Dómari kallaði dóminn fjarstæðu 17. desember 2004 00:01 Inger Jónsdóttir, sýslumaður á Eskifirði, segir að ekki hafi verið ákveðið hvort brugðist verði við þætti ákæruvaldsins í frávísun Hæstaréttar á dómi Héraðsdóms Austurlands í gær. Einn dómara við Hæstarétt kallaði dóm Héraðsdóms, sem var yfir pilti vegna líkamsárásar, fjarstæðu og sagði eðilegast að sýkna manninn. Tveir dómarar úrskurðu hins vegar að málinu hefði átt að vísa frá Héraðsdómi. Sýslumaðurinn á Eskifirði gaf út ákæru á hendur piltinum og Þorgerður Erlendsdóttir, dómstjóri í Héraðsdómi Austurlands, kvað upp dóminn sem var eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás gegn sextán ára kærustu. Pilturinn áfrýjaði málinu og krafðist sýknu. Ákæruvaldið krafðist þess hins vegar að dómurinn yrði staðfestur. Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari, sem flutti málið fyrir hönd ákæruvaldsins í Hæstarétti, lýsti efasemdum um bæði lögreglurannsóknina og dómsrannsóknina sem hann sagði hafa farið langt út fyrir sakarefnið. Það hefði miðast meira við að slíta sambandi unglinganna sem hefði haldið áfram um nokkurt skeið eftir að hin meinta líkamsárás átti sér stað. Inger segist standa við rannsóknina og ákæruna og hafi staðið að henni eins og eigi að gera. Að öðru leyti ætli hún ekki að tjá sig um dóminn Þessi afstaða ríkissaksóknara til málsins sem hann var að flytja réði því að málinu var vísað frá héraði og dómurinn því í raun ómerktur. Dómarar voru þó ekki á eitt sáttir. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari skilaði sératkvæði og taldi að sýkna bæri piltinn, enda hefði sakfellingin verið fjarstæða. Maður teljist saklaus þar til sekt hans sé sönnuð og sönnunarbyrðin hvíli á ákæruvaldinu. Hann taldi þá staðreynd að ákæruvaldið hefði við málflutning krafist staðfestingar dómsins en ekki sýknu, gæti ekki leitt til þess að málatilbúnaður í héraði uppfyllti ekki lengur kröfur laga. Hann taldi ekki að misvísandi afstaða ákæruvaldsins í málinu gæti leitt til frávísunar úr héraði. Bragi Steinarsson vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Inger Jónsdóttir, sýslumaður á Eskifirði, segir að ekki hafi verið ákveðið hvort brugðist verði við þætti ákæruvaldsins í frávísun Hæstaréttar á dómi Héraðsdóms Austurlands í gær. Einn dómara við Hæstarétt kallaði dóm Héraðsdóms, sem var yfir pilti vegna líkamsárásar, fjarstæðu og sagði eðilegast að sýkna manninn. Tveir dómarar úrskurðu hins vegar að málinu hefði átt að vísa frá Héraðsdómi. Sýslumaðurinn á Eskifirði gaf út ákæru á hendur piltinum og Þorgerður Erlendsdóttir, dómstjóri í Héraðsdómi Austurlands, kvað upp dóminn sem var eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás gegn sextán ára kærustu. Pilturinn áfrýjaði málinu og krafðist sýknu. Ákæruvaldið krafðist þess hins vegar að dómurinn yrði staðfestur. Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari, sem flutti málið fyrir hönd ákæruvaldsins í Hæstarétti, lýsti efasemdum um bæði lögreglurannsóknina og dómsrannsóknina sem hann sagði hafa farið langt út fyrir sakarefnið. Það hefði miðast meira við að slíta sambandi unglinganna sem hefði haldið áfram um nokkurt skeið eftir að hin meinta líkamsárás átti sér stað. Inger segist standa við rannsóknina og ákæruna og hafi staðið að henni eins og eigi að gera. Að öðru leyti ætli hún ekki að tjá sig um dóminn Þessi afstaða ríkissaksóknara til málsins sem hann var að flytja réði því að málinu var vísað frá héraði og dómurinn því í raun ómerktur. Dómarar voru þó ekki á eitt sáttir. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari skilaði sératkvæði og taldi að sýkna bæri piltinn, enda hefði sakfellingin verið fjarstæða. Maður teljist saklaus þar til sekt hans sé sönnuð og sönnunarbyrðin hvíli á ákæruvaldinu. Hann taldi þá staðreynd að ákæruvaldið hefði við málflutning krafist staðfestingar dómsins en ekki sýknu, gæti ekki leitt til þess að málatilbúnaður í héraði uppfyllti ekki lengur kröfur laga. Hann taldi ekki að misvísandi afstaða ákæruvaldsins í málinu gæti leitt til frávísunar úr héraði. Bragi Steinarsson vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira