Lífgar upp Laugaveginn 16. desember 2004 00:01 "Þetta er dönsk keðja og við erum sjötta verslunin sem opnar í heiminum. Við sáum þessa verslun í Danmörku og kolféllum fyrir henni. Við ákváðum að opna hana hér því okkur fannst vanta svona verslun og svo er verðið mjög sanngjarnt," segir Kamilla Sveinsdóttir en hún rekur verslunina ásamt stöllu sinni, Þórdísi Lárusdóttur. Verslunin er einstaklega falleg á að líta og er öll hönnun og innréttingar mjög stílhreinar. "Við seljum í raun allt nema föt. Við erum með aukahluti eins og skó, veski, skartgripi og belti. Við seljum líka vörur sem eru í stíl þannig að konur geta keypt sér belti, skó og tösku, allt í stíl á sama staðnum. Síðan er verðið svo gott að það er ódýrt að skipta út aukahlutunum og kaupa sér nýja," segir Kamilla en þær Þórdís eru vanar verslunar- og afgreiðslustörfum. "Þórdís er flugfreyja og ég á heildsölu með manninum mínum þannig að við erum þaulvanar og fylgjumst vel með straumum og stefnum í tísku. Það koma sex línur á ári í verslunina þannig að það er alltaf eitthvað nýtt á boðstólum." Þórdís og Kamilla eru að vonum glaðar með verslunina enda hafa þær fengið feykigóðar viðtökur. "Fólk talar mikið um hve verðið sé gott og hvernig verslunin lífgi upp á Laugaveginn. Við höfum vægast sagt fengið æðislegar móttökur og það er frábært." Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
"Þetta er dönsk keðja og við erum sjötta verslunin sem opnar í heiminum. Við sáum þessa verslun í Danmörku og kolféllum fyrir henni. Við ákváðum að opna hana hér því okkur fannst vanta svona verslun og svo er verðið mjög sanngjarnt," segir Kamilla Sveinsdóttir en hún rekur verslunina ásamt stöllu sinni, Þórdísi Lárusdóttur. Verslunin er einstaklega falleg á að líta og er öll hönnun og innréttingar mjög stílhreinar. "Við seljum í raun allt nema föt. Við erum með aukahluti eins og skó, veski, skartgripi og belti. Við seljum líka vörur sem eru í stíl þannig að konur geta keypt sér belti, skó og tösku, allt í stíl á sama staðnum. Síðan er verðið svo gott að það er ódýrt að skipta út aukahlutunum og kaupa sér nýja," segir Kamilla en þær Þórdís eru vanar verslunar- og afgreiðslustörfum. "Þórdís er flugfreyja og ég á heildsölu með manninum mínum þannig að við erum þaulvanar og fylgjumst vel með straumum og stefnum í tísku. Það koma sex línur á ári í verslunina þannig að það er alltaf eitthvað nýtt á boðstólum." Þórdís og Kamilla eru að vonum glaðar með verslunina enda hafa þær fengið feykigóðar viðtökur. "Fólk talar mikið um hve verðið sé gott og hvernig verslunin lífgi upp á Laugaveginn. Við höfum vægast sagt fengið æðislegar móttökur og það er frábært."
Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira