Fordæmi fyrir íhlutun stjórnvalda 16. desember 2004 00:01 Georg Lárusson, forstjóri Útlendingastofnunar, segir fordæmi fyrir því að stjórnvöld hér á landi hafi beitt sér fyrir því að útlendingar fái fyrirgreiðslu hjá stofnuninni, líkt og í tilfelli Bobbys Fishers. Framsalssamningur er í gildi á milli Íslands og Bandaríkjanna og hann reiknar með að gengið hafi verið frá þeim málum áður en íslensk stjórnvöld ákváðu að verða við beiðni Fishers um dvalarleyfi. Útlendingastofnun hefur gefið út staðfestingu á dvalarleyfi Fishers að ósk utanríkis- og dómsmálaráðherra. Telja má harla ólíklegt að skákmeistarinn hefði fengið dvalarleyfi ef til afskipta þeirra hefði ekki komið, enda ekki hlaupið að því fyrir vegabréfalausa útlendinga að fá slíkt leyfi hér á landi. Georg segir þó nokkur dæmi þess að menn hafi fengið dvalarleyfi án vegabréfs hér á landi, en þau séu ekki mörg. Í staðfestingu Útlendingastofnunar kemur ekki fram hvers kyns dvalareyfi er um að ræða, né heldur lengi það verður í gildi. Leiða má að því líkur að ef Fisher óskar eftir flóttamannahæli hér á landi, þurfi stjórnvöld enn á ný að koma að máli því í reglum um hælisveitingu segir að flóttamenn skuli teljast þeir sem í heimalandi sínu séu ofsóttir vegna kynþáttar, trúarbragða, þjóðernis og aðildar að félagasamtökum eða stjórnmálaflokkum. Frá árinu 1998 hafa 380 sótt um en aðeins einn fengið. Meðaltalið er einn af hverjum tíu í Evrópu. Georg segir að fljótt á litið uppfylli Bobby Fischer ekki skilyrði til þess að fá hér pólitískt hæli, en hins vegar sé í lagi að veita honum dvalarleyfi, enda sé þar stór munur á. Eins og kunnugt er hafa Bandaríkjamenn krafist þess að japönsk stjórnvöld framselji Fisher. Framsalssamningur í gildi milli Bandaríkjanna og Íslands og því má ætla að ákvörðun um að veita Fisher dvalarleyfi hér hafi verið tekin með með vitund og samþykki bandarískra stjórnvalda. Georg segir þó sér sé ekki kunnugt um það, en hann gerir ráð fyrir að búið hafi verið mað ganga frá þeim málum. Í jafnræðisreglu Útlendingastofnunar er kveðið á um að einstaklingar standi jafnfætis gangvart þeirri þjónustu sem stofnunin veitir. Í Útlendingalögum segir þó að Útlendingastofnun skuli framfylgja stefnu stjórnvalda hverju sinni. Georg segir það oft hafa komið fyrir að íslensk stjórnvöld hafi komið að máli einstaklinga líkt og nú, en vill þó ekki nefna nein dæmi þar um. Þegar og ef skáksnillingurinn kemur hingað til lands fær hann svokallað útlendinga vegabréf, sem gerir honum kleift að ferðast til annarra landa. Aðgang að heilbrigðiskerfi og tryggingakerfi Íslendinga fær hann lögum samkvæmt eftir sex mánaðar Íslandsdvöl. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Fleiri fréttir Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Sjá meira
Georg Lárusson, forstjóri Útlendingastofnunar, segir fordæmi fyrir því að stjórnvöld hér á landi hafi beitt sér fyrir því að útlendingar fái fyrirgreiðslu hjá stofnuninni, líkt og í tilfelli Bobbys Fishers. Framsalssamningur er í gildi á milli Íslands og Bandaríkjanna og hann reiknar með að gengið hafi verið frá þeim málum áður en íslensk stjórnvöld ákváðu að verða við beiðni Fishers um dvalarleyfi. Útlendingastofnun hefur gefið út staðfestingu á dvalarleyfi Fishers að ósk utanríkis- og dómsmálaráðherra. Telja má harla ólíklegt að skákmeistarinn hefði fengið dvalarleyfi ef til afskipta þeirra hefði ekki komið, enda ekki hlaupið að því fyrir vegabréfalausa útlendinga að fá slíkt leyfi hér á landi. Georg segir þó nokkur dæmi þess að menn hafi fengið dvalarleyfi án vegabréfs hér á landi, en þau séu ekki mörg. Í staðfestingu Útlendingastofnunar kemur ekki fram hvers kyns dvalareyfi er um að ræða, né heldur lengi það verður í gildi. Leiða má að því líkur að ef Fisher óskar eftir flóttamannahæli hér á landi, þurfi stjórnvöld enn á ný að koma að máli því í reglum um hælisveitingu segir að flóttamenn skuli teljast þeir sem í heimalandi sínu séu ofsóttir vegna kynþáttar, trúarbragða, þjóðernis og aðildar að félagasamtökum eða stjórnmálaflokkum. Frá árinu 1998 hafa 380 sótt um en aðeins einn fengið. Meðaltalið er einn af hverjum tíu í Evrópu. Georg segir að fljótt á litið uppfylli Bobby Fischer ekki skilyrði til þess að fá hér pólitískt hæli, en hins vegar sé í lagi að veita honum dvalarleyfi, enda sé þar stór munur á. Eins og kunnugt er hafa Bandaríkjamenn krafist þess að japönsk stjórnvöld framselji Fisher. Framsalssamningur í gildi milli Bandaríkjanna og Íslands og því má ætla að ákvörðun um að veita Fisher dvalarleyfi hér hafi verið tekin með með vitund og samþykki bandarískra stjórnvalda. Georg segir þó sér sé ekki kunnugt um það, en hann gerir ráð fyrir að búið hafi verið mað ganga frá þeim málum. Í jafnræðisreglu Útlendingastofnunar er kveðið á um að einstaklingar standi jafnfætis gangvart þeirri þjónustu sem stofnunin veitir. Í Útlendingalögum segir þó að Útlendingastofnun skuli framfylgja stefnu stjórnvalda hverju sinni. Georg segir það oft hafa komið fyrir að íslensk stjórnvöld hafi komið að máli einstaklinga líkt og nú, en vill þó ekki nefna nein dæmi þar um. Þegar og ef skáksnillingurinn kemur hingað til lands fær hann svokallað útlendinga vegabréf, sem gerir honum kleift að ferðast til annarra landa. Aðgang að heilbrigðiskerfi og tryggingakerfi Íslendinga fær hann lögum samkvæmt eftir sex mánaðar Íslandsdvöl.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Fleiri fréttir Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Sjá meira