Dómari kallaði dóminn fjarstæðu 17. desember 2004 00:01 Inger Jónsdóttir, sýslumaður á Eskifirði, segir að ekki hafi verið ákveðið hvort brugðist verði við þætti ákæruvaldsins í frávísun Hæstaréttar á dómi Héraðsdóms Austurlands í gær. Einn dómara við Hæstarétt kallaði dóm Héraðsdóms, sem var yfir pilti vegna líkamsárásar, fjarstæðu og sagði eðilegast að sýkna manninn. Tveir dómarar úrskurðu hins vegar að málinu hefði átt að vísa frá Héraðsdómi. Sýslumaðurinn á Eskifirði gaf út ákæru á hendur piltinum og Þorgerður Erlendsdóttir, dómstjóri í Héraðsdómi Austurlands, kvað upp dóminn sem var eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás gegn sextán ára kærustu. Pilturinn áfrýjaði málinu og krafðist sýknu. Ákæruvaldið krafðist þess hins vegar að dómurinn yrði staðfestur. Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari, sem flutti málið fyrir hönd ákæruvaldsins í Hæstarétti, lýsti efasemdum um bæði lögreglurannsóknina og dómsrannsóknina sem hann sagði hafa farið langt út fyrir sakarefnið. Það hefði miðast meira við að slíta sambandi unglinganna sem hefði haldið áfram um nokkurt skeið eftir að hin meinta líkamsárás átti sér stað. Inger segist standa við rannsóknina og ákæruna og hafi staðið að henni eins og eigi að gera. Að öðru leyti ætli hún ekki að tjá sig um dóminn Þessi afstaða ríkissaksóknara til málsins sem hann var að flytja réði því að málinu var vísað frá héraði og dómurinn því í raun ómerktur. Dómarar voru þó ekki á eitt sáttir. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari skilaði sératkvæði og taldi að sýkna bæri piltinn, enda hefði sakfellingin verið fjarstæða. Maður teljist saklaus þar til sekt hans sé sönnuð og sönnunarbyrðin hvíli á ákæruvaldinu. Hann taldi þá staðreynd að ákæruvaldið hefði við málflutning krafist staðfestingar dómsins en ekki sýknu, gæti ekki leitt til þess að málatilbúnaður í héraði uppfyllti ekki lengur kröfur laga. Hann taldi ekki að misvísandi afstaða ákæruvaldsins í málinu gæti leitt til frávísunar úr héraði. Bragi Steinarsson vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsendning: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Sjá meira
Inger Jónsdóttir, sýslumaður á Eskifirði, segir að ekki hafi verið ákveðið hvort brugðist verði við þætti ákæruvaldsins í frávísun Hæstaréttar á dómi Héraðsdóms Austurlands í gær. Einn dómara við Hæstarétt kallaði dóm Héraðsdóms, sem var yfir pilti vegna líkamsárásar, fjarstæðu og sagði eðilegast að sýkna manninn. Tveir dómarar úrskurðu hins vegar að málinu hefði átt að vísa frá Héraðsdómi. Sýslumaðurinn á Eskifirði gaf út ákæru á hendur piltinum og Þorgerður Erlendsdóttir, dómstjóri í Héraðsdómi Austurlands, kvað upp dóminn sem var eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás gegn sextán ára kærustu. Pilturinn áfrýjaði málinu og krafðist sýknu. Ákæruvaldið krafðist þess hins vegar að dómurinn yrði staðfestur. Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari, sem flutti málið fyrir hönd ákæruvaldsins í Hæstarétti, lýsti efasemdum um bæði lögreglurannsóknina og dómsrannsóknina sem hann sagði hafa farið langt út fyrir sakarefnið. Það hefði miðast meira við að slíta sambandi unglinganna sem hefði haldið áfram um nokkurt skeið eftir að hin meinta líkamsárás átti sér stað. Inger segist standa við rannsóknina og ákæruna og hafi staðið að henni eins og eigi að gera. Að öðru leyti ætli hún ekki að tjá sig um dóminn Þessi afstaða ríkissaksóknara til málsins sem hann var að flytja réði því að málinu var vísað frá héraði og dómurinn því í raun ómerktur. Dómarar voru þó ekki á eitt sáttir. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari skilaði sératkvæði og taldi að sýkna bæri piltinn, enda hefði sakfellingin verið fjarstæða. Maður teljist saklaus þar til sekt hans sé sönnuð og sönnunarbyrðin hvíli á ákæruvaldinu. Hann taldi þá staðreynd að ákæruvaldið hefði við málflutning krafist staðfestingar dómsins en ekki sýknu, gæti ekki leitt til þess að málatilbúnaður í héraði uppfyllti ekki lengur kröfur laga. Hann taldi ekki að misvísandi afstaða ákæruvaldsins í málinu gæti leitt til frávísunar úr héraði. Bragi Steinarsson vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsendning: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Sjá meira