf fanganna og einstaka menn hafa ekki borið sitt barr að henni lokinni. Í almennu gæsluvarðhaldi fá þeir aukið frelsi, meðal annars með heimsóknum og notkun fjölmiðla. Gæsluvarðhaldsfangar eru flestir vistaðir á Litla-Hrauni en þar eru níu einangrunarpláss og tvö í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg. Rík ástæða þarf að vera til að dómstólar heimili gæsluvarðhald. Glæpurinn þarf að vera svo alvarlegur að hann varði fangelsi. Síðan þarf beiðni lögreglu um gæsluvarðhaldsvist að uppfylla eitt af fjórum skilyrðum. Í fyrsta lagi að hinn grunaði sé líklegur til að torvelda rannsókn málsins, til dæmis með því að afmá ummerki, skjóta undan munum eða hafa áhrif á vitni eða samseka, í öðru lagi að hann sé líklegur til að flýja land eða koma sér á annan hátt undan refsingu, í þriðja lagi að ætla megi að hann haldi áfram brotum áður en dæmt er í máli hans og í fjórða lagi að nauðsynlegt sé að verja aðra fyrir árásum sakbornings eða hann sjálfan fyrir árásum annarra. Í flestum tilvikum vísar lögregla til fyrsta skilyrðisins þegar hún fer fram á gæsluvarðhald. Íslendingar hafa verið gagnrýndir af alþjóðlegum eftirlitsstofnunum fyrir að beita gæsluvarðhaldi of frjálslega og vista menn of lengi í einangrun. Samsvarandi greinar í dönskum lögum eru til dæmis nokkuð þrengri en þær íslensku. Þar er meðal annars gerð krafa um að glæpurinn sé þess eðlis að hann varði að minnsta kosti fangelsi í eitt og hálft ár. Þar að auki hafa Danir sett ítarlegar reglur um lengd einangrunar og skilyrði fyrir henni. Hjá okkur fer ekki fram sérstakur málflutningur um það hvort þörf sé á einangrun gæsluvarðhaldsfanga. Yfirvöld hér á landi hafa þó brugðist við gagnrýninni og flestum viðmælendum blaðsins bar saman um að gæsluvarðhaldsúrskurðir séu nú styttri og færri en áður. Auk þess er nú reynt að létta mönnum vistina eins og hægt er og jafvel eru dæmi um að maður hafi fengið að halda upp á afmæli sitt í faðmi fjölskyldunnar í einangrunarklefa á Litla-Hrauni.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið The Vivienne er látin Erlent Fleiri fréttir Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sjá meira